Leita í fréttum mbl.is

Alcoa og Landsvirkjun stinga SNUÞi uppí nokkra Húsvíkinga

442126A Þremenningarnir á þessari mynd eru að stofna samtök. Athyglisvert er að þau eiga að heita "Umhverfis og náttúrusamtök" en ekki náttúruverndarsamtök. Samtökin eiga að "koma viðhorfum heimamanna til náttúru, verndar og umhverfis, milliliðalaust til skila." Sem sagt ekki náttúruverndar heldur náttúru og svo verndar, ef til vill til verndar álverum? Það er auðvitað brandari að helstu álverssinnar sveitarinnar séu að stofna samtök til að koma náttúruhugmyndum sínum á framfæri (milliliðalaust) og því hvað það væri nú frábært að fá álver á Bakka. Þessi setning er einnig gullmoli: "Loks steig Halldór Blöndal í ræðustól og flutti þrumandi ræðu um orku og atvinnumál sem vakti heimamenn til umhugsunar um málið frá nýjum sjónarhól." Mig grunar að þessi þrumuræða hafi nú verið flutt af gömlum og þreyttum sjónarhóli, nefnilega úr álhóli! Af hverju er ekki hægt að nýta orkuna í umhverfisvænan iðnað, skapandi hluti þar sem kraftur Þingeyinga fær að njóta sín? En þvert á móti eru góðar hugmyndir kæfðar niður og öskrað ÞETTA ER EKKI NÓGU STÓRT! í sífellu. Þessum mönnum er vorkunn. Af hverju gengu menn ekki bara alla leið og kölluðu samtökin SNUÐ frekar en SNUÞ. Það á miklu betur við.
mbl.is Umhverfis og náttúrusamtök Þingeyjarsýsla stofnuð á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þetta er mjög einkennilegt orðalag. Greinilegt er að þarna er útúrsnúningur á ferðinni. Þegar eg undirritaður stofnaði Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar s.l. vetur höfðum við í huga fræðslusamtök sem leggðu áherslu á að umgangast náttúr og umhverfi með gát.

Þessir herramenn norður á Húsavík virðast fyrst og fremst hafa gagnstæð viðhorf: að nýta sumt í náttúrunni en skilja annað í svaði og eyðileggingu.

Voru ekki svona tilburðir kallaðir að sigla undir fölsku flaggi? 

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 6.10.2007 kl. 07:54

2 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

Oh já, ægilega fín dudda sem big papa Dóri Björns gaf þeim. Þeir svona vel hærðir og rjóðir og stórhuga en ákaflega skammsýnir.

Agalegt! 

Ekki er á teikniborðinu að setja álver í þingeyjarsýslu er það?

Er það bara nýjasta töfralausnin? Einsog viagra fyrir byggðarlög?

Gunnhildur Hauksdóttir, 6.10.2007 kl. 12:19

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Er ekki félagafrelsi á Íslandi?

Gestur Guðjónsson, 6.10.2007 kl. 12:39

4 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

Stundum eru stofnuð samtök og stunum stofnuð mistök.

Auðvitað er félagafrelsi en það má samt alveg gogga í félagann. 

Gunnhildur Hauksdóttir, 6.10.2007 kl. 15:45

5 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

Mjög gott inlegg Kristinn, en það var ekki Hlynur sem var að benda á glas í hendi, það var einn af þeim sem bætti inn athugasemd.

Sjálf hef ég fulla trú á að Húsvíkingar og reyndar allir Íslendingar geti skapað sér atvinnu við annað en hráframleiðslu á áli fyrir erlendan markað einsog hvert annað þriðjaheimsríki.  Þó vistvæn sé.

Á þetta álver að vera fyrir innlendan markað? Hver ætlar að hanna og búa til álfelgurnar, verður það íslensk framleiðsla. Ætla Húsvíkingar að hanna og framleiða álfelgur í samstarfi við erlenda bílaframleiðendur? Þetta er einlæg spurning, ég spyr því ég er ekki nógu kunnug málavöxtum. 

En það er það sem ég mundi vilja sjá, ef á að byggja þessi álver öllsömul (ég skil ekki afhverju þau þurfa að vera svona mörg og mér er ótrúlega illa við þau), ég mundi vilja sjá úrvinnslu á áli með íslensku hugviti fyrst þessi álver eru komin til að vera. Hvað eru eiginlega mörg álver á íslandi? Hvert fer allt þetta ál? Ég þarf greinilega að kynna mér þetta aðeins betur en..

Hvar eru peningarnir? Hvar er hin raunvörulega verðmætasköpun? Í hugvitinu ekki satt?

Hráframleiðsla á áli fyrir erlendan markað er skamsýni sem skemmir dýrmæta náttúru og sá skaði er óbætanlegur.

G. 

Gunnhildur Hauksdóttir, 6.10.2007 kl. 19:34

6 Smámynd: Fríða Eyland

Jebb,SNUÐ ekkert annað dugar uppí svona gúbba

Fríða Eyland, 6.10.2007 kl. 23:02

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir líflegar umræður öll. Kristinn, ég verð nú samt að segja að þessar klisjur þínar eru létt þreyttar. Ég vil ekki atvinnuleysi á Húsavík þó að ég vilji ekki álbræðslu þar. Húsvíkingar geta skapað störf á mörgum sviðum ef þeir fá fjármgn og tækifæri til. Það þarf ekki álbjargvætti frá NY og Reykjavík til. Álþynnuverksmiðjan á Akureyri getur ekki notað hráálið sem Alcoa ætlar að framleiða á Húsavík eða Reyðarfirði. Þett hélt ég að þú vissir mætavel. Það hefur verið framleitt hráál með óheyrilegri mengun á Íslandi í tugi ára en sú vinnsla hefur ekki og mun ekki skapa nein hátæknistörf í frekari vinnslu á álinu, það er allt sent úr landi og unnar "verðmætar" vörur annarstaðar. Það stendur ekki til hjá Alcoa eða öðrum að breyta því. Því miður. Þessi blekkingarleikur álbræðslusinna er ekki fallegur. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.10.2007 kl. 01:47

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það er verið að SNUÞa einvern!

Hlynur Hallsson, 7.10.2007 kl. 01:47

9 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

Jú, þakka þér fyrir, Feneyjar eru yndælar á haustin.
Þetta er falleg sýn sem þú dregur upp og gott ef satt væri.
Þá gætum við verið í fararbroddi með einhverskonar hobbidda-álver og við, lúsiðnir hobbiddarnir, að búa til ál, hanna og framleiða álfelgur og hverskyns ál-glingur neðanjarðar með á meðan heiðargæsin og hreyndýrin narta spök í labagras uppáþaki og sólin brosir í heiði. Í þessari sýn er álið flutt fullunnið úr landi á okkar forsendum.

Það er nóg komið af álverum.
Það er "quick-money" lygt af þessu þarna í Húsavík og þetta er skammsýni. Húsvíkingar geta gert betri, stærri og meira skapandi hluti þó það taki lengri tíma, ef þeir beita hugviti sínu.
Það er þetta "quick-money" viðhorf sem hefur, í gegnum tíðina, valdið þessar þennslu í íslensku samfélagi þar sem allt verðlag er uppúr öllu hófi keyrt og allir vinna baki brotnu til að standa undir þessum andskota og blessuð börnin vaða uppi sjálfala.
"quick-money" snuðið sem allir vilja totta.
Kók í pela fyrir krakkann svo hann sé til friðs.

Kv. G.

Gunnhildur Hauksdóttir, 7.10.2007 kl. 09:23

10 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Einokun sjálfskipaðarar umhverfiselítu á allri umræðu kristallast í mörgum athugasemdum hér og afhjúpar vankunnáttu og þröngsýni sem hefur ráðið umhverfsumræðunni alltof lengi. Fæstir sem tjá sig vita hvar álver í Bakka á að vera, hafa ekki hugmynd um hvar Þeistareykir eru og virðast ekki hafa farið upp á Hellisheiði í mörg ár.

Forræðishyggja og þröngsýni ríkir hjá þessu fólki sem kemst ekki lengra en milli kaffihúsanna í Reykjavík. Það er sorglegt að löngu tímabær stofnun félags um umhverfi og náttúru í Þingeyjarsýslum vekji upp slíka illgirni og öfund sem lesa má í athugsemdum hér að ofan. Er verið að taka eitthvað frá einhverjum með stofnun þessa félags? Ógnar þetta félag einokun afturhaldsaflanna á umræðunni? Vonandi.

En Sleggjudómarafélagið hlýtur að bjóða þetta fólk velkomið.

Sigurjón Benediktsson, 7.10.2007 kl. 12:14

11 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Sigurjón, þú segir að þröngsýna forræðishyggjuliðið komist ekki nema rétt á milli kaffihúsa í Rvk, það er ekki alveg rétt. Er ekki ein sem er að tjá sig hér stödd í Feneyjum. Þar er örugglega engin mengun eða náttúrueyðing í gangi.

Gísli Sigurðsson, 7.10.2007 kl. 22:36

12 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hinn víðsýni og umburðarlyndi síverndandi tannlæknir hefur talað. Hvað hefur maður í svona menn? En talandi um sleggjudómafélag, er ekki tilvalið að Sigurjón Ben. taki að sér að stofna það líka og slá tvær flugur í einu höggi? Ekki ætlar neinn að taka það frá honum. Bestu kveðjur frá henni rólegu kaffihúsa-Köben,

Hlynur Hallsson, 7.10.2007 kl. 23:21

13 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

Vá, og hvar á maður að drekka kaffibollann sinn svo manni  leifist að hafa skoðanir á þessu... ég þangað.

Líka spennandi tilhugsun að tilheyra elítu, ég er mjög monntin að vera sett í elítu hóp. Mig langar strax á Kaffihús í reykjavík að hitta elítuna mína. 

Gunnhildur Hauksdóttir, 8.10.2007 kl. 13:39

14 Smámynd: Hlynur Hallsson

Nákvæmlega, thessi kaffihúsaklisja í álbrædslu genginu er frekar sløpp. Fer Sigurjon aldrei á kaffihús til ad fá sér kaffi? Elítan er einnig smá thvæla. En hvad getur madur sagt vid svona frábæran tannlækni sem hefur skotheld røk og allt á hreinu, veit allt best og allir adrir en hans skodanabrædur eru kaffhúsa-elítu-listamanna-101-pakk sem aldrei hefur gert neitt af viti? Ég ætla ad fá mér te í dag og reyna svo ad vinna mér inn smá pening med ærlegu handtaki. Bestu kvedjur,

Hlynur Hallsson, 8.10.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband