Leita í fréttum mbl.is

Svíar sýna fordæmi: sleppum þessum "fegurðarsamkeppnum"

steriEnn og aftur ganga Svíar á undan með gott fordæmi. Sleppa því að senda fulltrúa á þessa hallæris "keppni" kennda við fegurð. Annar vinkill á málið er keppnin sem haldin var á Ísafirði með raunverulega fallegu fólki. Þar sem allt snérist ekki bara um útlit og að ganga á palli í bikini. Í frétt á ruv.is segir: 

"Svíar hafa ákveðið að senda ekki fegurðardrottningu sína í keppnina um fegurstu konu heims, Miss Universe, sem fer fram í kvöld i Mexíkó. Ástæðan er sú að Svíar telja að keppnin lítillækki konur.

Umboðsmaður sænsku keppninnar hefur einnig breytt um aðferð til að hafa uppi á fegurstu konu landsins. Hin hefðbundna sýning þar sem keppendur ganga um á sviði í baðfötum og kvöldkjólum heyrir sögunni til. Þess í stað geta stúlkur sótt um að verða fegurðardrottning, rétt eins og hvert annað starf. Þar af leiðandi þykir það ekki hæfa fyrir ungfrú Svíþjóð, Isabel Lestapier Winqvist, að taka þátt í keppninni í kvöld, þar sem þeir mælikvarðar sem þar er notast við séu ekki lengur í gildi í heimalandi hennar."

Til hamingju með þetta Svíar! Vona að fleiri þjóðir fylgi í kjölfarið t.d. við Íslendingar. Ég læt svo fylgja mynd af einhverjum voða fallegum sterabolta.


mbl.is Ungfrú Alheimur krýnd í Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þessi sterabolti hræðir mig en svíar hafa alltaf verið kúl. Hvernig datt þeim þetta eiginlega í hug? 

halkatla, 29.5.2007 kl. 12:28

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Hvers vegna má fólk ekki gera það sem það langar? Ef stelpum langar að ganga um í sundbolum í fegurðarsamkeppnum, er það bara hið besta mál. Mér býður við sumum skoðunum Vinstri grænna, en ég skal vera fyrsti maðurinn til að verja rétt þeirra til þess að gera sig að fíflum. Það er þeirra val, rétt eins og það er val stúlknanna að gera sig að sýningargripum á sviði.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 29.5.2007 kl. 13:47

3 identicon

Auðvitað meiga þær keppa í þessu en það er á vldi fjölmiðla að dreyfa myndum af þeim út um allan heim og inn á öll heimili. Sterar eru dauðans alvara eins og anorexian.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 15:00

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekkert skrítið að Svíar fara í tugþúsundatali yfir til Danmerkur um hverja helgi...þar er ekki allt bannað.

Annars eru Svíar alltaf svolítið góðir með sig og Finnar hafa oft orðið varir við það. Finnskur kunningi minn sagði mér þennann: Afhverju vilja Svíar ekki fara til himnaríkis þegar þeir deyja? Vegna þess að þar getur ekki verið betra en í Svíþjóð!

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.5.2007 kl. 16:02

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gott hjá svíum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.5.2007 kl. 18:20

6 identicon

Það hlaut að vera að það væri eitthvað meira við þessa sögu en er hægt að lesa út úr fréttinni í Morgunblaðinu.

"Miss Universe" er fyrirtæki og þeir sem halda undankeppnirnar eru umboðsmenn móðurfyrirtækisins. 

Það eina sem gerist er að "Miss Universe" fær sér annan umboðsmann í Svíþjóð og "Miss Sweden" 2008 mun taka þátt í "Miss Universe". 

Fransman (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 21:22

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

En titillinn er samt fegurðardrottning Svía ..ekki satt..og hvernig getur fjarvera ekki fegurðardrottningu svía lýst einhverjum mótmælum í alheimsfegurðarsamkeppninni??? Það sem ég er að reyna að segja er að fröken Svergie hafði ekkert tilkall til að fara í keppnina þar sem hún er ekki "fegurðardrottning"..eða hvað? Bara skrítið mál allt saman...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 00:15

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Halldór Björn: Hvernig geturðu lesið út úr kommenti mínu að ég muni sakna fegurðasamkeppna? Ertu kannski að reyna að vera sniðugur?

Ég er hinsvegar alfarið á móti því að einhverjir besservisserar séu að segja öðru fólki hvað því er fyrir bestu. Það er engin hætta á því að einhver staðalímynd festist við konur út af þessu. Ef einhver neikvæð staðalímynd kvenna er til, þá er hún í hausnum á pokakerlingum og körlum sem eru látnir pissa sitjandi heima hjá sér. Ég ber allt of mikla virðingu fyrir konum til þess að þetta trufli mig.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.5.2007 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.