Leita í fréttum mbl.is

65,5% vildu að Bjarni skilaði bréfunum í REI

445424A Ákvörðunin um að Bjarni Ármannsson hverfi frá REI er skynsamleg. 65,5% þeirra 444 sem tóku þátt í könnuninni á síðunni minni sögðu að Bjarni ætti að skila bréfunum sem hann fékk á einhverju lágmarksgengi í REI. 25,7% sögðu að hann ætti ekki að gera það, 5,9% var alveg sama og 2,9 var ekki viss. Þetta er frekar afdráttarlaust. næstum 2/3 vildu þetta. Bjarni fær millurnar sínar til baka og er sáttur við það. Ég held að meirihlutinn í Borginni sé að vinna mjög vel úr klúðri fyrrverandi meirihluta. OR og REI verður aftur í eigu borgarbúa og það er vel.
mbl.is Bjarni: fer skaðlaus frá borði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Verður Bjarni ekki valinn næsti forseti fyrir vikið?

Sigurjón Þórðarson, 23.11.2007 kl. 16:47

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þetta er auðvitað skelfilegt skemmdarverk af hálfu núverandi OG fyrrverandi meirihluta þar sem Svandís og Sjálfstæðismennirnir hafa leikið aðalhlutverk.  Það segir meira en mörg orð um stöðu OR og REI í útrásinni núna þegar peningamaður eins og Bjarni sem var tilbúinn að setja 1,5 milljarða í dæmið fyrir tveimur mánuðum ákveður að yfirgefa skútuna.   Svandís og Sjálfstæðismennirnir hafa skaðað eigur kjósenda líklega meira en nokkur dæmi eru fyrir í stjórnmálasögunni.

Það að tveir þriðju þátttakenda í könnuninni hafi svarað eins og þeir svöruðu sýnir fyrst og fremst hversu mikið er búið að afbaka þetta mál í fjölmiðlum.  Nú verðum við bara að krossleggja fingurna og vona að það verði hægt að tjassla saman leyfunum af útrásinni og halda áfram þótt fleygið sé laskað.  Það er hins vegar orðið ljóst að almenningur, eigendur OR, munu ekki hirða ágóðan af þeirri útrás í neinum svipuðum mæli og allir voru sammála um fyrir tveimur mánuðum.

Það er líka athyglisvert í þessu sambandi að ekki heyrist neitt um Hydrokraft, fyrirtæki Landsvirkjunar og Landsbankans sem er algerlega sambærilegt REI/GGE samrunans.  Sem betur fer þarf fólk meiri reynslu til að verða ráðherrar en borgarfulltrúar.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 23.11.2007 kl. 17:16

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það stóð til að féfletta almenning í Borginni en nú er komið í veg fyrir það. REI getur blómstrað án Bjarna eða halda menn virkilega að hann hafi töfrað fram alla útrás hingað til og hér eftir? Auðvitað er þessi könnun ekki vísindaleg en hún er vísbending og ekki sú eina sem var á þessa leið. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 24.11.2007 kl. 16:30

4 Smámynd: Blómið

Halló Hlynur!!!!!  Veistu eitthvað um rekstur veitufyrirtækjana áður fyrr.  Svona c.a. 10 til 15 árum síðan . Ég sé ekkert að því að OR taki þátt í svolítilli áhættustarfsemi, ef það getur orðið til heilla fyrir borgarbúa.   Annað eins var nú sukkað af fyrri veitufyrirtækju, þ.e. vatnsveitu, hitaveitu og rafmagnsveitu.   Ef allir vissu hvað var í gangi í þeim fyrirtækjum þá myndu menn nú ekki segja mikið yfir einhverjum 2-4 milljörðum.  Þekki talsvert til hvernig þetta var áður en sameiningin varð.   Tveir til fjórir milljarðar er ekkert að tapa miðað við hvað hefði verið hægt að hagnast.    Annað eins hefur tapast hingað til.  M.a. verið byggð heilu húsin með steypu sem var falin í Gvendarbrunnarhúsinu í Heiðmörk

Blómið, 24.11.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband