Leita í fréttum mbl.is

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir næsti fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum

Thorgerdur Í dag verður formlega tilkynnt hver verður fulltrúi Íslands árið 2009 á Feneyjatvíæringnum. Hingað til hafa þetta verið myndlistarmenn en nú er breytt út af vananum því menntamálaráðherra (eða menntamálastýra) Þorgerður Katrín verður sjálf fulltrúi Íslands. Þetta kemur fram á ljómandi boðskorti sem ég fékk frá CIA. Ekki það að leyniþjónusta BNA sé farin að skipta sér af menningarmálum hér uppá klaka því þetta er alþjóðleg skammstöfun Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar: Center for Icelendic Art og heimasíðan er cia.is. Mér finnst samt líklegt að Þorgerður Katrín ætli ekki sjálf að gera gjörninga, innsetningar eða sýna ljósmyndaverk eða málverk í Feneyjum heldur muni hún bara tilkynna hver verður fulltrúi Íslands. Þetta fer fram í Listasafni Íslands eftir hádegið og ég kemst því miður ekki á staðinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Góður !!!

Fríða Eyland, 22.11.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.