24.7.2007 | 14:28
TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU OG BOTNLAUS SAKASKRÁ RIO TINTO
Hér er afar athyglisverð fréttatilkynning frá Saving Iceland um mál sem ættu að koma okkur íslendingum við:
Saving Iceland
Fréttatilkynning
24. júlí 2007
SAVING ICELAND STÖÐVAR UMFERÐ AÐ ÁLVERI RIO TINTO-ALCAN Í HAFNARFIRÐI
LANDSVIRKJUN Á AÐILD AÐ ÁLVERI RIO TINTO-ALCAN Í SUÐUR AFRÍKU, SEM ER KEYRT ÁFRAM MEÐ KOLUM OG KJARNORKU
HAFNARFJÖRÐUR Saving Iceland hefur lokað aðgangi að álveri Rio Tinto-ALCAN í Straumsvík. Um það bil 20 mótmælendur hafa læst sig saman og klifrað upp í krana á vinnusvæðinu. Saving Iceland mótmælir fyrirhuguðu álveri Rio Tinto-ALCAN á Keilisnesi eða Þorlákshöfn, stækkun álversins í Hafnarfirði og nýju álveri í Suður-Afríku sem verður keyrt áfram af kolum og kjarnorku.
Mótmæli gegn Alcan hafa skilað sínu. Hafnfirðingar höfnuðu að sjálfsögðu fyrirhugaðri stækkun í Straumsvík og nýlega varð fyrirtækið að hætta þáttöku sinni í báxítgreftri í Kashipur, Norðaustur Indlandi, vegna mótmæla gegn mannréttindabrotum þeirra og umhverfiseyðingu. Alcan hefur verið ásakað fyrir menningarútrýmingu í Kashipur , þar sem námur og stíflur hafa þegar neytt 150.000 manns til þess að yfirgefa heimkynni sín, mest megnis innfædda . Norsk Hydro hætti þáttöku sinni í verkefninu eftir að lögreglan pyntaði og kveikti í mótmælendum, og þá kom Alcan inn í málið. segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.
Þetta mál og önnur svipuð, sem og þáttaka Alcan í hergagnaframleiðslu sýnir hversu miskunnarlaust fyrirtækið er. Yfirtaka Rio Tinto eykur alls ekki líkurnar á því að framkoma Alcan batni.
Rio Tinto-ALCAN hefur alls ekki misst áhugann á byggingu nýs álvers á Íslandi. Hafnarfjörður er enn inni í myndinni, þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningarinnar í vor og nýtt álver verður mögulega reist í Þorlákshöfn eða á Keilisnesi. Saving Iceland hafnar þessum framkvæmdum og lýsir yfir fullum stuðningi við íbúa Suður-Afríku, sem berjast gegn álveri Rio Tinto-ALCAN, sem keyrt verður áfram á kolum og kjarnorku. Landsvirkjun er einnig viðriðin verkefnið , því er mjög nauðsynlegt að Íslendingar hafni þessari síð-nýlendustefnu sem gjöreyðileggur bæði umhverfi og samfélög. segir Snorri
Heimildir um tengsl Alcan við stríðsrekstur og hergagnaframleiðslu, samning Landsvirkjunnar í Suður-Afríku , og sögu Rio Tinto eru meðfylgjandi þessari tilkynningu.
--- ENDIR ---
Frekari upplýsingar:
www.savingiceland.org
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson (s. 848 0373)
TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU
Málmur frá Rio Tinto-ALCAN er seldur til margvíslegra nota í stríðsrekstri. ALCAN framleiðir t.d. ál fyrir EADS (European Aerospace and Defense and Space), sem framleiðir herþyrlur, orrustuþoturnar Euorofighter Tycoon, Mirage F1, EF18 Hornet og aðrar þotur . EADS er einnig leiðandi framleiðandi flugskeyta . Samningar milli EADS og ALCAN eru kynntir sem samningar milli Airbus og ALCAN, til þess að hylma yfir aðild ALCAN að stríðsrekstri , en það er þekkt leið álfyrirtækja að fela hergagnaframleiðslu sína undir heitinu eldflaugaframleiðsla. Á sama tíma verður að markaðssetja hergögnin og þess vegna eru myndir af orrustuflugvélum birtar á eldflaugahluta heimasíðu ALCAN .
EADS fullyrðir á heimasíðu sinni að vörur fyrirtækisins séu seldar til landa þar sem sala á hátækni flughernaðartólum fer fram á ábyrgan hátt Fyrirtækið byggi á áratuga reynslu í herflugvélaiðnaði En er fyrirtæki trúverðugt sem er svo siðblint að það birtir á sömu heimasíðu myndir frá Þýskalandi á tímum nasismans, þar sem bæði Fyrri Heimstyrjaöldin og flugvélar Nasista eru lofaðar hástöfum?
RIO TINTO-ALCAN: ÁL TIL ÍRAKS
ALCAN sér Boeing fyrir úrvals, afkastamiklum álafurðum . Boeing framleiðir herþyrlurnar Apache og Chinook sem eru notaðar í Írak, en einnig minna þekktar vörur t.d. Small Diameter Bomb og Joint Direct Attack Munition . Einnig eru samningar milli Alcan og Dassault , fransks hergagnaframleiðanda, sem framleiðir margskonar orrustuflugvélar úr áli . Þar að auki hefur ALCAN lagt sig sérstaklega fram við að kynna fyrirtækið fyrir sjóhernaðarstofnunum .
RIO TINTO-ALCAN: PLÖN FYRIR AFRÍKU
Rio Tinto-ALCAN hefur skrifað undir samning við Ríkisstjórn Kamerún um að stækka Alucam álverið um 150.000 tonn á ári, auk þess að reisa nýtt 150.000 tonna álver. Lom Pangar stíflan, sem er við það að verða reist, mun sjá um orkuframleiðslu fyrir álverin . Alcan er með mörg önnur verkefni á teikniborðinu í Afríku Greenfield verkefnið þeirra inniheldur Kamerún, Ghana, Guinea, Madagascar og Suður-Afríku. Greenfield stendur fyrir það þegar ósnert náttúra er eyðilögð fyrir námugröft, grunngerð, álbræðslur og stíflur.
AÐSKILNAÐARSTEFNAN Í SUÐUR AFRÍKU, ESKOM OG LANDSVIRKJUN
ALCAN var virkur þáttakandi hinni illræmdu aðskilnaðarstefnu í Suður Afríku á árunum 1949-1986 . Nú vill fyrirtækið snúa aftur og reisa álver á nærri því skattfrjálsu svæði, Coega Development Zone, nálægt Port Elizabeth. Álverið verður keyrt áfram á kolum og kjarnorku frá Eskom, en fyrirtækið er eitt stærsta raforkufyrirtæki í heiminum. 30% fátækra samfélaga í Suður Afríku hafa ekki aðgang að rafmagni, en samt sem áður er til nóg rafmagn til að reka álver segir Lerato Maragele, aðgerðasinni frá Suður Afríku sem heimsótti Ísland á vegum Saving Iceland .
Elkom er systurfyrirtæki Landsvirkjunnar , en Landsvirkjun stefnir á að taka þátt í álversframkvæmdunum í Suður Afríku og færa svo út kvíarnar í Afríku. Því er líklegt að Landsvirkjun muni reyna að selja sérfræðikunnáttu sína til ýmisa verkefna tengdum vatnsafls
raforkuframleiðslu Eskom í Mósambík, Úganda og Kongó . Einnig er líklegt að fyrirtækið muni reyna að vinna að gerð stíflu í Kongó ánni, en hún verður tvisvar sinnum stærri en Three Gorges stíflan í Kína, og mun leggja regnskóa Mið Afríku í rúst.
BOTNLAUS SAKASKRÁ RIO TINTO
Við getum auðveldlega sýnt fram á að ALCAN tekur virkan þátt í hergagnaframleiðslu og stefnir á innrás í Afríku, jafnt sem á Íslandi. Núna hefur fyrirtækið verið keypt af Rio Tinto, sem er stærsta einkarekna námufyrirtæki í heiminum, og hefur lengi verið gagnrýnt fyrir gróf mannréttindabrot sem ná aftur til þáttöku þeirra í aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku.
Nokkur dæmi um mannréttindabrot Rio Tinto.
Rio Tinto hefur vitandi neytt starfsmenn sína til að starfa í banvænum gullnámum sínum í Brasilíu, og njósnað um og rekið meðlimi verkalýðsfélaga. Einnig eru dæmi um að fátækir heimamenn í leit að gulli í námum Rio Tinto hafi verið skotnir af öryggisvörðum Rio Tinto .
Rio Tinto hefur haft aðild að málaliðahneykslum. Ríkisstjórn Papúa Nýju Guineu réði í samstarfi við ALCAN, fyrirtækið Sandline International, sem er einkarekinn, óháður málaliðaher, til að berjast gegn íbúum eyjunnar Bougainville. Herinn er mest megnis skipaður fyrrum breskum og suður afrískum sérsveitarmönnum, en herinn hafði aðild að borgarastyrjöldunum í Angóla og Sierra Leone. Íbúar Bougainville höfðu lokað námu vegna hrikalegra umhverfisskemmda og hafa nú farið í mál gegn Rio Tinto fyrir skemmdirnar og stríðsglæpina sem málaliðaherinn fyrirtækisins framdi. Í ágúst 2006 hafnaði áfrýjunnardómstóll Bandaríkjanna beiðni Rio Tinto um að málinu yrði vísað frá .
--------------------------------------------------------------------------
S. Das & F. Padel, Double Death - Aluminiums Links with Genocide, Economic and Political Weekly, Des. 2005, sjá einnig á http://www.savingiceland.org/doubledeath
Chandra Siddan, Blood and Bauxite, Montreal Mirror, Nov 20-26, 2003, Vol. 19 No. 23.
Smelter Expansion on Landfill?, Iceland Review, June 20th 2007.
RUV News, 26-02-2007, http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item145391/. Athugið að RUV
hafa ruglað saman Alcoa og Alcan.
EADS vefsíða, http://www.eads.com/1024/en/businet/defence/mas/combat_aircraft/combat_aircraft.html
EADS auglýsingamynd, A Brief Glance at EADS, http://www.eads.com/xml/content/OF00000000400004/1/10/41434101.mov
AFX News, 13 júní, 2007, http://www.abcmoney.co.uk/news/13200786914.htm
Alcan Press Release, Company To Provide Critical Aluminum Materials For Full Range Of Aircraft Including A380, 13. Júní, 2007,
http://www.decisionplus.com/fr/fintools/stock_news.asp?Market=TSE&Symbol=AL&NewsID=20070613/021501
http://www.alcanaerospace.com/Aerospace/aerospace.nsf/html/FWFGHOME?Open&LG=1,
dd. 22-7-2007.
EADS auglýsingamynd, 90 years of aircraft history in Augsburg, http://www.eads.com/1024/en/businet/defence/mas/mas.html and http://www.eads.com/xml/content/OF00000000400004/0/64/41488640.asx
US Geological Survey, Minerals Yearbook 2005, September 2006, p. 5.2.
Boeing Website Image Gallery of Small Diameter Bomb: http://www.boeing.com/companyoffices/gallery/images/missiles/sdb/sdb.html
Boeing Image Gallery: http://www.boeing.com/companyoffices/gallery/images/missiles/sdb/sdb.html
Alcan Press Release, Alcan Contributes to Success of Eighth Ariane 5 ECA Launch, Dec 13th, 2006.
http://www.dassault-aviation.com/
Pacific 2004, International Naval and Maritime Exposition for the Southern Pacific, Aerospace Maritime and Defence Conference, http://www.ideea.com/pacific2004/embassy/smithbriefing.pdf
US Geological Survey, Minerals Yearbook 2005, September 2006, p. 5.5.
Alcan Press Release, Alcan to Explore Development of Bauxite Mine and
Alumina Refinery in Madagascar, September 11th 2006.
Alcant website, http://www.alcant.co.za/history.html
Grapevine, Issue 10, July 13, 2007. Viðtal einnig á http://www.savingiceland.org/node/870
RUV News, 26-02-2007, http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item145391/. Note that RUV has Alcoa and Alcan confused.
International Rivers Network & EarthLife Africa, Eskoms Expanding Empire The Social and Ecological Footprint of Africas Largest Power Utility, June 2003, http://www.irn.org/programs/safrica/index.php?id=030601eskomfactsheet.html
Asia-Pacific Human Rights Network, Rio Tintos Record and the Global Compact, July 13th 2001, http://www.corpwatch.org/article.php?id=623.
SBS Australias television program Dateline in a report on Rio Tinto, August 2000.
Wikipedia Germany (22-7-2007), http://de.wikipedia.org/wiki/Sandline-Affäre
Contract between PNG Government and Sandline:
http://coombs.anu.edu.au/SpecialProj/PNG/htmls/Sandline.html.
Sarei v Rio Tinto, 456 F.3d 1069 (9th Cir. 2006), USA
Tveir mótmælendur handteknir í Straumsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Facebook
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
Athugasemdir
Merkilegt að fjölmiðlar fari ekkert almennilega ofan í kjölinn á þessu, nema kannski Valur G í DV með góðri grein sinni um Rio Tinto á dögunum. Mikið væri ganglegt ef hér væri annars konar blaðamennska en copy paste... aðferðin. Þjóðin þarf svo sannarlega á meiri upplýsingum að halda um þessi fyrirtæki sem hafa svo mikil ítök hjá okkur.
Birgitta Jónsdóttir, 24.7.2007 kl. 14:59
Sæl, Hlynur
Vegna sameiningar Río Tinto , hafa verkalýðsfélögin í Evrópu Alcan EWC skoðað feril þessara fyrirtækja ekker hefur komi fram sem lítur í þá átt sem ásakanir Andra Snæ Mássonar né þíns um starfsemi þessa fyrirtækja einugis eina síðu er um ásakanir á hendur Río Tinta sem er marg sinnis Copy Pasta og fært svo í aukana.
Ekkert af framleiðslu ISALs- Alcan fer í hergangaframleiðslu.
Var staddur í Straumsvík þegar krakkarnir úr Saving Iceland komu að hliðinu mér finnst bagarlegt þegar samtök eins og Saving Iceland beita börnum var komin af fermingaraldrinum í svona aðgerðir.
Kv. Sigurjón Vigfússon s 6993959
Starfandi aðaltrúnaðarmaður Alcans
Rauða Ljónið, 24.7.2007 kl. 15:45
Sæll Sigurjón - aftur!
Hvaða upplýsingar komu fram um Rio Tinto þegar Alcan EWC skoðaði feril þess? Hvað var til í þeim ásökunum?
Valgerður Halldórsdóttir, 24.7.2007 kl. 15:55
Hvað með fyrirtæki eins og GE, Firestone, GM o.s.frm. Afhverju er ekki verið að mótmæla fyrir utan fyrirtæki á íslandi sem selja vörur frá þessum aðilum. Ég veit ekki betur en að þessi og fleiri stórfyrirtæki sem selja vörur á íslandi séu stórtækir þegar kemur að sölu á margskonar varningi til herja heimsins. Dekk frá Firestone og Hummer frá GM svo fátt eitt sé nefnt.
Ef það á að mótmæla Alcan og Alcoa fyrir að selja vöru sína til hernaðar þá verður að fara alla leið og mótmæla öllu, ekki bara sumu vegna þess að það hentar hverju sinni.
Þorgeir Arnórsson, 24.7.2007 kl. 16:01
Hentisemipólitík. Það hefur ávallt einkennt fylgjendur VG. VG voru ávallt að lofa því fyrir sunnan að það kæmi eitt stykki Álver þegar þeir og hipparnir mótmæltu viðveru hersins. Þá hentaði að fá "megnandi" Álver. Nú er umhverfisvernd tískufyrirbrigði, það hentar vel núna að vera á móti.
Hef áður lýst skoðun minni á þessum samtökum SI, sem brjóta lögin aftur og aftur.
Sá svo talsmanninn, pönkarann í Kastljósinu. Það var hægt að brosa. Hann skoraði ekki mörg stig fyrir málstaðinn en gaman að fá svona glens og grín í Kastljósið.
Örvar Þór Kristjánsson, 24.7.2007 kl. 16:54
Hver í ósköpunum tekur Saving Iceland samtökin trúanleg? Það er nú þannig með öfgasamtök og hópa að sannleikurinn er það fyrsta sem fer út um gluggann hjá þeim.
Sigurjón Sveinsson, 24.7.2007 kl. 17:07
"LANDSVIRKJUN Á AÐILD AÐ ÁLVERI RIO TINTO-ALCAN Í SUÐUR AFRÍKU, SEM ER KEYRT ÁFRAM MEÐ KOLUM OG KJARNORKU"
Eftir því sem meira ál er brætt á umhverfisvænan hátt á Íslandi, því minna verður framleitt af áli með kolum, olíu, gasi og kjarnorku.
Álið verður framleitt one-way or the other.
ps. koltrefjar sem bent hefur verið á sem staðgengill, það er framleitt á mjög orkufrekan átt úr olíuefnum.
Júlíus Sigurþórsson, 24.7.2007 kl. 17:41
Hlynur,
Þú hefur verið duglegur við að birta greinar vilhallar og jafnvel beint frá Saving Iceland samtökunum í tengslum við fréttir Mbl.is af ólöglegum athöfnum þeirra. Má af þessu skilja að þú, sem einstaklingur, og það sem meira er um, varaþingmaður sem unnið hefur drengskaparheit að stjórnarskrá og þarafleiðandi stjórnskipun og löglegum stjórnvöldum, styðjir þá í þessum athöfnum? Hér á ég aðeins við þær af athöfnum hópsins, er teljast ólöglegar.
Ég tel að borgarar í landinu eigi rétt á afdráttarlausu svari þínu við þessari spurningu.
Kristófer Sigurðsson, 24.7.2007 kl. 20:31
Júlíus, rök þín eru grunnhyggin. Þau líta algjörlega framhjá tveimur þáttum:
1) Ísland er langt í frá eina landið þar sem nota má vatnsaflsvirkjanir til að knýja álver. Það er ofureinföldun að stilla þessu þannig upp að hvert einasta tonn af áli sem er framleitt með vatnsafli hérna sé tonn sem hefði verið framleitt með minna umhverfisvænnri orku annars staðar. Mörg lönd í Suður-Ameríku, þar sem álver eru víða, eru mjög vatnsaflsvædd - og eins og fram kemur í fréttatilkynningunni sem Hlynur birtir hér, þá er hið sama uppi á teningnum í Afríku.
2) Það er mengandi að flytja álið fram og til baka. Súrál er ekki unnið úr jörðu á Íslandi; það er flutt inn annars staðar frá. Að flytja súrál sérstaklega til Íslands og til baka aftur þegar það hefur verið brætt veldur því meiri mengun en ef það hefði verið brætt nálægt þeim stað sem það var grafið úr jörðu.
Þarfagreinir, 25.7.2007 kl. 11:12
Þessi samtök sem Hlynur er að lýsa stuðningi við með birtingu þessarar fréttatilkynningar, eru andlýðræðisleg, þar sem þau bera ekki virðingu fyrir lögum. Sem betur fer er rétturinn til mótmæla afar sterkur hér á landi og bundinn í þeirri sömu stjórnarskrá og Hlynur hefur svarið drengskaparheit við. Þess vegna á ekki að láta líðast að svona athafnir nái tilgangi sínum með of mikilli umfjöllun og fréttaflutningi þegar mótmælin fara fram í andstöðu við lög og reglur hér á landi.
Gestur Guðjónsson, 25.7.2007 kl. 12:19
Þær eru afar merkilegar athugasemdirnar sem sumir skilja eftir hér á síðunni minni. Fyrst smá leiðrétting: Ég er ekki varaþingmaður og tala aðeins fyrir mína eigin hönd en ekki annarra vandamanna. Kristófer Sigurðsson heimtar svör og skal hann upplýstur um að ég styð stjórnarskrána og drengskaparheit. Hef ekki lýst yfir stuðningi við "ólöglegar athafnir" eins og Kristófer kallar friðsöm mótmæli. Öllu alvarlegra eru samt ritskoðunartillögur Gests Guðjónssonar. Skilningur okkar á lýðræðinu er sennilega mismunandi og það verður bara að hafa það. En allt tal um "...of mikla umfjöllun og fréttaflutning..." er einkennilegur málflutningur í landi þar sem skoðanafrlesi, frelsi fjölmiðla og ritfrelsi á að ríkja. Ég veit ekki til þess að birting fréttatilkynninga sem auk þess hafa verið birtar annarsstaðar sé glæpur. Ég veit ekki til þess að neinn hæfi verið fundinn sekur fyrir mótmælin að undaförnu og reyndar enginn verið ákærður enn þó að fulltrúi ALCAN-Rio Tinto hafi hótað því í dag. Maður er nú orðinn ýmsu vanur frá þeim sem hafa allt á hornum sér varðandi mótmæli á Íslandi svo þessi málflutningur kemur mér ekki sérstaklega á óvart þó að hvimleiður sé. Svo bið ég bara alla vel að lifa og bestu kveðjur frá Berlín,
Hlynur Hallsson, 25.7.2007 kl. 22:01
Ál hefur alltaf verið frekar vafasamt, núna er það notað í vopn gegn alþýðunni. Íslendingar eiga að sýna fordæmi í þessu máli og hætta að nota álpappír og annað sem styrkir vopnaframleiðslu í þágu imperíalismanna í Bandaríkjunum.
Guðjón Helmut Kerchner, 25.7.2007 kl. 22:51
Eru þá allar ákvarðanir sem teknar eru í ritstjórnum og fréttamat þeirra um hvað birtist og hvað ekki í raun ritskoðun samkvæmt skilningi Hlyns, ef marka má orð hans hér að ofan? Það er margt sem gerist í samfélaginu sem ekki ratar í fréttir...
Gestur Guðjónsson, 26.7.2007 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.