Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju húsverndunarfólk!

kaupvangstorg

Þetta eru frábærar fréttir! "Menntamálaráðherra hefur að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar ákveðið að friða þrjú hús á Akureyri. Húsin sem um ræðir eru Hafnarstræti 94, Hafnarstræti 96 og Hafnarstræti 98 og nær friðunin til ytra borðs húsanna. Húsin eru öll talin hafa mikið gildi fyrir umhverfi sitt, ýmist sem hornhús eða áberandi kennileiti í miðbæ Akureyrar." 

Myndin er frá Minjasafninu og ég fann hana á bloggsíðu Helga Vilberg og þar má sjá Hamborg, París og svo glittir í Hótel Akureyri vinstra megin við París. Ég skrifaði um málið snemma í sumar sem má lesa hér. Nýja myndin er af vísi.is.

bilde?Site=XZ&Date=20071113&Category=FRETTIR01&ArtNo=71113031&Ref=AR&NoBorder


mbl.is Þrjú hús friðuð á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta eru góðar fréttir. Sem gamall MA-ingur vill maður helst að bærinn haldi sérkennum sínum.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.11.2007 kl. 12:22

2 identicon

Þetta kemur á 11 stundu svo dágskráliðum fækkar um einn á bæjarstjórnarfundi í dag. Þá er bara að breyta hjalli í höll.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 13:42

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, við viljum lifandi og fallegan miðbæ og halda í þessi fáu gömlu hús sem enn standa. Það er hægt að byggja nóg af steypuglerhúsum þar sem nú eru bílastæði. Þorgerður Katrín á heiður skilinn fyrir að drífa í þessari friðun á elleftu stundu. Nú hefst uppbyggingin. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 13.11.2007 kl. 13:56

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég óska ykkur Akureyringum til hamingju með þetta og Þorgerði Katrínu líka- ég hef nú stundum líka dáðst að henni fyrir að draga til baka lagafumvörp sem hafa verið umdeild!

María Kristjánsdóttir, 13.11.2007 kl. 16:04

5 Smámynd: arnar valgeirsson

einhvernveginn hélt ég, í fávisku minni, að númer 94 og 96 væru friðuð. en þetta er ánægjulegt, jafnvel þó gamli félagi Vignir sé ekki sáttur. já, manni hryllir við öllum þessum niðurrifspælingum og nýjum klumpum út um allt. er ekki hægt að setjast niður og skoða málið í stóra samhenginu, bæði í reykjavík og á akureyri. og kannski bara út um allt. ekki skemmtilegt ef t.d. stykkishólmur yrði alltíeinu sami gamli verslunarbær og í gamla daga ha. allt rifið og glerhýsi í staðinn.

arnar valgeirsson, 13.11.2007 kl. 17:58

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mér sýnist nú útlit Hótel AKureyri hafa breyst. Þarna virðist hafa verið kvistur sem nú er farinn.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.11.2007 kl. 19:53

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta eru ánægjuleg tíðindi. Var einmitt að hugsa um það, hvað það er áhugavert að vera gestur í öðru landi og skoða fallegar sögulegar byggingar, geri fastlega ráð fyrir því að þeir sem koma til Íslands vilji gera slíkt hið sama. það er eitthvað svo gelt að sjá mestmegnis nýtísku steypu-gler byggingar, þó það geti auðvitað verið áhugavert líka. En flestir sem ferðast, leita uppi elstu staði hvers þorps og borgar, þar er einhvern veginn sagan svo lifandi.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.11.2007 kl. 20:16

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kvisturinn Kristín er á húsinu sem stóð á móti Hótel Akureyri, þar sem Apótekið er núna. Takk öll fyrir athugasemdirnar og bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 13.11.2007 kl. 22:11

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hamborg og París eru náttúrulega stórglæsileg hús en sama verður ekki sagt um Hótel Akureyri. Arkitektúrinn ekkert sérstakur og húsið auk þess í mikilli niðurníðslu. Finnst ykkur sjálfsagt að það sé lappað upp á það fyrir almannafé?

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2007 kl. 02:25

10 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Hlynur, þú veist betur. Ekkert við þetta hús né sögu þess þarf að varðveita.  Frumgerðin var ekki falleg, H100 klest uppað húsinu og það stendur allt of nálægt París.  Húsið eða hlutið þess hefur átt að víkja lengi, engum hefur hugnast að kaupa það og endurreisa samkvæmt skipulagi.  Svona hefur þetta þvælst fram og til baka í tugir ára.  Núna loksin þegar á að rífa húsið stökkva menn til og heimta friðun.

Mér finnst það lélegt að vilji bæjarstjórnar sé hunsaður af ráðherra, þeirra er skipulagsvaldið og þeir eru rétt kjörnir til að fara með skipulagsmál sveitarfélagsins.

Guðmundur Jóhannsson, 14.11.2007 kl. 05:42

11 Smámynd: Hlynur Hallsson

Nú það er bara svona, Sjálfstæðisflokkurinn einnig tvístraður í þessu máli!) Hver höndin upp á móti annarri þar á bæ. Spurning hvað þessi flokkur heldur lengi saman á límingunum. Ég styð Þorgerði Katrínu í þessu máli og bendi á ljómandi leiðara 24 stunda í dag. Það er verið að bjarga bæjarstjórn frá því að fremja menningarsögulegt slys. Það á heldur ekki bara að halda upp á postulínið, við viljum einnig varðveita venjulegu húsin og Hótel Akureyri er fallegt hús, það munu allir sjá þegar það hefur verið uppgert. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 14.11.2007 kl. 08:40

12 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Hlynur, hvað kemur þetta sjálfstæðisflokknum við, skil ekki "commentið"  Skil heldur ekki þetta endalausa tal um klúður í bæjaryfirvöldum á Akureyri, ég veit ekki betur en þau hafi reynt allt til að leysa málið.  Þetta hús hefur verið í niðurníðslu í áratugi og miðbænum til mikillar lýti.  Margir af fyrri eigendum hafa reynt að finna húsinu hlutverk, það hefur ekki tekist vegna þess hvernig það er skipulagt og barn síns tíma.  Það mál sem hrinti þessari atburðarás af stað var ósk fyrrum eiganda um að breyta húsinu á þann veg að byggja ofáná það eina hæð auk þess að setja á það maga stóra kvisti.  Þetta gátu menn ekki fallist á vegna margra ágalla á hugmyndinni.  Þótti reyndar svo mikil breyting að húsið var ekki svipur hjá sjón.  Á þessum tímapunkti hjó bærinn á hnútinn og leysti stærsta hluta hússins til sín.  Vandinn var að enginn vildi endurbyggja húsið, þótti ekki hagkvæmt vegna lítils grunnflatar og ekki síst brunavarna.

Auðvitað verður húsið fínt þegar búið verður að endurbyggja það.  Núna þarf ríkissjóður að setja fjármuni í endurbygginguna og þá spyr enginn um arðsemi enda ekki ástæða þar sem húsið hefur hlotið friðun.  Svo væri nú ekki ónýtt ef ríkið myndi nú hýsa einhverja af sinni starfsemi í húsinu.

Guðmundur Jóhannsson, 15.11.2007 kl. 00:48

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hlynur þú ættir kannski að bjóðast til að kaupa húsið og gera eitthvað við það. Eða eiga allir aðrir að borga með skattpeningum sínum hvernig þú vilt hafa götuskipulagið?

Fannar frá Rifi, 15.11.2007 kl. 00:56

14 Smámynd: Hlynur Hallsson

Einhver misskilningur hjá þér Björn. Heilindi VG í þessu máli eru alveg á hreinu. Við vildum alltaf að það yrði gert upp enda ljómandi hús en við áttum aðeins 7% í húsinu en þeir sem vildu rífa 93%. Við fögnum þessari niðurstöðu og vonum að nú verði unnið hratt og vel að endurgerð Hafnarstrætis 98 og erum tilbúin að koma að því máli. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 15.11.2007 kl. 13:31

15 identicon

Hlynur, viltu ekki svara spurningu Fannars? Ætlar þú að bjóðast til að kaupa húsið og gera við það?

Eða eiga aðrir að greiða fyrir áhugamál þín?

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 15:04

16 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég væri meira en til í að kaupa húsið og gera það upp. Er reyndar alveg til í að leggja í púkkið en á því miður ekki svo mikinn pening að ég geti gert það einn. Ég hef aldrei farið fram á það Gísli að einhverjir aðrir greiði fyrir mín áhugamál, nema fólk vilji gera það. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 16.11.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.