Leita í fréttum mbl.is

Þyrla til Akureyrar

þyrlaBjörn Bjarnason getur ekki lengur staðið í vegi fyrir því að þyrla verði staðsett á Akureyri. Öll rök mæla með því. Hér er fullkomið sjúkrahús og þyrlan yrði mun fljótari á vettvang ef slys yrði hér á svæðinu eða fyrir norðan land. Þetta er mikið öryggisatriði fyrir sjómenn og einnig alla ferðamenn. Á undanförnum mánuðum hefur verið bent á mikilvægi þess að þyrla verði staðsett hér af mörgum sem málið varðar. Í ályktun stjórnar Læknafélags Íslands segir meðal annars:

"Stjórn Læknafélags Íslands fer fram á það við stjórnvöld að ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar verði staðsett á Akureyri.
Í nútímasamfélagi eru gerðar kröfur um að bráðveikum og slösuðum verði komið undir læknishendur á sem stystum tíma og að íbúar landsins sitji við sama borð. Þetta á að sjálfsögðu við um leitar- og björgunarstörf sem eru ríkur þáttur í starfsemi þyrluþjónustu Landhelgisgæslunnar.
Björgunarþyrluþjónusta sem einungis er gerð út frá Reykjavík er of svifasein vegna langs flugtíma til að geta sinnt bráðaþjónustu fyrir norður og austur hluta landsins.
Miðhálendið skiptir landinu í tvö megin veðursvæði. Þyrluflug yfir hálendið er oft erfitt vegna veðurskilyrða og ísingar. Lágflug með ströndum er tafsamt og getur verið varasamt. Með því að staðsetja þyrlu á Akureyri er verið að stytta viðbragðstíma þyrlu til íbúa norður- og austurlands verulega og einnig til hafsvæðisins úti fyrir. Vekja ber einnig athygli á norðurhluta hálendisins, en þar er umferð sívaxandi. Við slys og þá sérstaklega sjóslys getur hver mínúta skipt þann máli, sem í háska hefur lent.
Um mönnun lækna er það að segja, að rekstur sjúkraflugs undanfarin ár með miðstöð á Akureyri hefur sýnt, að á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri er fullnægjandi mannafli fyrir þessa þjónustu."

Þetta er augljóst. Ég spái því að það verði tekin ákvörðun um staðsetningu þyrlu hér á Akureyri fyrir kosningar og blásið verði til blaðamannafundar þar sem ráðherrarnir klappa fyrir sér.


mbl.is Læknar vilja þyrlu á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Auðvitað á að vera þyrka á Akureyri.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.3.2007 kl. 16:09

2 identicon

Þetta er nú ekki einfallt mál. Þyrlur eru erfið verkfæri og krefjast óhemju viðhalds. Það að vera með 4 stk af björgunarþyrlum er aðeins "trygging" fyrir því að 2-3 séu flughæfar á hverjum tíma. Einnig kemur inní þetta mönnun vélanna og hún er mun kostnaðrminni ef þær eru á sama stað heldur en ef vélunum er dreift. Hvort grundvöllur sé til að staðsetja vélar á Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum og hvað er gerlegt væri best að byggja á vandaðri þarfagreiningu en alls ekki, undirstrika alls ekki einfaldri pólitískri ákvörðun. Við hljótum að vera sammála um það að markmiðið er áð ná í slasað og sjúkt fók innan okkar lögsögu á skömmun tíma og hagkvæman hátt og það er best að reikna og kanna það almennilega.

Kveðja

Sveinn V. Ólafsson

flugvélaverkfræðingur

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 16:21

3 identicon

Segjum sem svo að þyrla yrði staðsett á Akureyri. Væru þá Vinstri Grænir tilbúnir til að styðja byggingu flugskýlis og uppsetningu varahlutalagers fyrir Landhelgisgæsluna á staðnum? Sem og ráðningu fleiri flugvirkja, flugstjóra og varðmanna og hugsanlega leigu eða jafnvel kaups einnar þyrlu í viðbót?

Ef það yrði ekki gert myndi þjónustustig Landhelgisgæslunnar versna til muna við slíka tilfærslu.

Svo er það hitt, þessar þyrlur eru alls ekki sjúkraflugvélar. Þær skortir jafnþrýstibúnað, sem sjúkraflugvélar hafa, sem gerir þeim kleift að fljúga beint með sjúklinga í öllum veðrum. En það er stundum eins og sumir hafi engan skilning á því að gæsluþyrlunar eru einfaldlega ekki hannaðar til þess, sem og mun dýrari kostur til slíkra flutninga.

En annars þætti mér gaman ef Vinstri Grænir færu nú loksins að styðja eflingu öryggis Íslendinga.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 16:25

4 identicon

Þyrlur eru alls ekki ákjósnalegar sjúkraflutningavélar nema á mjög um leiðum. Það er gerður greinarmunur á sjúkraflug- og eiginlegu björgunarflugi. Sjúkraflug er best að stunda með sérhæfðu sjúkraflugvélum með jafnþrýstibúnað. Kostnaður við slíkar vélar er brotabrot af þyrlukostnaði. Maður notar ekki vörubíl með krana til að ná í sjúklinga. Leitar og björgunarflug krefst annara tækja s.s. þyrlna (vörubíll með krana).
Erlendis eru þylur notaðar mikið í stuttum sjúkraflugum og þá innan borgarmarka við að flytja sjúklinga einum spítala yfir á annan sérhæfðari. Þá skiptir miklu máli að vegalengdin sé stutt og ekki sé farið hátt svo loftþrýstingur haldist nægjanlegur fyrir sjúklinginn. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru því aðeins backup fyrir almennt sjúkraflug í landinu alls ekki fyrsti kostur.


kveðja
Sveinn V. Ólafsson
flugvélaverkfræðingur

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 16:43

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sammála Guðna og Jórunni, Læknafélaginu, flugmönnum og öllum sem hafa bent á að það sé þarft mál að staðsetja þyrlu með öllu á Akureyri. Þyrlur koma að notum við sérstakar aðstæður og hafa bjargað mörgum mannslífum. Þar sem betur hentar að nota flugvélar á auðvitað að nota þær. Vinstri græn vilja efla öryggi landsmanna, það er alveg á hreinu. Baldvin H. Sigurðsson bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri hefur barist fyrir þessu lengi og nú er jafnvel Kristján Þór fyrrverandi bæjarstjóri búinn að átta sig. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 28.3.2007 kl. 22:04

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Kristinn. Ég er þer 100% sammála um að auðvitað eigi að fara fram fagleg úttekt a því hvar þyrlurnar eigi að vera staðsettar og hvað þurfi til. Ég kvíði ekki þeirri úttekt fyrir hönd Akureyrar. Björn stóð sig vel í því að taka af skarið þegar herinn fór með þyrlurnar sínar og brást skjótt við til að útvega nýjar. Hinsvegar hefur hann dregið lappirnar þegar ljáð hefur verið máls á því að þyrla væri staðsett á Akureyri. Gamla lumman um að best sé að hafa þetta á einum stað (allar í sama flugskýlinu!) þar sem starfsfólk og þekking er og svo framvegis. En þetta er miklu stærra mal en það og auðvitað mun ég fagna því ef Birni snérist hugur, þó fyrr hefði verið. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 28.3.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband