Leita í fréttum mbl.is

Orkuveitan tekin á beinið

433549AÞað er greinilega nóg að gera hjá dugnaðarforkunum í Saving Iceland. Þau benda á óhugnanlegar staðreyndir um álfyrirtækin Century-RUSAL og ALCAN-Rio Tinto sem tengjast hernaðar- og vopnaframleiðslu í heiminum. Þessi mótmæli fara mikið í taugarnar á sumum en Jóhann Björnsson skrifar skemmtilegan pistil um málið. Hér eru svo upplýsandi fréttatilkynningar frá Saving Iceland:

Fréttatilkynning
20. júlí, 2007

MÓTMÆLENDUR HEIMSÆKJA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR SAVING ICELAND: “STÖÐVIÐ ORKUFRAMLEIÐSLU FYRIR STRÍД

REYKJAVÍK – Í dag heimsótti trúðarher Saving Iceland höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1. Stuttu seinna fóru nokkrir mótmælendur hengdu þeir upp borða sem á stóð Vopnaveita Reykjavíkur. Saving Iceland krefst þess að O.R. stöðvi orkusölu til álfyrirtækjanna Century-RUSAL og ALCAN-Rio Tinto, en 30% framleidds áls fer til hernaðar- og vopnaframleiðslu (1).

Í morgun var ræðismannsskrifstofu Íslands í Edinborg lokað, þegar lásar voru límdir og rauðri málningu var hent á húsið með yfirskriftinni “Íslandi blæðir”. Á miðvikudag lokaði Saving Iceland veginum að álveri Century á Grundartanga.

Sem stendur er O.R. að stækka jarðvarmavirkjun sína við Hengil á Hellisheiði. Í umhverfismati vegna stækkunarinnar kemur fram að markmið stækkunnarinnar sé að koma til móts við kröfur stóriðjufyrirtækja með aukinni raforkuframleiðslu. Orkan sé aðallega ætluð stækkuðu álveri Century á Grundartanga og mögulega stækkuðu álveri ALCAN í Hafnarfirði og nýju álveri Century í Helguvík (2,3).

Stækkun álversins í Straumsvík hefur þegar verið hafnað í atkvæðagreiðslu og aðrar álversframkvæmdir á suðvestur horninu hafa ekki verið staðfestar. Sitjandi ríkisstjórn Íslands segist mæla gegn frekari álversframkvæmdum en samt sem áður er stækkun Hellisheiðarvirkjunnar í fullum gangi, verkefni sem mun kosta 379.06 milljónir dollara (2). Íslenska þjóðin hefur enn á ný verið blekkt. Þegar stækkuninni er lokið, verður fleiri álverum troðið upp á Íslendinga. Rafmagnið verður að selja til þess að borga upp lánin fyrir framkvæmdunum. Á sama tíma borga garðyrkjubændur tvisvar sinnum hærra gjald fyrir rafmagn en Century greiðir (4).

“Stór hluti framleidds áls fer beint til hernaðarstarfsemi Bandaríkjanna, Rússlands og annara landa. Ál er mikilvægasti undirstöðumálmur nútíma hernaðar, til framleiðslu t.d. skotvopna, skriðdreka, orrustuflugvéla og kjarnorkuvopna (5). Það er eins og hér á landi sé í gangi keppni um hvert af eftirfarandi fyrirtækum – ALCOA, ALCAN-Rio Tinto eða Century-RUSAL – hafi framið flest og stærst mannréttindabrot og umhverfisglæpi. Verðlaunin er ódýr íslensk orka. Enginn þessara böðla ætti að fá orku frá O.R.” segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.

Century er undirfyrirtæki Glencore, sem er þekkt fyrir vafasama samninga sína í tengslum við aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku, Sovétríkin og Írak undir stjórn Saddams Hussein (6,7). Glencore hefur sameinast RUSAL (8), sem gerir fyrirtækið að stærsta álfyrirtæki í heiminum. RUSAL, sem sér rússneska hernum fyrir áli, tekur á beinan hátt þátt í stríðinu í Tjetsetníu, með framleiðslu á sprengjum og skotvopnum úr áli. Að minnsta kosti 35 þúsund óbreyttir borgarar hafa látið lífið vegna þeirra átaka (9,10). Wayuu indjánar og bændur í Kólumbíu voru nýlega stráfelldir vegna námustækkanna Glencore (11).

433550AUmhverfisáhrif Hellisheiðarvirkjunnar.

Stækkun Hellisheiðarvirkjunnar er langt í frá eins umhverfisvæn og O.R. heldur fram. Heitu og eitruðu, afgangsvatni er annað hvort dælt aftur í borholurnar (líkt og á Nesjavöllum), sem eykur líkur á jarðskjálftum á þessu virka svæði. Eða því er veitt í læki og vötn, en það kann að gjöreyða mikilvægum vistkerfum.

Norðurhluti Þingvallavatns er þegar líffræðilega dauður vegna samskonar framkvæmda og kallar það á að vatnið verði verndað strax. Ferðamannaiðnaður mun einnig skaðast á framkvæmdunum því röskun á neðanjarðarflæði leiðir til breytinga á hreyfingu grunnvatns. Það hefur í oft för með sér uppþornun heitra hvera og mengun yfirborðsvatns. (12,13)

Fjórar fuglategundir af válista Náttúrufræðistofnunnar Íslands verða fyrir neikvæðum áhrifum; fálki, grágæs, straumönd og hrafn (14).

ENDIR

Nánari upplýsingar:
http://www.savingiceland.org
Phone: Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, (+354) 8480373

Heimildir:

1. Bauxite and Aluminous Laterite. (2nd edition), London: Technical Press. R. Graham, 1982, p. 250.
2. European Investment Bank, http://www.eib.org/projects/pipeline/2007/20070057.htm
3. VGK, Environmental Impact Assesment fot Helisheidarvirkjun, http://www.vgk.is/hs/Skjol/UES/SH_matsskyrsla.pdf,  page 2 and other pages.
4. Iceland Review,  June 7th, 20007, http://www.savingiceland.org/node/821.
5.. S. Das & F. Padel, “Double Death - Aluminium’s Links with Genocide”, Economic and Political Weekly, Dec. 2005, also available at http://www.savingiceland.org/doubledeath
6. Peter Koenig. "Secretive Swiss trader links City to Iraq oil scam", The Sunday Times, September 25, 2005.
7. Stephen Long. "Swiss link undermines Xstrata's bid for WMC", ABC Radio, February 11, 2005.
8. UC RUSAL, http://www.aluminiumleader.com/index.php?&lang=eng
9. Amnesty International, “What Justice for Chechnya’s disappeared?”, May 23rd 2007.
10. “Tens of thousands” were killed in the first Tchechen war, “25.000” in the second (since 1999). “Many of these were killed during the aerial bombardments of towns and villages in the first months of the conflict”.
11. Frank Garbely, Mauro Losa. "Paradis fiscal, enfer social", Télévision Suisse Romande, 29 June 2006.
12. Kristmannsdóttir, H, and Armannsson. H, 2003. ‘Environmental aspects of geothermal energy utilization.’ in Geothermics vol.32, p.451-461.
13. Rybach, L, 2003. ‘Geothermal energy: sustainability and the environment.’ Geothermics. vol.32, p.463-470.
14. Idem 3, p.24.


Fréttatilkynning
20 júlí , 2007
Í framhaldi af fyrri tilkynningu í dag
(http://www.savingiceland.org/node/857).

SAVING ICELAND BÝÐUR ORKUVEITU REYKJAVÍKUR TIL  OPINNA VIÐRÆÐNA UM SIÐGÆÐI FYRIRTÆKISINS


593&thumb=1

Í dag fóru 25 mótmælendur frá Saving Iceland inn í höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur (O.R.) og hengdu upp borða sem á var letrað ‘VOPNAVEITA REYKJAVÍKUR’. Borðinn var ekki hengdur upp úti á húsinu vegna veðurs. Mótmælendur stöldruðu við í húsinu frá kl. 15.15 til kl. 16.00.

Talsmaður O.R., Páll Erland, staðhæfir að starfsmenn O.R. hafi veitt mótmælendum jarðarber og boðið Saving Iceland að hengja upp borðann inni í húsinu. Páll Erland kann að vera umhugað um að  ræða um jarðaber við gesti O.R., en það er hins vegar ekki rétt að O. R. hafi boðið mótmælendum að hengja upp borða sem bendir á þá staðreynd að fyrirtækið selur orku til aðila sem eru viðriðnir vopnaframleiðslu og alvarleg brot á mannréttindum (eins og sjá má í fyrri fréttatilkynningu okkar sem hægt er að lesa á http://www.savingiceland.org/node/857.)

Saving Iceland hafa haft samband við Orkuveitu Reykjavíkur og beðið um heimild til þess að hengja upp umræddan borða utan á höfuðstöðvar O.R..
 Auk þess að við æskjum þess að fulltrúar O.R.  taki þátt í opnum umræðum  við okkur um siðgæði þess að selja orku til fyrirtækja sem stunda glæpsamlega iðju, eins og bæði Century-Rusal og Alcan-Rio Tinto gera.

-- ENDIR

Frekari upplýsingar:
http://www.savingiceland.org
Sími: Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, 8480373.
Ljósmyndir og myndskeið: 8578625


mbl.is Aðgerðasinnar hengdu borða á Ráðhús Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Þetta er meira rausið. Er eitthvað lítið við að vera þana úti í Berlín? Rignirannenn?

Herbert Guðmundsson, 22.7.2007 kl. 21:00

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Reyndar er nóg að gera hérna Herbert en þetta er nú frekar auðvelt, svona "copy paste" hjá mér, en full ástæða til að vekja athygli á vönduðum fréttatilkynningum. Það rigndi í dag eftir viku sól og hita. Allir kátir, bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 22.7.2007 kl. 21:12

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Núna vantar bara að einhver hengi borða á húsnæði Hlyns Hallssonar og mótmæli þar skoðunum hans og aðgerðum á hinu og þessu. Dugi það ekki til er alltaf hægt að grípa í málningarfötuna.

Geir Ágústsson, 22.7.2007 kl. 22:01

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hlynur. Stóðst þú ásamt félögum þínum fyrir þessu skemmdarverki?

Fréttamynd 433432

Ágúst H Bjarnason, 22.7.2007 kl. 23:31

5 identicon

Framleiðsla áls til almennra nota varð fyrst möguleg með tilkomu Hall-Heroult aðferðarinnar árið 1886. Fyrir þann tíma voru engin stríð í heiminum.

Svo ég tali í fullri alvöru; íslenska lögreglan, tollgæslan og landhelgisgæslan eru vopnaðar stofnanir. Vilt þú að þær skipti út byssunum fyrir kústsköft?

Ísland er aðili að varnarbandalagi, með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin og á í varnarsamstarfi við Danmörk og Noreg. Með hverju heldur þú að landvarnir séu framkvæmdar? Bönunum?

Heldur þú virkilega að álskortur myndi stöðva stríðið í Tsétséníu?

Hættið þessu bulli.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 23:46

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég stóð nú ekki fyrir þessu Ágúst. Er með frekar pottþétta fjarvistarsönnun: er staddur í Berlín. Þetta er heldur ekki alveg mitt handbragð. Það væri svo tilvalið að henda þessum byssum sem Landhelgisgæslan er með, klippurnar komu að meiri notum um árið. Bananar eru líka betri. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 23.7.2007 kl. 13:58

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Flott hjá þeim.

Kapítalistum líður best undir verndarvæng fasista, sbr. hvernig þeir kostuðu Hitler og Mussolini til valda og Mussolini lýsti raunar fasismanum sem fyrirtækjaræði. Hér hafa fasískir kostendur erlendra fasista (sem eru að sjálfsögðu einkavinir félaga Davíðs) raðað sér á jötuna, það er Bechtel og Alcoa (Bush) og Impregilo (stuttfætti ítalski fasistinn). Mér finnst nú ekki mikið þegar ungt fólk með hugsjónir fær upp í kok yfir þessum siðlausu fasistum.

Baldur Fjölnisson, 23.7.2007 kl. 14:28

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvað eru nokkrar málningarskvettur miðað við að tortíma fögrum náttúruperlum?

En hvenær hefst svo hernaðurinn gegn hryðjuverkaöflunum sem eru að tortíma auðlindum fiskimiðanna; og lífsafkomu fólksins í sjávarbyggðunum?

Mér finnst nú þeir mótmælendur vera seint á ferðinni!

Ætli það verði ekki ærið starf fyrir komandi kynslóðir að reyna að tjasla einhverju saman af því sem Herra Hagvöxtur og Frú Markaðshyggja réðust gegn og eyðilögðu með allri þeirri heift sem við höfum orðið vitni að.

Árni Gunnarsson, 23.7.2007 kl. 17:05

9 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Notkun á áli skiptist c.a. svona

U.þ.b. 25% - Ýmsar neytendavörur, vélar og búnaður,íþróttavörur og húsgögn.

Rúmlega 25% - Fólksbifreiðar, flugvélar, vagnar, skip og bátar, flutningabílar og rútur.

Tæp 10% - Raflínur, möstur og fylgihlutir.

Um 20% - Brýr og grindur, hurða og gluggakarmar, þök, húsaklæðningar ogloftræstikerfi.

Og um 20% - Drykkjardósir, álfilmur og umbúðir fyrir lyfja og mat´ælaiðnað.

Framleiðsla og notkun á áli á eftir að aukast næstu árin hvort sem við tökum þátt í því eða ekki.

Ef við hugsum stórt (glopal) þá er skynsamlegt að framleiða ál hér á landi,  því aðrir geta ekki framleitt ál með minni mengun en við íslendingar. 

Það getum við gert án þess að setja álver í hvern fjörð og án þess að virkja hverja sprænu.

Tryggvi L. Skjaldarson, 23.7.2007 kl. 22:14

10 identicon

Klippurnar dugðu vegna þess að Ísland og Bretland eiga sameiginlega aðild að NATO. Mér skilst að ykkur í VG sé ekki sérlega vel við þau samtök. Smá samhengi, Hlynur....

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 04:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.