Leita í fréttum mbl.is

58% þjóðarinnar vill stóriðjustopp og Jón Sig skilur það ekki

ruv.is

Það eru afar ánægjulegar niðustöður úr könnun Gallup eða eins og segir í frétt Ríkisútvarpsins: "58% þjóðarinnar vilja að hlé verði gert á frekari stóriðju næstu 5 árin samkvæmt nýrri Gallupkönnun. Spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt því að hlé verði gert á frekari stóriðju í landinu næstu fimm árin. Tæp 33% þjóðarinnar eru því andvíg." Þetta þýðir að innan við þriðjungur þjóðarinnar styður stefnu stóriðjuflokkanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en nær 60% styðja stefnu Vinstri grænna og Samfó um að fresta eða leggja á hilluna frekari stóriðjuframkvæmdir. Þannig fær annar iðnaður að blómstra og vextir munu lækka og þenslan í þjóðfélaginu mun minnka. Þetta skilur fólk en því miður skilur Jón Sigurðsson iðnaðaráðherra Framsóknarflokksins þetta alls ekki og hann dregur í efa að "fólk hafi skilið spurninguna". Er það nema von að Framsóknarflokkurinn sé að mælast með 8% fylgi? Það er kominn tími til að losa sig við íhaldið og B-deildina úr ríkisstjórn með sína 19. aldar atvinnustefnu og hleypa ferskum hugmyndum að. Þess vegnamun fólk kjósa X-V í vor.

Könnun: 58% vilja stóriðjustopp 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Hlynur

Það sem Jón er að benda á er að það er nokkur munur á hvort að spurt er um stóriðjuhlé eða stóriðjustopp. Þessi könnun bendir til þess að 58% þjóðarinnar séu sammála Samfylkingunni en ekkert um hverjir eru sammála VG eða Íslandshreyfingunni. Spurningar í könnunum eru bæði leiðandi og skoðanamyndandi og því er það rangnefni hjá fréttamönnum að segja að 58% vilji stóriðjustopp þegar spurt var um stóriðjuhlé. Orðið stopp felur það í sér að það er stoppað og jafn líklegt að setið verði í sama farinu til frambúðar á meðan orðið hlé gefur til kynna tímabundið ástand.

Þú vilt fá pásu frá 19 aldar atvinnustefnu segiru. Fáum við þá áætlunarbúskap frá fjórða áratugnum í staðinn? Get séð Steingrím fyrir mér að kynna fyrstu fimm ára áætlunina. Fæ reyndar smá hroll.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 7.4.2007 kl. 13:10

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er það ekki nokkuð dæmigert þegar sumum stjórnmálamönnum líkar illa við niðurstöður úr könnunum að þeir dragi í efa að spurningin hafi verið rétt orðuð eða hún verið leiðandi?  Það er amk. mín reynsla

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2007 kl. 20:08

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðilega páksa kæri Hlynur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.4.2007 kl. 21:38

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

28% eru "frekar hlynnt" hlé á stóriðju

30% eru hlynnt stóriðjustoppi.

Hér er stór munur á, minn kæri Hlynur.

Annars er ég vinur verkafólks og vill endilega að fleiri störf bjóðist í verksmiðjum líka. Á sem bestum kjörum. Það getur varla verið minna uppbyggjandi en sita á sama stað allann daginn og ýta á einhvern takka. Eins og tölvuþrælar eru fastir í.

Ólafur Þórðarson, 7.4.2007 kl. 23:31

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Gleðilega páska öll. Guðmundur, eins og Slembinn einstaklingur bendir skemmtilega á er enginn að tala um stopp til framtíðar. Vinstri græn vilja að nú verði gert hlé á stóriðju og skoðað hvert skal halda áður en rokið er í að byggja og lofa fjórum álverum eins eru á teikniborðinu (Helguvík, Húsavík, Þorlákshöfn og nú Vatnsleysuströnd). Það er ekki hægt að útiloka neitt í framtíðinni en stóriðjustopp þýðir að nú verði gert hlé á stóriðjuframkvæmdum í a.m.k. 5 ár eða þar til rammaáætlun um nýtingu vatntsafls er tilbúin. Stóriðjan er gamaldags atvinnustefna. 19. öldin var öld iðnbyltingarinnar, sú 20. tækniframfara og sú 21. verður öld skapandi hugsunar. Ríkisstjórn flokkanna sem kenna sig við "framsókn og sjálfstæði" hefur einmitt verið með áætlanabúskap og úreltar aðferðir við að ákvarða hvar stóriðjurnar eigi að rísa. Vinstri græn vilja að stjórnvöld undibúi jarðveginn þar sem allskonar iðnaður dafnar, þjónusta og verslun og ekki síst að hugvit einstaklinga og hjá fyrirtækjum fái að blómstra! Þetta er atvinnustefna sem vit er í, Guðmundur.

Og kæri Þrymur, klisjan um að við séum að bjarga heiminum með því að taka alla meingandi sóriðju til okkar er út í hött. Aðeins örlítið brot af virkjanlegri vatnsorku er á Íslandi, það er staðreynd. T.d. í Afríku er til 1000 sinnum meir virkjanleg vatnsorka en hér. Ástæðan fyrir því að hér er virkað er sú að við eigum ekkert jarðefnaeldsneyti (kannski sem betur fer) en hjá öðrum þjóðum hefur frekar verið litið til kjarnorku þó að nóg sé af ám sem hægt væri að virkja, það þarf bara að fórna svo miklu til að hægt sé að virkja vatnsaflið. Ég er mjög hlynntur rennslisvirkjunum og að orkan sé nýtt á skynsamlegan hátt en ekki seld fyrir slikk til meingandi álvera. Auk þess er ekki gott að setja öll eggin í sömu körfuna eins og ríkisstjórnarflokkarnir hafa verið að gera. Veffari bendir á að 30% eu mjög hlynnt stóriðjuhléi og önnur 28% frekar hlynnt. Þetta eru glæsilegar niðurstöður, sérstaklega þegar litið er til þess að aðeins 14% eru mjög á móti stóriðjuhléi!

Svo tek ég undir með Jenný og Jórunni og auðvitað þeim Slembna. Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 8.4.2007 kl. 08:35

6 Smámynd: Ár & síð

Gleðilega páska. Það athyglisverðasta við orð Jóns var kannski það að hann gerði engan greinarmun á iðnaði og stóriðju og virtist slá því öllu saman. Það er undarlegt í ljósi þess að maðurinn er ráðherra iðnaðarmála.

Ár & síð, 8.4.2007 kl. 10:49

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Vegir Jóns Sig. eru órannsakanlegir og það er re´tt ábending að það er einkennilegt að iðnaðaráðherra skuli segja að stóriðjustopp skuli þýða stopp á allan iðnað í landinu. Annað hvort er hann að snúa illa útúr, slá ryki í augu fólks eða hann fattar ekki neitt!

Rétt Þrymur að það væri gott að leggja höfuðið í bleyti og koma með skapandi lausnir. Það höfum við Vinstri græn reyndar gert og lagt fram margar góðar tillögur á þingi um stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki, nýungar og sprotafyrirtæki og að efla atvinnusköpun um allt land. Þetta kemst vonandi í framkvæmd ef fólk eins og þú kýst okkur þann 12. maí. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 8.4.2007 kl. 15:13

8 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Hlynur

Þú heldur áfram að skreyta VG með stolnum fjöðrum. Þú getur kíkt í hvaða orðabók sem er og séð að stopp er ekki það sama og hlé. Könnunin er því stuðningsyfirlýsing við Samfylkinguna eins og ég sagði að ofan.

Þú ert væntanlega búinn að hlaupa um víðann völl á Vestfjörðum með öll sprotafyrirtækin sem þú ætlar að styðja Hlynur. Vestfirðingar báðu einmitt andstæðinga virkjana um liðveislu fyrir allnokkrum árum til að halda Vestfjörðum stóriðjulausum. Liðveislan var slík að fólksflóttinn hefur trúlega aldrei verið meiri og störfin aldrei færri.

Ég hef reyndar eina góða hugmynd um atvinnusköpun. Ég sé enga praktíska ástæðu fyrir því að listamenn þurfi allir að koma sér fyrir í 101 Reykjavík. Ég gæti vel séð þá fyrir mér á Þingeyri eða á Suðureyri. Þar væri hægt að byggja kaffihús fyrir þá og heildsölu á striga og trönum. Þetta myndi skapa atvinnu við þjónustu með tilheyrandi ruðningsáhrifum og kanski yrði svolítið hipp og kúl að búa úti á landi. Til að koma þessu í kring væri hægt að skilyrða listamannastyrki við að menn byggju í Vestur Ísafjarðarsýslu td. 

 Slembnum vil ég benda á að ég geri hlé á akstri mínum þegar ég þarf að fylla á eldsneyti eða hvíla lúin bein en stöðva ferð mína þá fyrst er á áfangastað er komið. Síðan eiga sumir bíla sem eru jú þannig að þegar þeir stoppa á rauðu ljósi þá er alls óvíst að þeir fari af stað aftur. Sem betur fer er gamli gráni minn ekki kominn með þá veiki ennþá þeas. VG veikina.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 9.4.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband