Leita í fréttum mbl.is

Flott útsýni hjá Jónsa og Ingu á Manhattan

manhattanEr þetta ekki annars útsýnið úr íbúð Jóns Ásgeirs og Ingubjargar Pálma? Var ekki Einar Falur í þakíbúðinni þeirra að taka myndir yfir Manhattan og Gramercy Park? Ég hefði líka splæst í þessar tvær hæðir ef ég hefði haft efni á því. En kannski ekki eitt svona miklu í afmælisveisluna mína. Vonandi eru þau með einhverja sem þrífa þessa 650 fermetra því ekki myndi ég nenna að ryksuga og skúra allt. Nóg að skúra stofugólfið hérna á henni Akureyri aðra hvora viku og ryksuga alla stigana. Annars erum við að leita okkur að íbúð til að leigja í Berlín því við vorum að missa herbergið okkar þar í borg. Max leiga er 20.000 á mánuði með hita. Kannski bjartsýni en það þarf ekki að vera svona flott útsýni yfir á Alexanderplatz, Mitte, eða Tiergarten. Við sættum okkur við vegg nágrannana. En ef ég hefði efni á því þá myndi ég kaupa heila hæð, eða bara tvær.

mbl.is Fjallað um fasteignakaup Jóns Ásgeirs í New York Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þessi mynd er útsýni yfir Central Park. Horft í Austur. En hvernig er þetta. Af hverju er svona merkilegt ef einhver kaupir sér íbúð einhvers staðar?

Ólafur Þórðarson, 28.4.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Hlynur Þór Magnússon, 29.4.2007 kl. 01:56

3 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Vefari! Það er sko merkilegt að eigandi lágverðs verslunar, sem

er á markaði með 300000 mans (svona eins og býr við eina götu í

erlendri borg) og segist hafa 5% álagningu (í jafn hárri verðbólgu),

leggi út í íbúðarkaup af þessari stærðargráðu. Svo merkilegt að sjálft

New York Times telur það fréttnæmt.

Leifur Þorsteinsson, 29.4.2007 kl. 10:14

4 identicon

Jón Ásgeir á aðeins fleiri verslanir en Bónus.

En samt athyglisverð ábending á hugmyndir þeirra um eigið ágæti og verðlagningu.

Auðvitað eru þeir að reka þessar verslanir til að hagnast. 

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 12:48

5 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Var það ekki Rokefeller sem sagði.Það er engin vandi að vera

milli, það sem er erfitt er að eignast fyrstu miljónina, og hvaðan

kom hún svo. Íslensk milljón nær ekki 5% af þeim útlensku.

Leifur Þorsteinsson, 29.4.2007 kl. 14:02

6 Smámynd: Júlíus Valsson

N.Y. er fremur þreytandi til lengdar. 

Júlíus Valsson, 29.4.2007 kl. 16:22

7 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Þetta er ekki útsýnið sem Jón og Ingibjög fá... Þau sjá ekki Central Park þar sem þau munu búa. 50 Gramercy Park North er í töluverðri fjarlægð frá Central Park... En þau munu sjá trén í húsagarðinum sínum...

Hallgrímur Egilsson, 29.4.2007 kl. 18:47

8 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Lágverðs verslanir eru gróðavænlegasti bisnissinn. Þar selurðu sem mest með minnstri álagningu, magnið gerir þér upp muninn. Mikið af þessum keðjum eru líka í stöðu til að þvinga framleiðendur til að lækka vöruverð því ALLIR vilja kaupa hjá lægstbjóðanda og hinir dýrari farnir á hausinn. Það sem neytendur skilja víst seint er að það ódýrasta er ekki endilega það besta. Kaupmaðurinn sem eigandinn á horninu er með meiri metnað með einstakar vörur en starfsmaður á lægstu launum á leið í næsta láglaunastarf. En menn selja með ódýra verðinu. Þannig að málið er frekar þannig umræður, ekki endilega hvaða tryllitæki milli kaupir. Annað er að svona íbúðakaup eru til þess fallin að hækka almennt verð á markaðnum, ólíkt aðferðinni á hinum endanum

Svo Júlíus, Manhattan er þreytandi, reyndar er hún það. Það er svo mikið um að vera að maður verður dauðþreyttur á að halda sér við efnið.

(Kveðja frá nágranna Jóns Ásgeirs)

Ólafur Þórðarson, 29.4.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband