Leita í fréttum mbl.is

Næsti forseti BNA og tilgangur lífsins

444944AÞað er mikið fjör í BNA um þessar mundir. Er þetta samt ekki aðeins og langur aðdragandi fyrir forsetakosningar sem eru í nóvember á næsta ári! Frambjóðendur eru búnir að vera að hamast frá því í sumar. Skammur undirbúningur fyrir þingkosningar í Danmörku á dögunum eru hinar öfgarnar, 19 dagar eða 519. Annars er bara að vona að skárri kosturinn, það er að segja Demókratar vinni þetta og þar á bær er hún Hillary sennilega einnig skást. Kominn tími til að forseti BNA sé kona með skoðanir en ekki einhverjir trúðar með glæpamenn sem rágjafa, sem sífellt valda vonbrigðum. Annars hlakka ég til sunnudagsins þar sem fólk ætlar að velta fyrir sér grundvallarspurningum. Þórgnýr Dýrfjörð ætla nefnilega að spyrja sjálfan sig og aðra um það hver tilgangur lífsins sé? Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör kynni einhver að segja enda býst nú sennilega enginn við því að Þórgnýr sé kominn með svarið eða svörin en ef marka má síðustu tvo sunnudagsmorgna á Bláu könnunni þá verður ekki fátt um svör eða öllu heldur umræður. Þetta er skemmtilegt og hér er tilkynningin: 

Félag Áhugafólks um heimspeki á Akureyri heldur áfram með “heimspekikaffihús” á sunnudögum. Fyrstu tveir viðburður félagsins hafa tekist frábærlega en mikill fjöldi fólks hefur mætt á þá.

Næsta “heimspekikaffihús” vetrarins verður haldið næstkomandi sunnudag, 18. nóvember, á Bláu könnunni kl. 11 og lýkur kl. 12.  Fyrirkomulagið er þannig að fyrirlesari heldur stutta inngangstölu, u.þ.b. 10 mínútur, og að henni lokinni verða umræður. Að loknum umræðum tekur fyrirlesari efni þeirra saman.

Fyrirlesari í þetta skipti er Þorgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, og ætlar hann einfaldlega að fjalla um: "Hver er tilgangur lífsins?".

Dagskráin fram að jólum er sem hér segir (á sama stað og sama tíma):

Sunnudaginn 25.nóv. Páll Skúlason

Sunnudaginn 2.des. Hjalti Hugason

Félagið vill hvetja alla áhugamenn og konur til að fjölmenna og eiga notalega og fræðandi stund á Bláu Könnunni.

Félag Áhugafólks um heimspeki á Akureyri


mbl.is Clinton þótti standa sig vel í kappræðum í Las Vegas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Paul Nikolov

HILLARY Í 08!

Paul Nikolov, 16.11.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Held að það skipti í raun litlu hverjir vinni þessar kosningar, báðir flokkar eru inná  New World Order hryllingnum, þetta er allt Bilderberg pakk og svikarar.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.11.2007 kl. 16:48

3 Smámynd: Ransu

"Tilgangur lífsins er lífið sjálft".

(spakmæli á yogi-tea pakka)

Ransu, 16.11.2007 kl. 20:37

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Og enn og aftur virðist mesta stuðið vera á Akureyri.......ég fer alveg að falla í sjálfsvorkunn yfir því að missa af svona mörgum skemmtilegum uppákomum, ekki það, er svo sem margt mjög áhugavert í Finnlandi.....þyrfti bara að geta verið á tveimur stöðum

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.11.2007 kl. 22:15

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Jú, ég held að það skipti miklu máli að það verði ekki öfgahægrimaður forseti BNA áfram. Hillary er ekki fullkomin en hún er ágæt. Spakmælin af yogitepakkanum eru snilld Ransu "Tilgangur lífsins er lífið sjálft".

Njóttu þess að vera í Finnlandi Krumma maður er hvort sem er alltaf að missa af einhverju:) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 16.11.2007 kl. 22:53

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Akureyri er að verða einhver gáfumannanýlenda miðað við atburði og fréttir. Sprengja skalann í útsvarinu og leysa svo lífsgátuna. Eða verður hún kannski ekki leyst með orðum, heldur einungis með því að nýta hjartalagið til að beita viljanum oftar en ekki til góðra verka með jákvæðum afleiðingum. Þannig að ef hjartalag Akureyringa er jafn gott og minnið og vitsmunirnir þá eruð þið á himnum  .

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.11.2007 kl. 22:15

7 identicon

Takk fyrir upplýsingarnar Hlynur. ég gerði tilraun til að skrá mig í þetta félag í fyrravetur en hef aldrei fengið neitt frá því þrátt fyrir að hafa skrifað netfangið mitt. ég held að ég verði að gera aðra tilraun svo ég missi ekki af öllu þessu fíneríi.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband