Leita í fréttum mbl.is

Næsti forseti Frakklands

segolene Ég ætla rétt að vona að frakkar brjóti blað og kjósi glæsilega konu með hugsjónirnar á hreinu sem næsta forseta. Auðvitað er Segolene Royal ekki fullkomin en hún er miklu miklu frambærilegri en Sarkozy og það væri gæfuspor fyrir Frakkland ef hún yrði kosin forseti í seinni umferðinni. Hún er ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hún ávarpaði stuðningsfólk sitt í kvöld og sagði meðal annars: "Mörg okkar, burtséð frá því hvað við kusum í fyrri umferðinni - viljum ekki að Frakklandi sé stjórnað af lögmálum hinna sterkustu eða þeirra ófyrirlitnustu, þeirra samansaumuðustu sem einungis hugsa um fjárhagslegan ávinning og safna valdinu á hendur fárra." og ennfremur: "Ég hvet alla þá sem vilja skipa mannúð ofar verkbréfamarkaðinum, alla þá sem vilja binda enda á óöryggið og forherðinguna til að sameinast." Orð sem eiga einnig við hér á landi.


mbl.is Royal hvetur andstæðinga peningahyggjunnar til að sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þínir villtustu draumar munu nú ekki rætast, hvorki í Frakklandi né á Íslandi. Svo geturðu spurt Ingibjörgu Sólrúnu hvað var á botni öskju Pandoru. Ef hún er ekki viss, geturðu spurt Ögmund; hann veit það ábyggilega. 

Gústaf Níelsson, 26.4.2007 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.