Leita í fréttum mbl.is

Hasarspenna í Danmörku en SF búin að vinna kosningarnar

3d5ff769d3534e4d8c1f685ae7f4ef25_sf_LOGOÞað hefur svona aðeins slegið á bjartsýnina með að þessi leiðinda hægristjórn muni hrökklast frá völdum í kosningunum í dag. Eitt er samt á hreinu: Sigurvegari kosninganna er systurflokkur Vinstri grænna, Sósíalíski þjóðarflokkurinn sem kemur sennilega til með að tvöfalda fylgið og vel það. Það eru útaf fyrir sig tíðindi.

Anders Fogh Rasmussen sem boðaði til kosninga með þriggja vikna fyrirvara og hélt að hann myndi rúlla þessu upp gerði sennilega afdrifarík mistök og flokkurinn hans mun standa í stað eða jafnvel tapa atkvæðum, vonandi mörgum. (Ég vek athygli á því að þetta er ekki alveg hlutlaus fréttaskýring hjá mér:) Það eru einnig góðar fréttir að Einingarlistinn muni ná lágmarkinu til að komast á þing. Rödd þeirra er mikilvæg og þar er upp til hópa ungt og hresst fólk sem hristir upp í stöðnuðum hlutunum á danska þinginu. Við þurfum á þessu fólki að halda. Ég vona innilega að Danir beri gæfu til þess að kjósa til vinstri og þar verði mynduð velferðarstjórn með áherslu á umhverfisvernd og með hag fólksins í huga, manneskjuleg stjórn í stað stríðsherra.


mbl.is Kjörstaðir opnaðir í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Pétur, SF er að fara úr 6% upp í 12-13%. Ef það er ekki stórsigur þá veit ég ekki hvað er sigur. SF verður vonandi þriðju stærsti flokkur á Folketinget. Það er einhver annar að steypa hérna, sorrý...) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 13.11.2007 kl. 10:28

2 identicon

Svona svona strákar. Búinn að lesa heimasíður ykkar og sýnist að það þurfi nánast ekki að kjósa. Að halda því fram að stjórn Anders Fough sé velferðarstjórn er ansi sérkennileg niðurstaða. Það er ekki búið fyrr en það er búið. Já, svo er Kalli Tomm hjá mér rétt þegar niðurstaðan er fengin eða kl 22, Hlynur. kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 10:43

3 Smámynd: Sigurjón

Skv. þessum útreikningum hjá þér Hlynur myndi Íslandshreyfingin vinna stórsigur, ef hún myndi auka fylgi sitt úr 1% í 2%...

Sigurjón, 13.11.2007 kl. 12:52

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Að vísu ekki alveg sambærilegt Sigurjón :) SF er að fara úr því að vera einn af minnstu flokkunum á þingi (sjötta sæti með 6%) í það að vera sá þriðji stærsti (vonandi) með um 13%, bætir semsagt við sig um 7 prósentustigum (en ekki bara einu) og þingmönnum fjölgar úr 11 í 23. Það væri stórsigur Sigurjón! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 13.11.2007 kl. 13:25

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það væri að vísu stórsigur fyrir flokk í Danmörku að auka fylgi sitt úr einu prósenti í tvö því þar með væri sá flokkur kominn með allavega fjóra þingmenn, úr því að hafa engann:) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 13.11.2007 kl. 13:26

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Allskonar útursnúningur og skemmtilegheit hér  á kommetinu!

Edda Agnarsdóttir, 13.11.2007 kl. 16:54

7 Smámynd: Sigurjón

12% flokkur er barasta ekkert stór flokkur, þó hann sé 3. stærsti.  Það er bara mergurinn málsins.  Hvaða aðferð sem beitt er til að láta þá tölu líta stóra út, t.d. miðað við fyrri kosningar eða eitthvað því um líkt, breytir ekki þeirri staðreynd að 12% flokkur er og verður LÍTILL minnihlutaflokkur!  Rétt eins og VG hér á landi.  Jafnvel þó það heyrist hátt í ykkur oft á tíðum og þið hafið ræðuskörung sem formann, breytir það ekki því að þið eruð og munuð ávallt vera í stjórnarandstöðu vegna öfgafullra skoðana ykkar.

Sigurjón, 14.11.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband