Leita í fréttum mbl.is

Sjónauki, nýtt tímarit um myndlist kemur út

sjonauki

Það er ekki á hverjum degi sem það kemur út íslenskt tímarit um myndlist. Hundruð erlendra tímarita um myndlist blómstra og nú hafa myndlistarmennirnir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir og Karlotta Blöndal gefið út nýtt tímarit, Sjónauka. Til hamingju með það! Hingað til hefur rás eitt fjallað mest um myndlist á Íslandi en bókmenntirnar eru í sjónvarpinu! Hrós til Rásar eitt en Sjónvarpið getur tekið sig heldur betur á. Það verður haldið útgáfuteiti Sjónauka laugardaginn 6. október kl. 17-19 í Pikknikksalnum, Grandagarði 8 (við hliðina á Kaffivagninum).

Í tímaritinu verða jafnan greinar eftir bæði innlenda og erlenda listgagnrýnendur, heimspekinga, rithöfunda og listamenn. Aðal viðfangsefni Sjónauka verður íslensk myndlist, umhverfi hennar og tengd málefni. Í hverju tölublaði verður nýtt verk unnið sérstaklega fyrir blaðið af völdum listamanni ásamt ítarlegri umfjöllun um hann. Fjölfaldað eintak af verkinu, í takmörkuðu upplagi, fylgir með blaðinu. Tímaritið verður gefið út tvisvar á ári, vor og haust og verða allar greina birtar bæði á íslensku og ensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Bíddu, bíddu, hvar,hver , hvenær. Verð að láta taka frá fyrir mig eintak.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.10.2007 kl. 00:07

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sjónauki kemur í bókabúðir á þriðjudag og miðvikudag en ef til vill getur þú fengið eintak sent til Finnlands Krumma. Hér er heimasíða Sjónauka en hún er ekki alveg klár:) Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 5.10.2007 kl. 00:13

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þú hefur verið að setja þetta inn þegar ég las það, sá fyrst bara neðri hluta greinarinnar og skyldi ekki af hverju voru ekki uppl, um hver, hvar og hvenær.

Sé það núna, frábært framtak hjá þeim.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.10.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband