Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Hafnfirðingar

kjarnorkuver

Lokaspretturinn fyrir kosningarnar um risatækkun álvers Alcan í Hafnarfirði stendur nú yfir. Í morgunútvarpinu á rás 1 í morgun var ítarleg umfjöllun og ég er alltaf að verða sannfærðari um að Hafnfirðingar hafni þessar stækkun. Öll rök mæla með því. Lang flestir sem ég hef talað við, og það er fólk úr öllum flokkum og utan flokka, vill ekki þessa stækkun. Það er flott hjá ungu fólki í Hafnarfirði að vera með uppákomu og mótmæla þessari stækkun. Ein bloggvinkona mín er Hafnfirðingurinn Ibba Sig. og hún hittir naglann á höfuðið í pistli sem hún skrifaði um daginn og ég vitna í hér:
"Ég er einn þeirra landsmanna sem er svo "heppinn" að fá að taka þátt í kosningu um deiliskipulag í Hafnarfirði. Þessi kosning hefur verið kölluð "kosning um álver í Straumsvík" og talað er um að fólk sé annað hvort að kjósa með eða á móti álveri.

Það upplýsist nú að ég ætla að kjósa með, þ.e. með óbreyttu ástandi. Ég vil sem sagt ekki að álverið verði stækkað. Þeir sem vilja að álverið verði stækkað geta bara tekið á sig hlutverk fúls á móti og kosið á móti... óbreyttu ástandi.

Langar að halda því til haga að málflutningur Alcan hefur breyst dag frá degi sl. vikur, úr því að "við ætlum ekki að loka", yfir í "gæti verið að við myndum loka eftir 14-21 ár" og til þess að Rannveig Rist sagði í Kastljósinu að miklar líkur væri á því að álverið lokaði eftir 6 ár. Hmmm, ætli fólk sé svo skyni skroppið að sjá ekki hvað verið er að gera?

-ég ætla líka að kjósa með íslenskri náttúru sem á undir högg að sækja þessi misserin

-ég kýs líka með minni losun gróðurhúsalofttegunda en eins og almenningur vonandi veit mun losun þeirra aukast úr um 250 þús tonnum í ca 750 þús tonn með stærra álveri. Ég kýs líka með minni svifryksmengun, minni flúormengun og minni losun brennisteinskoldíoxíðs.

-mig langar líka að kjósa með minni þenslu í þjóðfélaginu. Við gleymum alltaf að taka með í reikninginn hvað svona framkvæmdir kosta heimilin. Húsnæðislánið mitt hækkar og hækkar og svo þarf ég að greiða mun hærri vexti en ella. Er einhver búinn að reikna það saman hvað heimili landsins eru að borga með þessum stóriðjuframkvæmdum á þennan hátt? Held það sé slatti af milljörðum.

-ég er líka að kjósa með öðrum atvinnugreinum á landinu, sprotafyrirtækjum og annars konar iðnaði. Af hverju tala stjórnmálamenn ekki lengur um ruðningsáhrifin af svona framkvæmdum. Nú má allt í einu ekki viðurkenna að svona framkvæmdir hefta allar aðrar atvinnugreinar.

- ég kýs með komandi kynslóðum og rétti þeirra til að ráðstafa einhverju af auðlindum landsins, að við verðum ekki búin að fullnýta þær allar fyrir erlenda auðhringi.

-síðast en ekki síst er ég að kjósa með nýjum stjórnvöldum sem ekki leggja ofuráherslu á stóriðju. "

Til hamingju Hafnfirðingar með að hafna risastækkun álvers Alcan.

óli.libia

Myndlistarfólkið Ólafur og Libia eru með flott verk (með viðbættum texta) í tilefni dagsins og hér er heimasíðan þeirra.


mbl.is Hafnfirsk ungmenni mótmæla álversstækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær pistill hjá þér Hlynur. Vona að þú reynist sannspár.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 16:11

2 identicon

Því meira sem þú og þínir hafa sig í frammi, því meira hallast ég að því að kjósa með stækkun.

 þú hefur nákvæmlega ekkert fram að færa sjálfur, hefur enga þekkingu á staðháttum, veist ekkert um áhrif eða afleiðingar, en ert á mót bara afþví.

Pjakkar eins og þú verða seint  marktækir í þjóðfélagsumræðunni.  Ef þér er í raun annt um það að stækkun álversins verði hafnað, þá ættir þú að hafa vit á því að þegja fram yfir kosningar.

Þrándur (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 03:01

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það er einhver örvæntingartónn í hinum reiða Þrándi sem ekki gefur upp eftirnafn hér í athugasemdum. Talandi um marktækan málflutning! Í besta falli broslegt og í versta falli sorglegt hvernig Þrándur bannar fólki að hafa skoðun "af því að við höfum ekkert vit" á málunum. Þrandur þú hlýtur að geta betur en þetta og skrifaðu vinsamlegast undir fullu nafni næst. Bestu kosningakveðjur,

Hlynur Hallsson, 31.3.2007 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband