Leita í fréttum mbl.is

Enn ein nefndin

ísafjörður

Það var frekar vandræðalegt að enginn þingmaður stjórnarflokkanna mætti á fundinn á Ísafirði þar sem rætt var aðgerðarleysi stjórnvalda í byggðamálum. Og til að bjarga sér fyrir horn er skipuð nefnd. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa haft 12 ár í ríkisstjórn til að bæta ástandið með aðgerðum en það eina sem þeim dettur í hug er að skipa enn eina nefndina. Er er kominn tími til að gefa þessum flokkum frí?


mbl.is Ríkisstjórn samþykkir að skipa nefnd vegna ástands atvinnumála á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Magnússon

Er þetta ekki bara eftir bókinni.  Nefnd skipuð sem gefin er rúmur tímarammi til nefndarstarfs svo það sé nú öruggt að nefndarmenn, flestir að sjálfsögðu góðir og gegnir flokksmenn stjórnarflokkanna, nái nú örugglega að eyða eins og 5 - 30 milljónum í nefndarstarf og skila síðan skýrslu sem skilur við ástandið eins og það er nú þegar.

Guðmundur Þór Magnússon, 13.3.2007 kl. 13:30

2 Smámynd: Tryggvi H.

Nefndir eru grundvöllur allrar framsýnnar byggðaþróunar.

 

Þó lengi hafi verið stefna stjórnvalda að stjórnvöld eða stjórnsýslan hafi umsjón og eða yfirsýn með svæðisbundinni stjórn byggðarmála, verður að gera ráð fyrir að ráð sé fyrir gert að hverskonar stjórnsýslumiðaðri úrlausn svæða og svæðaskipulaga taki sérstakt tillit til svæðisbundinna aðgerða í úrlausnum stjórnvalda. Sérstaklega er þetta viðeigandi þegar svæðaskipulög og aðgerðir þróunar- og byggðamála skera sig úr á sviðum atvinnumála.

 Þetta má allt ræða í nefnd, og ekki neins staðar annarstaðar skilurðu.

Tryggvi H., 13.3.2007 kl. 13:47

3 Smámynd: Tryggvi H.

 Biðst afsökunar á hótfyndni, en jú frekar sorglegt ástand og/eða sorgleg viðbrögð við ástandi.

Tryggvi H., 13.3.2007 kl. 13:49

4 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Já maður hefði haldið að 12 væru nægur tími. Það er náttúrulega með ólíkndum að nokkur maður á landsbyggðinni aðrir en verktakakallar á Austurlandi kjósi þetta yfir sig trekk í trekk.

Lárus Vilhjálmsson, 13.3.2007 kl. 16:49

5 identicon

það er alltaf skipað í nefnd og svo er skipað í nefnd til að fara yfir skýrsluna sem að fyrri nefndin gerði ... er þetta ekki bara til að "við" fáum á tilfinninguna að það sé verið að gera eitthvað?? ekki bara bulla og tala um að gera eitthvað ....

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 18:21

6 Smámynd: Víkingur / Víxill

heyr heyr!

Víkingur / Víxill, 13.3.2007 kl. 22:59

7 identicon

If Cactus made you feel second best.

Hlynur I am so sorry I was blind.

You were always on Cactus's mind.

Just remember your tie.

And I'll keep you satisfied.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 22:59

8 identicon

Ég næstum því roðnaði fyrir Geirs hönd þegar ég heyrði viðbrögð hans í útvarpi við umræðunni um atvinnumál Vestfjarða. Fyrsta sem ég hugsaði var: Gerir maðurinn sér ekki grein fyrir því hvað það hljómar hjákátlega að tala um „að gera sér grein fyrir alvarleika vandans á Vestfjörðum“ þegar einhverjar vikur eru til kosninga og eins og þú segir réttilega stjórnin er búin að hafa tólf ár til að sýsla með þessi mál.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband