Leita í fréttum mbl.is

Friðarhúsið á Menningarnótt

Það verður margt á seyði hjá Samtökum hernaðarandstæðinga á Menningarnótt. Verst að vera fyrir norðan þessa helgi en það er þó hægt að hlakka til Akureyrarvöku um næstu helgi. Fyrir þá sem eru í Borginni er úr mörgu að velja og ég mæli með röltinu sem hefst klukkan hálf fimm við Iðnó:

Kl. 16:30 verður efnt til róttæklingarölts um mótmælaslóðir í Reykjavík þar sem fjallað verður um sögufræg mótmæli og pólitískar aðgerðir síðustu ára og áratuga. Lagt verður af stað frá Iðnó, en af markverðum viðkomustöðum má nefna vettvang Þorláksmessuslagsins 1968 og staðinn þar sem Nixon mætti örlögum sínum. Sagnfróðir hernaðarandstæðingar og róttæklingar eru hvattir til að slást í för og grípa gjallarhornið þegar færi gefst!

Kl. 18 er reiknað með að sögugangan komi í Friðarhús, en um svipað leyti verður dýrindis grænmetissúpa reidd fram í boði SHA. (Kaffihús verður starfrækt í Friðarhúsi frá kl. 17 fyrir gesti og gangandi.)

Kl. 18:30 verður svo í fyrsta sinn sýnd opinberlega kvikmyndin “Réttvísin gegn RÚV”. Um er að ræða frumsýningu á upptöku sem gerð var í Háskólabíói vorið 1989, en þá var sett upp leikverk sem byggði á nýopinberuðum leyniskýrslum CIA um samskipti BNA við íslensk stjórnvöld. Hér er um að ræða einstaka sýningu, þar sem áhorfandinn þarf í sífellu að minna sig á að ekki er um að ræða skáldskap heldur endursögn á raunverulegum heimildum. EKKI MISSA AF ÞESSU!

Kaffihúsið í Friðarhúsi verður svo opið áfram fram eftir kvöldi eftir því sem þurfa þykir.

Þessa frábæru mynd tók Harpa Stefánsdóttir í mótmælum gegn heræfingum en hér breiðir Birna Þórðardóttir úr ítalska friðarfánanum sínum við danska sendiráðið, Kolbrún Halldórsdóttir að baki með friðarmerki. Það er hægt að sjá fleiri myndir á friðarvefnum.


mbl.is Nótt menningarvitans og allra hinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.