Leita í fréttum mbl.is

Afnemum launaleynd

forsidubox Það er hið besta mál að votta jöfn laun hjá fyrirtækjum og greinilega eitt og annað að gerast í félagsmálaráðuneytinu þó að það sé ansi seint á ferðinni. Það er líka afar mikilvægt að afnema launaleyndina til að koma á jafnrétti í launum og gott að Samfó er að átta sig á þessu stefnumáli Vinstri grænna. Það er hinsvegar ljóst að innan Sjálfstæðisflokksins eru öfl sem vilja halda í leyndina og misvægið og þar er barist fyrir viðhaldi launaleyndar. Enn ein ástæðan til að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn.

Hér eru svo hnitmiðaðar áherslur VG í kvenfrelsismálum af xv.is

Jöfn staða kynjanna er forsenda fyrir farsælu samfélagi. Það er forgangsmál að afnema kynbundinn launamun og bæta kjör láglaunastétta þar sem konur eru fjölmennar. Styrkjum Jafnréttisstofu og umbunum fyrirtækjum sem ná árangri í jafnréttismálum. Brjótum upp kynjakerfið og leiðréttum kynbundið misrétti. Tryggjum með löggjöf að kynfrelsi kvenna verði virt, kaupendur kynlífsþjónustu sæti ábyrgð og þeir sem beita heimilisofbeldi verði fjarlægðir af heimilum í stað fórnarlambanna. Virkjum karla í kvenfrelsisbaráttunni, því kvenfrelsi er sameiginlegt verkefni beggja kynja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

En hvað með kjör láglaunastétta þar sem konur eru ekki fjölmennar? Eiga þær að sætta sig við að éta það sem úti frýs?

 Á svo í þokkabót að reyna að telja manni trú um að það séu vinstrimenn sem setja saman svona kræsingar?

Jóhannes Ragnarsson, 16.4.2007 kl. 22:09

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála, sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 09:51

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það á auðvitað að bæta kjör allra láglaunastétta og staðreyndin er sú að konur eru oft fjölmennar í þessum störfum. Þess vegna er bent á þetta sérstaklega Jóhannes. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 17.4.2007 kl. 13:08

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú segir nokkuð Hlynur. Samkvæmt orðanna hljóðan er talað um að ,,bæta kjör láglaunastétta þar sem konur eru fjölmennar", fyrst annað er ekki tekið fram má ætla að ekki sé þörf að bæta kjör láglaunastétta þar sem karlmenn eru fjölmennir. Staðreyndin er hinsvegar að kjör láglaunastéttarinnar eru óviðunandi og þar eru konur og karlar undir sama hatti. Eftir því sem ég best veit, er launamunur milli kynja hverfandi í verkalýðsstétt, hinsvegar hef ég oðið mjög mikið var við lítin áhuga stjórnmálaflokkana á þessari stétt, sem telur milli 40-50.000 manns, ef miðað er við félagafjölda í Starfgreinasambandi Íslands. Þá er ég ekki lítið undrandi á áhugaleysi vinstriflokkana á séttarbaráttu, þegar litið er til þess að vinstriflokkarnir eru, hvað sem hver segir, sprottnir upp úr stéttarbaráttu og verkalýðshyggju. Í staðin fyrir að vera trúir uppruna sínum, leggja vinstriflokkarnir mest upp úr einhverskonar efri-millistéttar kvennabaráttu, sem hefur birtst fólki í ýmsum kynlegum myndum. Ég er svo gamaldags, að vera þeirrar skoðunar, að vinstrflokkarnir hafi engan veginn staðið sig gagnvart verkafólki og þurfi virkilega að taka sér tak í þeim efnum. 

Jóhannes Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 19:01

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Launaleynd og bann? Með launaleyndinni er fólki bannað að segja frá því hvað það hefur í laun - launaleyndin elur á sundrungu og er ekki viti borin út frá markaðssjónarmiði, segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur á Bifröst, þar sem hún getur leitt til þess að það séu alls ekki hæfustu einstaklingarnar sem fái bestu launin, því að það á að vera hægt að umbuna þeim á gagnsæjum forsendum sem ekki krefjast leyndar.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.4.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband