Leita í fréttum mbl.is

Allt að gerast

VG-S-1-Atli_Gislason_055VG-S-2-Alma_Lisa_Jott_009VG-S-3-Ragnheidur_Eiriksdottir_050

Það hrúgast inn kannanir þessa dagana og öllum ber þeim saman um að Vinstri græn verða sigurvegarar kosninganna í vor. Atli Gísla stóð sig frábærlega á Stöð 2 áðan og Alma Lísa bloggvinkona er á leið á þing. Gaman væri ef Heiða einnig bloggvinkona færi með Atla og Ölmu inn. Þetta er frábært.


mbl.is Stóraukið fylgi VG í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Lísa Jóhannsdóttir

Þetta er alveg frábært Hlynur. Mikil gleði með kannanir dagsins. Græna framtíð framundan! Bendi líka á tilraunarblogg á Vísi: blogg.visir.is/alma - dálítið gaman að vera þar líka!

Alma Lísa Jóhannsdóttir, 11.4.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Steinarr Bjarni Guðmundsson

Meiriháttar - Gaman að Heiða skuli vera í baráttusætinu. Hún á eftir að standa sig vel á þingi.

Steinarr Bjarni Guðmundsson, 11.4.2007 kl. 22:58

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Það yrði alger draumur ef Heiða kæmist inn :-) En hún verður allavega varaþingmaður. Æðislegt :-)

Kristján Kristjánsson, 11.4.2007 kl. 23:08

4 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Þetta er frábært og takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn. Það er skemmtilegt líka. Áfram VG.

Guðrún Olga Clausen, 12.4.2007 kl. 00:00

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég er ansi hræddur um að það sé til lítils að fagna stórauknu fylgi VG, ef það er raunin að flokkurinn ætli að nota væntanlegan kosningasigur til að hlaupa í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, eins og þrálátur orðrómur er um.

Jóhannes Ragnarsson, 12.4.2007 kl. 07:36

6 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já þetta er flott könnun þarna, og það væri nú bara brilliant ef við næðum Heiðu inn, þá væri kominn þingmaður fyrir Suðurnes  En miðað við þessa stöðu er VG eini flokkurinn sem nær konu inn og við getum verið stolt af því.

Sædís Ósk Harðardóttir, 12.4.2007 kl. 09:28

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Góðir félagar:

Nú er réttur mánuður þangað til Íslendingar ganga til þingkosninga. Óskandi er að þessi yrði niðurstaðan að VG næði 2-3 þingmönnum í kjördæmi hverju! En reynslan hefur sýnt að Framsóknarflokkurinn nær alltaf að bíta sig töluvert áfram á síðustu dögunum og þá með feiknarmiklum áróðri enda virðist vera digrir kosningasjóðir á þeim bæ. Auðvitað væri besti draumurinn að aðeins landbúnaðarráðherrann núverandi nái kosningu fyrir þann feyskna flokk! Þá mætti segja að þar fari síðasti framsóknarmaðurinn sem Guðni er!

Eftir þann mikla og góða byr sem við VG höfum fengið í umhverfisvænu seglin okkar megum við líta dálítið bjartsýn fram á veginn: Við höfum mjög góðan málstað fram að færa og berjast fyrir sem aðrir stjórnmálaflokkar verða að læra smám saman að virða og taka betur tillit til!

En við skulum einnig hafa hugfast að ekki verður auðvelt að taka þátt í að stýra þjóðarskútunni eftir næstu kosningar: víða er hún lek og  sums staðar eru seglin bæði slitin og lúin. Við þurfum að koma fjármálum í gott horf en í óefni stefnir m.a. vegna óheftra stóriðjuframkvæmda sem betur hefði verið að fara varlegar í. Ýmislegt bendir til að Íslendingar eigi von á háum fjárútlátum vegna bjartsýnisvirkjunarinnar eystra enda fer fjarri að öll kurl séu komin til grafar. Þessu mikla fé hefði betur verið varið í þágu okkar sjálfra: við þurfum að bæta skólakerfið og heilbrigðiskerfið, rétta hag aldraðar og þeirra sem minna mega sín í samfélaginu!

Og gangi ykkur allt í haginn á lokasprettinum.

Kveðjur frá hliðarlínunni í Mosfellsbæ:

Mosi

alias

Guðjón Sigþór Jensson, 12.4.2007 kl. 11:03

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við í VG tökum kosningarnar með VINSTRI.  Takk fyrir pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 13:27

9 Smámynd: Karl Tómasson

Já. Ég tek undir orð félaga míns í Mosfellsbænum keep on rocking.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 12.4.2007 kl. 22:11

10 Smámynd: Jens Guð

  Það eru virkileg ánægjutíðindi ef Heiða nær inn.  Jafnvel þó ekki væri nema sem varamaður.  Ég hef fylgst með henni alveg frá því að hún var kölluð Heiða (pönk) trúbador.  Frábær karakter. 

Jens Guð, 15.4.2007 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband