Leita í fréttum mbl.is

Gullpálminn til Rúmeníu

Cristian.MungiuÞað mætti halda að þetta væri samsæri austurblokkarinnar. Allt svindl og svanárí...? Reyndar ekki, frekar en annarsstaðar, heldur er myndin 4 Luni, 3 Saptamini si 2 Zile (4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar) sennilega bara afar góð mynd og á þennan Gullpálma fyllilega skilinn. Til hamingju Cristian Mungi með myndina og pálmann. Myndin gerist í Rúmeníu seint á níunda áratugnum segir frá tveimur vinkonum sem leita allra leiða til að koma annarri þeirra í ólöglega fóstureyðingu. Löng skot einkenna víst myndina og eru hennar aðal sjarmi auk aðalleikkonunnar, Anamaria Marinca, sem heldur myndinni uppi með mögnuðum en hófstilltum leik samkvæmt lýsingum Birtu Björnsdóttur í Cannes. Aðdráttarafl myndarinnar felst ekki síður í þeirri yfirvofandi eymd sem áhorfandinn skynjar allan tímann án þess að verið sé að velta sér uppúr því dapurlega. Umsögn tyrkneska rithöfundarins og Nóbelsverðlaunahafans Orhan Pamu lofar góðu en hann segir „Þetta er alveg ótrúlega falleg mynd og maður naut hverrar sekúndu við að horfa á hana. Við vorum næstum öll á einu máli um, að þetta væri besta mynd hátíðarinnar.”
Vonandi fáum við að sjá myndina hér uppfrá fljótlega sem kærkomna hvíld frá Hollywoodvellunni. Mig langar auðvitað líka til að sjá myndina No Country For Old Men þeirra Coen bræðra en mér fannst ansi slappt af þeim að mæta ekki á lokaathöfnina þó að þeir hafi ekki hlotið gullið að þessu sinni. En kannski komust þeir bara ekki eða vissu ekki að Jane Fonda myndi mæta til að afhenda verlaunin og fara í smá leikfimi. Synd að missa af þessu.


mbl.is Fagnað þegar tilkynnt var að gullpálminn færi til Rúmeníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.