Leita í fréttum mbl.is

Biskupinn varar við umhverfisvá - Stjórnarsinnar froðufella

biskupinnStundum þegar biskupinn predikar leggja menn við hlustir og nú virðist hann hafa hitt naglann á höfuðið þegar hann talar um umhverfisvá og það að áherslan á endalausar framfarir sé tál og þá tryllast margir stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna. Maður þarf ekki annað en að lesa bloggfærslur nokkurra froðufellandi stjórnarsinna hér á moggablogginu til að staðfesta þetta. Það skyldi nú ekki felast sannleikskorn í þessum orðum Karls Sigurbjörnssonar? Og það hittir greinilega á veikan blett bloggaranna. Séra Karl segir meðal annars: "Við þurfum að hlusta eftir því og taka mark á, þegar sífellt fleiri upplýsingar benda til að framtíð lífs á jörðu sé ógnað af manna völdum. Við göngum freklega gegn lífríki jarðar með græðgi okkar og yfirgangi og rányrkju. Við erum að uppskera ávexti blindrar og guðlausrar tæknihyggju og manndýrkunar. Engin algild gildi né lögmál virðast lengur virt, allt er falt, rétt og rangt er einungis álitið afstætt. Eða öllu heldur, aðeins aflsmunur. Hinn auðugi og sterki hefur rétt fyrir sér. Þetta er skelfileg lygi sem leiðir til glötunar, upplausnar samfélags og menningar. Boðskapur fagnaðerindisins er köllun til iðrunar og afturhvarfs."

Það er mikið til í þessum orðum og í raun þörf ábending til okkar allra. Séra Karl segir einnig: "Til að hamla gegn aðsteðjandi umhverfisvá þarf samstillt átak hinna mörgu. En umfram allt þurfum við öll að horfa í eigin barm og endurmeta lífsstíl ágengni og sóunar og temja okkur lífsstíl hófsemi og hógværðar. Við verðum að fara að horfast í augu við að draumar okkar og framtíðarsýnir séu ef til vill byggðar á kolröngum forsendum. Að áherslan á endalausar framfarir, sívaxandi auð og velsæld, mátt hins hrausta, sterka og stælta, er tál. Á móti kröfum hátækni og háhraða og hámörkun afkasta og ágóða, þarf að koma vægi alúðar og umhyggju fyrir lífinu, landinu, náunganum, ungviðinu veika og brothætta."

Ég veit ekki af hverju sumir stjórnarsinnar eru svona reiðir yfir þessari ræðu en það er ef til vill skiljanlegt að það sé kominn kosningaskjálfti í menn en samt alger óþarfi að bregðast illa við. Hér er hægt að lesa alla predikun biskupsins og bloggfærslur hinna reiðu bloggara má finna til hægri við fréttina á mbl.is. Gleðilega páska. 


mbl.is Áherslan á endalausar framfarir er tál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli viðbrögð stóriðjusinnanna sé vegna þess að flótti sé að bresta á í liði þeirra. Á síðustu metrum ríkisstjórnarinnar. Þá er gripið til gamalkunnra aðferða Davíðs, Jóns Steinars, Hannesar H og fl. að úthrópa og gera alla tortryggilega sem eru á öndveðri skoðun.

BK. 

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 20:07

2 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Froðufellandi stjórnarsinnar! Jaaahá, ég fékk nú ælupest nýlega en það var af líkamlegum orsökum en andlega hliðin er í góðu jafnvægi.  Kalli raskar ekki ró minni hann hefur sínar skoðanir eins og allir aðrir. Þeir sem raska andlegri ró minni eru VG því þær gætu náð raunverulegum völdum og það er ekki bjart yfir slíkri framtíð. 

Biskup, og mér heyrist þið í VG dýrka hans orð, talar um rányrkju gott og vel það er ekki til eftirbreytni. Enda eru þjóðir heims að reyna allt hvað þær geta að auka notkun á endurnýtanlegum orkugjöfum. markmið íslendinga er því göfugt og í anda guðanna að  stuðla að  heilbrigði orkunýtingu. Annar merkismaður er forseti vor og han var í viðtali á Stöð 2 í dag og fjallaði þar um ferð sína til USA og hve mjög þeir og aðrar þjóðir öfunda okkur af okkar frábæra hreina skerf til umhverfsmála sem nýting vatnsorkun og jarðhita felur í sér.

Svei mér þá ég danda trylltan gleðidans að  alla daga yfir því hve lánsamir við íslendingar erum að eiga alla þessa hreinu orku.  Að hugsa sér við getum margfaldað orkuframleiðslu okkar og þjóðir heimsins öfunda okkur af okkar möguleikum.  Ísland er gott og gjöfult land og landsmenn ótrúlega framsýnir er kemur að orkumálum.

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 9.4.2007 kl. 01:07

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sveinn minn Ólafsson og Valdimar líka. Til að forða misskilningi er ég ekki vinstri grænn og ekki heldur stuðningsmaður Ómaríu. Ekki er ég heldur maður kirkju og kennimanna. En ég tek undir flest það sem ármenn þessara umræddu hópa segja um nátttúruvernd og umhverfismál. Nú ætla ég að snúa máli mínu að heimskunni.

Ég er á móti því að tala um heimskt fólk en ég trysti mér til að tala um heimska boðun og heimsk viðhorf. Náttúruvernd snýst um virðingu fyrir lífi og fólki. Mannlíf þarf umgerð. Umgerð mannlífsins er allt sköpunarverkið og þá erum við komin að þeim vanda sem við mennirnir stöndum frammi fyrir með að samþætta þarfir okkar og þann akur sem nærir okkar þarfir. Ef við keyrum uppskeruna áfram með ítrustu getu og ökum síðan öllum úrganginum inn á eitt hornið á akrinum og jafnvel úrganginum frá okkur sjálfum þangað líka þá myndast vandamál.

Eftir ákveðinn tíma þrengist akurinn og að lokum fyllist hann alveg af úrgangi. Þá versnar í því. Eigum við þá eitthvert land eftir fyrir annan akur? Kannski- kannski ekki.

Einu sinni skrifaði vitur maður á þessa lund: "Ef bóndi býr á jörð eingöngu í því augnamiði að græða á því peninga, er hann undir eins búinn að breyta öllum nytjum hennar í peninga, og gera hana að flagi. En ef hann býr á jörð til þess að græða jörð bætir hann jörð sína alltaf í ábúð sinni, og hún skilar honum alltaf meiri og meiri arði og þægindum í ábúðinni.

Hann gerir hvorttveggja í senn, að búa í haginn fyrir eftirkomendur sína og helga sögu þeirra sem á undan honum bjuggu. Mannkynssagan er ónýt ef mennirnir hætta að vera menn". 

Mér finnst hún alltaf athygliverð og dálítið skemmtileg þessi ályktun um mannkynssöguna.

Ég held að mikið af kennisetningum hagfræðinnar séu mannlífinu ekki hollar, né heldur því umhverfi sem nærir það. Og ég held líka að það sé varasamt að brúka stærðfræðiformúlur til að reikna út ábata af fólki. En þess ber að geta að ég bý ekki að prófum frá neinum skóla.

Mér er skylt að geta þess að tilvitnun mín hér ofar er tekin úr bókinni Íslenski bóndinn og rituð af höfundinum Benedikt Gíslasyni frá Hofteigi á Jökuldal.

En nú fer að vora um Skagafjörð.

Árni Gunnarsson, 9.4.2007 kl. 09:07

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég verð nú að segja að ég les biskupinn þannig að hann sé sammála stefnu núverandi stjórnmála, bloggaði um það hér

Gestur Guðjónsson, 9.4.2007 kl. 17:06

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Dharma! (ég vona að ég hafi stafað nafnið rétt.) Tók ég ekki rétt eftir að þú nefndir persónudýrkun? Það er nú það. Ég man nú ekki eftir nema einu slíku fyrirbæri í íslenskum stjórnmálum seinni tíma. Man þó ekki alveg hvar það var. En svoleiðis dýrkun hlýtur að vera aldeilis afleit. En segðu mér þarna darmur, garmur eða hvað þetta nafn er nú. Erþað ekki alveg ægileg þjáning að hafa svona mikið að segja en búa við þá voðalegu tjáningarfötlun að vera eiðbundinn sjálfum sér um nafnleynd?

Alúðarkveðjur.

Árni Gunnarsson, 9.4.2007 kl. 18:07

6 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Það er alveg undarlegt að lesa einhverja flokkspólitík inní prédikun biskups. Hann er ekki, ég endurtek, hann er ekki að þjóna hagsmunum einhverra stjórnmálaflokka. Pólitíkusar geta svo sem reynt að lesa sína stefnu inní prédikun biskups, en sú tilraun kemur alltaf til með að mistakast, því biskupinn þjónar aðeins einum herra. Þess vegna er það óneitanlega nokkuð broslegt þegar Gestur Guðjónsson heldur því fram að biskup sé "sammála stefnu núverandi stjórnvalda".

Guðmundur Örn Jónsson, 9.4.2007 kl. 22:20

7 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Umræðan hérlendis tekur náttúrulega ekki nokkru tali. Aðrar þjóðir öfunda okkur af okkar hreinu orkulindum - vatnsorku og jarðvarma.  Þær sitja uppi með kol, olíu, kjarnorku og annað sem eru eins umhverfislega neikvætt og hugsast getur.   Við eyðum ómældri orku í að puðrast endalaust um hvor klosturinn sé nú verri vatnsorka eð jarðvarmi.  Svo kemur einhver Biskup og blessar liðið fyrir að vera svona mikið á móti. 

Ég skil ekki íslendinga lengur.

kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 10.4.2007 kl. 00:31

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært hjá biskupnum, ætla að lesa ræðuna hans. 

ljós til þín kæri hlynur

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 07:28

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir allar athugasemdirnar, þó að þær séu nú misskemmtilegar. Kristni vil ég benda á að Samtök hernaðarandstæðinga lifa góðu lífi og halda úti frábærri heimasíðu friður.is Og sem betur fer eru ekki allir búnir að tapa húmornum þó að íslenskir hægrimenn séu búnir að tapa sér. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 11.4.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.