Leita í fréttum mbl.is

Framfarir í jafnréttismálum

magnús.stef Það er ekki á hverjum degi sem maður getur hrósað ráðherrum ríkisstjórnarinnar og þegar tilefni gefst er alveg sjálfsagt að gera það. Þetta lagafrumvarp nefndar um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem var kynnt í dag er stórt skref í rétta átt til jafnréttis og margt úr því er tekið beint upp úr frumvörpum Vinstri grænna á síðustu þingum. Afnemum launaleynd og eflum Jafnréttisstofu. Vonandi verður þetta frumvarp sem fyrst að lögum. Í frétt mbl.is segir meðal annars:

"Helstu nýmæli frumvarpsins eru þau að lagt er til að Jafnréttisstofa fái heimild til að krefja opinberar stofnanir, sveitarfélög, atvinnurekendur og félagasamtök um allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna verkefna hennar og athugunar á einstökum málum. Verði upplýsingar ekki veittar er lagt til að heimilt sé að leggja á dagsektir. Ráðherra setur nánari ákvæði um sektargreiðslur í reglugerð. Þá er lagt er til að kærunefnd fái heimild til að kveða upp bindandi úrskurði."


mbl.is Lagafrumvarp nefndar um jafna stöðu og rétt kvenna og karla kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gufa

Heldur þú að snúður og snælda séu í raun jafnréttissinnar ? Hversvegna er kona ekki formaður VG ? Varð VG ekki til þegar hann tapaði fyrir konu ? Hversvegna er kona ekki formaður BSRB ? Glætan

gufa, 7.3.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kvitt fyrir lesturinn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.3.2007 kl. 21:01

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þetta er sögulegt!


Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2007 kl. 22:59

4 Smámynd: Alma Lísa Jóhannsdóttir

já það á alltaf að fagna því þegar eitthvað gott gerist! kv alma

Alma Lísa Jóhannsdóttir, 8.3.2007 kl. 00:09

5 Smámynd: Pétur Björgvin

Er þetta ekki bara rökrétt framhald af því að búið að innleiða hjá EES tilskipun frá Evrópusambandinu sem áréttar jafna stöðu kvenna og karla og því þarf að setja hana í lagasamhengi 2002/73/EB

Pétur Björgvin, 8.3.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband