Leita í fréttum mbl.is

Rassi prump fulltrúi okkar í Feneyjum 2009

008ragnkjartmainpic

Ragnar Kjartansson (yngri) verður fulltrúi okkar íslendinga á næsta Feneyjatvíæring árið 2009. Þetta er mjög gott því Ragnar (Rassi prump) er snillingur! Ég er viss um að hann rúllar upp þessari sýningu og ég er strax farinn að hlakka til. Hann var með frábæra sýningu í Nýlistasafninu um daginn og hann sýnir í stofunni hjá okkur í Kunstraum Wohnraum hér á Akureyri þann 16. mars 2008. Hann  verður einnig með á "bæ bæ Ísland" sýningunni í Listasafninu á Akureyri í mars. Þrátt fyrir að vera ekki gamall maður hefur Raggi farið víða og sýnt um allt. Hann var líka með á "aldrei - nie - never" sýningunni sem ég skipulagði í Gallerí +, Nýló og hjá Kuckei+Kuckei í Berlín. Alda Sigurðardóttir vinkona mín á Selfossi minnti mig einnig á frábæra sýningu sem Raggi var með hjá okkur í GUK+ árið 2004. Ragnar er ekki bara þekktur sem myndlistarmaður því hann er einnig aðalgaurinn í gæðahljómsveitinni Trabant. Ég mæli með heimasíðunni hans og sérstaklega myndbandinu "Dauðinn og börnin". Áfram Raggi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Raggi er frábær, ég er meira en sátt við tilnefninguna

Fríða Eyland, 22.11.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Ár & síð

Rassi Prump fretar í fótspor Steingríms.
Hét ekki nýjasta sýningin hans Bógómíl Prump?

Ár & síð, 22.11.2007 kl. 22:37

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hmmm ... hvenær varð Ragnar þessi listamaður? ...

Jóhannes Ragnarsson, 23.11.2007 kl. 13:17

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, hann Raggi er flottur. Ætli hann Ragnar "þessi" hafi ekki orðið formlega myndlistarmaður árið 2001 þegar hann útskrifaðist úr LHÍ. En hann var nú örugglega miklu fyrr orðinn myndlistarmaður. Hvenær verður maður annars hitt og þetta? En hvenær varð Jóhannes "þessi" bloggari? Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 23.11.2007 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband