3.11.2007 | 11:50
Af hverju kýs fólk Sjálfstæðisflokkinn?
Það munar um minna fyrir venjulega fjölskyldu að þurfa að borga þriðjungi hærri vexti af húsinu sínu nú en gerði fyrir nokkrum árum. Og enn eru vextirnir að hækka. Það skuggalega við þetta er að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem stjórnar þessu á öllum stöðum, í Seðlabankanum, ríkisstjórninni og bönkunum. Og þingmenn Flokksins vildu helst af öllu leggja Íbúðalánasjóð niður og afhenda bönkunum lánastarfsemina alla á einu bretti. Af hverju kýs fólk þennan sjálftökuflokk?
Hér er fréttin úr 24 stundum: "Mánaðarlegar afborganir af 20 milljóna króna íbúðaláni hjá Kaupþingi banka til tæplega 40 ára sem tekið er í dag eru 33% hærri en ef lánið hefði verið tekið árið 2004 þegar bankinn fór út á íbúðalánamarkaðinn. Tilkynnt var eftir stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands í vikunni að vextir af íbúðalánum hjá Kaupþingi yrðu hækkaðir í 6,4%. Þegar Kaupþing hóf að bjóða upp á íbúðalán voru vextir 4,15%.
Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir líklegt að vextir af íbúðalánum sjóðsins hækki um 0,5% á næstunni. Það er markaðurinn sem ræður þeim vaxtakjörum sem við bjóðum. Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hefur hækkað mjög að undanförnu, ekki síst eftir ákvörðun Seðlabankans [um að hækka stýrivexti]. Það er alveg ljóst að við næsta útboð má búast við því, við óbreyttar markaðsaðstæður, að vextir Íbúðalánasjóðs hækki."
Afborganir lánsins hækka um þriðjung | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll | Facebook
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 379786
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
Athugasemdir
Skil það alls ekki.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 3.11.2007 kl. 12:43
Heill og sæll, Hlynur og aðrir skrifarar !
Líkast til; er fólkið haldið meðvitaðri, eða ómeðvitaðri sjálfseyðingarhvöt, Hlynur minn.
Mbk. / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 13:44
Verð að taka undir með þeim sem hér hafa tjáð sig. Þetta hlýtur að vera sambland af óminni í áratugi og/eða sjálfseyðingahvöt. En vaninn teymir fólk oft lengi.
Bjarkey Gunnarsdóttir, 3.11.2007 kl. 13:51
Já Hlynur þessu má velta fyrir sér. Það er hins vegar ekki síður undarlegt að verða vitni að því að formaður VG skuli bakka upp þetta hörmulega dverg-krónuhagkerfi hávaxtanna eins og hann hefur margsinnis ítrekað og heyra mátti á honum þegar síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans lá fyrir. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir marga í VG að forystumenn flokksins skuli vilja ríghalda í ISK með þeim okurkjörum sem okkur bjóðast - í vöxtum og bankakostnaði og öðru verðlagi.
Eigum við ekki bara að sameinast um að setja stefnuna út úr þessum okurkjörum íslenska krónuhagkerfisins - - - og setja Evrópusambandsaðildina í forgang? Viðræður á dagskrá og aðild að EVRU um leið og skilyrðum er fullnægt? Slíkt mundi létta kjör almennings frá ákvörðunardegi. . . .
Það væri amk. líka leið til að frelsa okkur undan valdi Davíðs og sérhyggju Sjálfstæðisflokksins.. . . .rétt eins og aðilar vinnumarkaðarins eru farnir að kalla eftir.....
Benedikt Sigurðarson, 3.11.2007 kl. 14:58
Röng hagstjórn er hluti þessa vandamáls. Röng hagstjórn er auðveldari hér vegna dvergkrónu og einangrunar frá alþjóðasamfélaginu. Af hverju kýs fólk Sjálfstæðisflokkinn...góð spurning sem ég get ekki svarað. Það sem Hlynur nefnir hér sem dæmi og kennir Sjálfstæðisflokknum er nákvæmlega það sem héldi áfram ef einangrunar og afturhaldsstefna VG næði fram að ganga í hér. Sem betur fer varð ekki að því að helstu afturhaldsflokkarnir næðu völdum hér eins og afturhaldsöflin í Sjálfstæðisflokknum vildu. Geir Haarde er Evrópusinni og því tel ég líklegt að þessi stefna og áherslur hverfi á næstu misserum fyrir árhrif Samfylkingarinnar. Davíð Oddsson og Steingrímur Sigfússon tvíburabræður í einangrun og afturhaldi verða áhrifalausir í framtíðinni sem betur fer.
Jón Ingi Cæsarsson, 3.11.2007 kl. 19:28
Allt er þetta hluti af að standa vörð um hagsmuni auðvaldsins (fjármagnseigendur). Markaðurinn er ekkert náttúrulögmál eins og margir virðast halda. Markaðurinn er aðeins eitt af þessum "kerfum" sem aðilar setja sem leikreglur í viðskiptum. Gæti ekki verið að fólk sé nauðugt til að taka lán á þessum kjörum vegna verðlags ofl. Mikil neysla skapar verðbólgu, en það eru ekki þeir sem verst eru settir sem neyta mest heldur þeir sem eiga peninga og oft hafa lægri lán eða alls engin. Hlutirnir eru ekki alltaf einfaldir, en vaxtahækkanir og verðbólga koma oft verst við þá sem minnst mega við því. Fjármagnseigendur eru tryggðir bak og fyrir með vöxtum og verðtryggingu. Jæja best að fara og njóta kvöldsins...........
Jónas Rafnar Ingason, 3.11.2007 kl. 20:27
Sumir kalla kjósendur sauði þegar þeir undrast fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Þetta er heimskuleg samlíking.
Ég er gamall fjárbóndi og fullyrði að rollurnar mínar voru mun greindari en mikll fjöldi kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
Mínar rollur forðuðust alla þá sem sýndu sig í að verða þeim til óþæginda.
Forðuðust þá eins og fjandann sjálfan.
Árni Gunnarsson, 3.11.2007 kl. 20:37
ég reikna með að undirbúningur að breytingum hefjist fyrri hluta næsta árs. Hvenær evra verður orðinn gjaldmiðill er erfiðara að spá...það ræðst fyrst og fremst af því hvað aðildarviðræður og þjóðaratkvæðagreiðlan þurfa langan tíma. Ef til vill 2010 Jón Kristófer
Jón Ingi Cæsarsson, 3.11.2007 kl. 20:46
Kristinn.
Er það ekki afl atkvæðanna sem stýrir þjóðfélagsástandi?
Sem verndar "besta fiskveiðistjórnkerfi í heimi?"
Sem verndar báknið utan í Arnarhólnum með stýrivaxtaheilkennið?
Sem ber ábyrgð á dýrustu málssókn sögu okkar vegna óvildar "undarlegrar" persónu til ákveðinna manna?
Og svo margt, margt fleira.
Árni Gunnarsson, 3.11.2007 kl. 23:50
Heill og sæll, Hlynur og skrifararnir hinir !
Jón Ingi ! Þar; sem heldur gerist kvöldsett, þá ég hamra þetta ritkorn, á lyklaborð mitt, vil ég spara, um hríð; þá skammadembu, hverja ég hugði þér, að nokkru. En; ....... það, að leggjast undir svikamyllu bandaríska leppríkja bandalagsins; hið Stór- Þýzka Evrópska samband, eru, og verða að skoðast; sem drottinssvik, líka sem smánun og lítilsvirðing, við landvætti Íslands.
Það á að vera MENNSKA okkar Íslendinga, að lagfæra okkar efnahagsmál, sem og önnur, SJÁLFIR; þótt svo einhverjir jakkafatadrengir, suður í Reykjavík þurfi að axla sín skinn ! Ekki, að hrópa eftir utanaðkomandi ''hjálp'', og það allra sízt, með Stór- Þýzkaland (Evrópusambandið) í fararbroddi, hvað þú skoðir, og afskaffir ei, mína meiningu; þar um, Jón Ingi og slekti þitt allt, hvað í Samfylkingu, sem öðrum skúmaskotum síngjarnra finnst, eða kann að finnast.
Mbk., sem fyrr / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 23:53
Óskar...það er alltaf eitthvað fallegt við barnslega trú á einfaldleikan.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.11.2007 kl. 01:23
Það hlýtur að vera krafa okkar að ríkistjórn gangi geri gangskör af því að breyta lögum um seðlabankann, og í framhaldi af því að skipta út stjórnendum, og skipa EINN Seðlabankastjóra, sem hefur menntunn og reynslu til að gegna því starfi, eins og gert er í öllum þeim ríkjum, sem við viljum bera okkur saman við.
Ofurvaxta stefna seðalbankans er á góðri leið að koma okkur á vonarvöl, öll útflutningstafsemi og samkeppinsiðnaður er á brauðfótum, vegna rangskráningar gengis.
Eg tel ekki að innganga í Esb, eða upptaka evru séu endilega lausnin, sé ekkert því til fyristöðu að hafa áfram kr, en tengja skráningu hennar við gengiskörfu, eða þa bara við Evruna.
Það ætti öllum vera ljóst í frjálsu flæði fjarmagns, þá gagnar nánast ekkert að ætla sér að stjórna með vöxtum einum og ´sér. Krónan er í dag einungis gjaldmiðill þeirra efnaminni
Það hefði verið okkur mikið hagstæðara, ef Davíð hefði skipað sig í stöðu Yfirdýralæknis, eða þá Landlæknis.
haraldurhar, 4.11.2007 kl. 01:27
Alveg leiftursnjöll ábending hjá þér haraldurhar,-þetta með yfirdýralækninn.
Árni Gunnarsson, 4.11.2007 kl. 10:46
P.s. En enda þótt Davíð sé óskoraður leiðtogi hvar sem hann fer og enda þótt hann sé afburðamaður að gáfum og leiftrandi glöggskyggni á aðstæður.
Og enda þótt hann sé jafnframt frekjuhundur og láti oft stjórnast af slæmum lyndisgöllum og taki þá afburða heimskulegar ákvarðanir, þá trúi ég því nú naumast að hann standi einn að þessum ákvörðunum um stýrivextina.
Árni Gunnarsson, 4.11.2007 kl. 11:00
Röng mynt. röng hagstýring. vondi sjálfstæðisflokkurinn.
Við erum eitt ríkasta land í heimi. hagvöxtur er gríðarlegur. velmegun svo mikil að við erum löngu hætt að gera okkur grein fyrir því.
lán eru mjög há í dag. samt er verið að taka hærri og hærri lán. hvernig er hægt að skýra það með öðrum hætti en að við getum borgað af þeim?
hvað myndi gerast ef íbúðalánsjóður myndi bjóða út húsnæðislán á segjum 2% vöxtum? íbúðarverð myndi tvöfaldast á við það er núna.
bankarnir í landi keppast núna hver í kapp við annan að bjóða út sem allra bestu innláns vexti og kjör. afhverju? því þeir eru gjaldeyrislausir. það er skortur á fjármagni til þess að endurlána sem útlán. það er skortur á peningum.
þannig að þeir vextir sem eru í dag, eru ekki of háir. meðan fólk tekur lán á þeim vöxtum þá eru þeir ekki of háir. um leið og vextirnir verða of háir, þannig að útlánastarfsemi hættir, þá stoppar þennslan og vextir byrja að lækka aftur.
þetta er mjög eðlilegur hlutur og skiljanlegur fyrir alla þá sem einhvern áhuga hafa á því að kynna sér þessa hluti án fyrirframgefina fordóma.
Fannar frá Rifi, 4.11.2007 kl. 12:27
Ein ástæðan fyrir miklu fylgi Sjálfstæðisflokksins er að taka helst ekki afstöðu til eins né neins, sérstaklega ef mál geti valdið einhverjum deilum. Innan Sjálfstæðisflokksins er mjög illa séð ef einhver byrjar að rugga bátnum, því þá verða menn sjóveikir! Munum við eftir því þegar Ólafur F. Magnússon kom með tilligu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hann hafði ekki fengið blessun Davíðs á tillögunni? Davíð fékk einhvern sporgöngumann sinn til að tala gegn tillögu Ólfas og það leiddi til að leiðir skildu og Ólafur fór í Frjálslynda flokkinn.
Sjálfstæðisflæokkurinn er einnig mjög fundvís á þingmál sem eru til þess fallin að vera vinsæl. Sjáum t.d. brennivínsfrumvarpið heilbrigðisráðherrans og fleiri. Tilgangurinn með því er auðvitað sá að hygla verslunareigendum og að fá í leiðinni nokkur atkvæði einkum ungs fólks sem ekki eru sérstaklega gagnrýnin á svona frumvörp.
Frá eldri tíð má skoða frumvarp Ólafs Thors um að selja Mosfellshreppi Mosfellsheiðina sem tekin var frá kirkjunni! Þetta gerðist um 1930 og síðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn notið mikils fylgi í þessu sveitarfélagi. Ómeðvitað fylgir traustið gegnum kynslóðirnar og enginn kjósandi Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu veit öllu lengur af hverju afinn og amman velja Sjálfstæðisflokkinn en ekki einhvern annan. Sjálfstæðisflokkinn er nokkurs konar trygging fyrir kjósanda sem gerir litlar kröfur að þurfa ekkiað taka neina afstöðu. Bara kjósa eins og afi og amma!!
Bestu kveðjur norður heiðar!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 4.11.2007 kl. 12:39
Heill og sæll, sem fyrr Hlynur sem skrifarar aðrir !
Jón Ingi ! Orðhengilsháttur; sem útúrsnúningar, eru ein sterkustu einkenni ykkar Samfylkingarmanna. Liggur við; að hvað eina, sem ykkur væri bent á, til þess að snúa út af braut fylgispektarinnar; við hið nýja Stór- Þýzkaland (Evrópusambandið), hvað svarið hefir sig, í fóstbræðralag við bandarísku heimsvalda sinnana, myndi litlu breyta, sökum óútskýranlegrar Brussel/Berlínar glýju ykkar.
Vill svo til; Jón Ingi, að ég, ásamt fjölda annarra kjósum, að auka tengsl okkar við Rússland - Kína - Indland - Japan og ríki Mið- og Suður- Ameríku, sem og Kanada, á komandi tímum, og ekki væri hyggilegt, að við værum lokuð inni, í Evrópskri kró, hvaðan útgönguleiðir kynnu að verða torveldar.
Það er mín meining; Jón Ingi ! Eflaust; er tilgangur ykkar Samfylkingarmanna hinn vænsti, en,..... má til, að benda ykkur á, að skoða málin, í heildarsamhengi, Jón minn.
Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 14:14
Ja ég er ekki alveg að skilja þetta en sjálf hef ég aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn en það virðist þó að miða við kostninguna sem flokkurinn fær að það sé nógu mikið af fólki sem það gerir.
Katrín Ósk Adamsdóttir, 4.11.2007 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.