Leita í fréttum mbl.is

Brynhildur Kristinsdóttir opnar sýningu á Karólínu Restaurant laugardaginn 4. ágúst 2007, klukkan 14

Brynhildur

Brynhildur Kristinsdóttir

Einfaldir hlutir, höfuð, stóll og samskipti

04.08.2007 - 02.02.2008   

Velkomin á opnun laugardaginn 4. ágúst 2007, klukkan 14


Karólína Restaurant // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---
Laugardaginn 4. ágúst  klukkan 14 opnar Brynhildur Kristinsdóttir sýninguna "Einfaldir hlutir, höfuð, stóll og samskipti" á Karólínu Restaurant í Listagilinu á Akureyri. Allir eru velkomnir á opnunina.

Brynhildur segir um sýninguna: "Í þessari sýningu mætast gömul og ný verk. Með litum, línum og formum langar mig að segja frá en einnig að spyrja, leita og rannsaka. Þetta ferli frá því að maður fær ákveðna hugmynd að verki þangað til hugmyndin fær efnislegt form er í sjálfu sér áhugavert, að fylgja góðum hugmyndum út í samfélagið og skapa eitthvað sem heimurinn raunverulega þarfnast er svolítið magnað.   Að fanga tilfinningar og hughrif áður en þær hverfa úr minninu og setja það í form og liti. Og hvað er það sem fær mann til að setja eitthvað af sjálfum sér í efni og form? Ef til vill þörfin fyrir það að vera sýnilegur? Og að vilja hafa áhrif á tíðarandann, sýnilegt og ósýnilegt umhverfi okkar.  Mig langar að enda þessa hugleiðingu mína með orðum Gunnlaugs Schevings um listina:  Ég hef gaman af því að vinna og hugsa um verkið, það er mér nóg. Listin er mér ekki andleg plága, með dramatík og stórmennskubrjálæði. Ég hef sem sagt ánægju af verkinu, hljóðlátu verki án reginátaka og fellibylja hinna útvöldu stóru anda.."

Brynh

Brynhildur Kristinsdóttir (f.1965) nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Eftir útskrift úr myndmótunardeild fór Brynhildur til Ítalíu þar sem hún vann með myndhöggvurum en síðan lá leið hennar í Iðnskólann í Reykjavik þar sem hún lærði smíðar. Auk þess að starfa við eigin myndsköpun hefur hún kennt myndlist, átt í samstarfi við ýmsa listamenn og gert leikmynd fyrir dans. Brynhildur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Hún starfar nú hjá Fjölmennt fullorðinsfræðslu fatlaðra.

Brynhildur verður viðstödd opnunina. Sýning Brynhildar á Karólínu Restaurant stendur í sex mánuði eða til 2. febrúar 2008.

Nánari upplýsingar veitir Brynhildur í netfangi bilda(hjá)simnet.is

Meðfylgjandi myndir er af verkum Brynhildar sem hún sýnir á Karólínu Restaurant.

Laugardaginn 4. ágúst  klukkan 14 opnar einnig sýning Dagrúnar Matthíasdóttur á Café Karólínu.

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Lísa Jóhannsdóttir

MJÖG flottar myndir! Ég ætla að reyna að kíkja á þessa sýningu í ferð minni um norðurland um helgina. Góða helgi.

Alma Lísa Jóhannsdóttir, 1.8.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef sennilega engan skilning á þessari list... þetta er eins og eftir barn í leikskóla í mínum augum. Teikningar þeirra geta reyndar verið falleg listsköpun og ég hef innrammað nokkrar myndir eftir dóttur mína og af þeim er mikil prýði... en...hmmm, ...

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.8.2007 kl. 13:38

3 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Úbs! Hvað finnst þá föðurprýðinni um Miró? Mig langar að skreppa um helgina og skoða sýningu Brynhildar, en á móti kemur að ég er búin að hlakka svo lengi til að vera ein í Reykjavík um verslunarmannahelgina, að ég veit ekki hvað verður. Ég gæti náttla zippað mér í tvennt með þeim franska og sent annan helminginn norður og leyft hinum að njóta fámennisins í Rvík?

LKS - hvunndagshetja, 3.8.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband