Leita í fréttum mbl.is

Best í heimi? - ekki alveg

429948AÞað eru ekki góðar fréttir að Ísland skuli hrapa niður listann í nýjustu PISA-könnuninni. Að vísu er ég hæfilega tortrygginn á allan svona samanburð en þetta eru samt skilaboð sem taka á alvarlega. Nú hafa verið kynntar tillögur og ný grunnskólalög þar sem margt horfir til bóta. Til dæmis er það jákvætt að lengja eigi kennaranámið. En þá verða laun kennara einnig að hækka. Víða er kennarastéttinni greidd mun hærri laun en hér á landi og hér hafa kennarastarfið lengi verið vanmetið. Þessu þarf að breyta.

Það þarf að auka áherslu á skapandi skólastarf og ekki síður á fjölbreytni í skólunum og lesskilning, ekki bara hraðlestur.

Þó að þetta sé ekki góðar fréttir af stöðu skólakerfisins þá eru hér tengill á frábærar femínistafréttir. Ég mæli með að allir gefi sér smá tíma til að setja sig inn í málin.


mbl.is Staða Íslands versnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ransu

Ætla mér að vera ósammála þessum vonbrigðum.  Þessar kannanir eru ekki fyrir neinn nema fullorðna og koma börnunum ekkert við. Og í þjóðarkapphlaupinu um hverjir séu bestir er sett aukin pressa á börnin.  Ekki langt síðan að ég las viðtal við forstöðukonu leikskóla sem var með "sniðuga" aðferð til að læða stærðfræðikennslu inn í leikskóla (kommon!).

Í kjölfar PISA "vonbrigða" hugsar menntamálaráðuneytið að nú þurfi að láta krakka lesa meira, sitja lengur kyrr, reikna í leikskóla. Og til þess að þjóna sjálfsímynd hinna fullorðnu íslendinga munu börnin sett í enn fastari hlekki.

Í af listum pistli sem ég skrifaði fyrr í vetur fjallaði ég um þetta lamaða skólakerfi sem byggir á einni spurningu, "Veistu svarið". Minntist þá einnig á uppruna orðsins "education" sem er úr latnesku "educare" og merkir "að draga fram" eða "að ná út". -Ekki "að troða inn", sem virðist sá skilningur sem stjórnvöld leggja á menntamál.

Best væri að taka ekki þátt í þessum PISA leik.

Ransu, 4.12.2007 kl. 12:51

2 Smámynd: Púkinn

Þetta kemur Púkanum ekki á óvart, enda er margt í íslensku skólakerfi til háborinnar skammar, eins og Púkinn minntist á hér.

Púkinn, 4.12.2007 kl. 13:49

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er sammála Ransu að við ættum helst ekki að vera í þessum PISA leik.´Það væri áhugavert að kynna sér betur það sem Hafliði Karlsson Kynntist í Finnlandi í grunnskólaum þar meðan hann var gestanemandi hjá Háskólanum í Helsingi - sem að vissu leyti gæti skýrt háa skorun hjá Finnum í PISA.

Annars af Feministafréttum - þá fylgist ég eins vel með og ég get enda Steinunn systurdóttir mín og er ákaflega stolt af því að hún hefur tekið við feminístakeflinu í fjölskyldunni!

Edda Agnarsdóttir, 4.12.2007 kl. 14:23

4 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Uppbygging í skólamálum" er marklaus ef hún er ekki gerð með hagsmuni nemenda í huga.   Það er ekki samasemmerki á milli þess að dæla peningum í málaflokk og fá fram virkni.  Það er lenska við umræðu hérlendis að mæla gæði hjá hinu opinbera í fjárframlögum og stöðugildum.  Þingmenn tala þannig og ýmsir hagsmunaaðilar sem hafa beina hag af því að velta í viðkoamandi málaflokk aukist. 

Umræða hérlendis er stöðnuð.  Við, almenningur, látum stjórnmálmenn hugsa fyrir okkur.  Það þarf hugarfarsbreytingu hjá almenning og hann verður að skilja að grasrótin erum við sjálf, ekki ferkantaðir stjórnmálamenn.  Steingrímur Joð, Þorgerður Katrin, Guðni Ágústsson  eru ekki grasrótin - óh nei.

Að mínu mati er lausnin sú að losa skólakerfið útr viðjum miðstýringar stjórnmálamanna sem þykjast vita allt alltaf og koma þessum rekstri til einstaklinga og félagasamtaka sem reka skóla á non-profit grunni í bland við hið opinbera kerfi.  Þá mun okkur farnast betur.  Norðurlönd og aðrar þjóðir eru mun duglegri við þetta og um leið opnari fyri lausnum en hin íslenska þjóðarsál sem er að tortíma öllu frumkvæði innan hins ríkis- og sveitarsjórnarvædda kerfis.

Látum til okkar taka.

 Kv Sveinn 

Sveinn Valdimar Ólafsson, 4.12.2007 kl. 15:28

5 Smámynd: Ransu

Las afsakanir yfirvalda í Fréttablaðinu. "Önnur lönd taka úrval á meðan við látum 80% spreyta sig á prófinu". Þessi var líka góður "Sum lönd borga nemendum fyrir að taka prófið". 

Bendi svo á frábæra grein Guðbergs Bergssonar í DV í dag, "Staða barnsins".

Ransu, 4.12.2007 kl. 17:31

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einu sinni kom menntamálaráðherra í Iðnskólann í Reykjavík þar sem Mosi starfar. Þá kom dálítill púki upp í honum og spurði Þorgerði Katrínu hvort viðhorf þess opinbera til menntunar sé ekki svipað og íslenskra bænda til útigangshrossa: þau þyrftu að þrauka þorrann og góuna til að lifa af. Stóðið mætti helst ekki kosta nokkurn skapaðan hlut en alltaf er verið að vænta þess að í stóðinu leynist góð gæðingaefni.

Fyrir Mosa er þetta eins og setja niður lélegt kartöfluútsæði og vænta metuppskeru að hausti!

Meðan menntakerfið á Íslandi er á horriminni getum við vænst að  eiga von á einhverjum nýmóðins kraftaverkum? Því miður er tími kraftaverkanna löngu liðinn. Bæði menntamálaráðherra Íslands og heimsbyggðin misstu af kraftaverkunum enda þarf trúin að vera mjög mikil fyrir hendi ef slík undur og stórmerki geti orðið!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2007 kl. 18:35

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Frakkar hættu þátttöku þegar útkoman var ekki nógu góð. Held að það bæti ekki menntakerfið að taka ekki þátt í PISA.

Núna voru prófuð aðallega náttúruvísindi og allir sem þekkja íslenska menntakerfið vita að við höfum ekki lagt mikla áherslu á þau - við höfum lagt miklu meiri áherslu á lestur og stærðfræði.

Annars á eftir að skoða þessar niðurstöður á næstu árum og varhugavert að draga miklar ályktanir af því hvar við stöndum í samanburði við aðra því að það er ekki nema sáralítill hluti af þessu. Meira er að læra af því hvaða þættir það eru sem okkar börn standa sig í og hvaða þættir það eru sem þau standa sig síður í.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.12.2007 kl. 20:45

8 Smámynd: Elín Björk

Við ERUM að dragast aftur úr og bara gott að við tökum þátt í svona könnunum svo við vitum af því - og þá vonandi að við gerum eitthvað í málinu.
Mig langar að nefna við Ransu að það getur verið hið besta mál að lauma inn stærðfræðikennslu eða hvers konar gagnlegu námi hjá leikskólabörnum, lítil börn eru mjög móttækileg og eiga létt með að læra á þessum aldri, enda byrja skólarnir sums staðar við 3ja ára aldur í Evrópu, hef ég persónulega reynslu af því með mín börn þegar við bjuggum erlendis. Eftir að við komum aftur hingað kvarta þeir yfir að það séu of litlar kröfur gerðar á þá í skólanum í námi og að enginn agi sé við hafður.
Orsökin að lakari frammistöðu íslenskra barna er eflaust margþætt, en það sem blasir við mér er agaleysi og litlar kröfur á skólabörnin. Ég held við foreldrar eigum stóra sök þar á, að vilja hlífa litlu krílunum okkar.

Elín Björk, 4.12.2007 kl. 21:32

9 Smámynd: Ransu

Það er rétt hjá Guðjóni að það bætir ekki menntakerfið að hætta að taka þátt í PISA könnunum. Þess heldur ætti að laga menntakerfið að öðrum þörfum en PISA könnunum og þá er ástæðulaust að spá í þessar kannanir frekar.

Ástæðan fyrir því að áhersla hefur verið lögð á stærðfræði umfram annað undanfarin ár er vafalaust vegna þess að síðast þegar Ísland kom illa út úr PISA könnun þá var það stærðfræðin sem "floppaði".  Ég man vel eftir þeirri umræði, allt í upplausn. Við vorum vitlausari en krakkar frá Kóreu. Þvílík hneisa! Auðvitað var svarið að auka stærðfræðikennslu í skólum frekar en að breyta kennslufræðinni með því að hleypa skapandi blóði í námið, þótt stærðfræðin sé í eðli sínu skapandi fag (Bendi á stærðfræðinginn Jan Anders, þess til stuðnings, en hann sýnir um þessar mundir útreikninga í Gallerí Gangi).

Ransu, 4.12.2007 kl. 21:48

10 Smámynd: Ransu

Afsakið, það er víst Ingólfur en ekki Guðjón sem ég átti við.

Og Elín.  Heldurðu að það sé mögulegt að börn séu þetta móttækileg svona ung vegna þess að þau þurfa á öllu sínu til að læra á líkama sinn frekar en að hugsa rökrétt? Að við séum einfaldlega að taka frá þeim þá orku sem líkaminn þarf til að vinna með, sinn náttúrulega hermilærdóm, með því að henda þeim sífellt í rökhugsun. Hvers vegna í ósköpunum þarf þriggja eða fjögurra ára barn að kunna að lesa og reikna. Það á að hlusta á fallegar sögur og ævintýri, leika sér og upplifa.

Ransu, 4.12.2007 kl. 21:57

11 Smámynd: Elín Björk

Ransu, ég sagði ekki að börnin yrðu að "kunna" að reikna og lesa, heldur einfaldlega að það mætti lauma inn hvers konar gagnlegri kennslu hjá þeim. Margt smátt gerir eitt stórt.
Og börnin hafa gaman að því að læra ef efnið er áhugavert. Þar kemur kennarinn inn og kennsluaðferðirnar sem þurfa að höfða til viðkomandi aldurshóps.

Elín Björk, 4.12.2007 kl. 22:40

12 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Í hvert sinn sem ég heyri minnst á svona könnun er verið að kanna raunvísindi og þá helst náttúruvísindi. Kannski ætti að kanna hvernig Ísland kemur út í tungumálum, sögu, landafræði og lestri. Hef trú á að við værum býsna ofarlega þar. Við leggjum einfaldlega áherslu á aðra hluti en gert er í mörgum öðrum löndum og miðað við ríkidæmi Íslendinga virðist það ekki hefta okkur. Ég sé enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af þessu.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.12.2007 kl. 23:33

13 Smámynd: Ransu

Jóhann, hversvegna eiga börn að sitja í prófum til að kanna hæfni kennara?  Væri ekki réttara að senda sjálfa kennarana í einhver samræmd PISA próf til þess?

Elín, gagnleg kennsla fyrir börn á leikskólaaldri er þegar þau fá að nota sína eigin aðferð til að læra, þ.e. hendur, hreyfingu og öll þau skynfæri sem þurfa tíma og orku til að þroskast fyrstu árin. 

Ransu, 4.12.2007 kl. 23:57

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frá Ransu: "Önnur lönd taka úrval á meðan við látum 80% spreyta sig á prófinu". Þessi var líka góður "Sum lönd borga nemendum fyrir að taka prófið". 

Svo fáránlegt sem þetta hljómar að þá er staðreyndin sú að víða eru akkúrat bara nemendur sem viðkomandi skóli er öruggur með að geti tekið þátt í könnunum eða prófi hafðir með.

 Hafsteinn Karlsson sagði í viðtali við útvarpið í haust eftir að hafa skoðað nokkra grunnskóla í Finnlandi og spyrillinn hafði spurt hann afhverju Finnar væru fremri okkur í allri mælingu á getu barna, að hann hefði aldrei séð nein vandamál, eða frávik í bekkjum. Þeir væru greinilega ekki með þá nemendur í almennum bekkjum eins og við og hinar Norðulandþjóðirnar. Kennarar í Finnlandi skora líka hátt í virðingastiganum og margir haft orð á sterkum tengslum Finna við austur Evrópu og menning þeirra sé sterk þaðan. En þetta var einungis tilgáta frá honum um hugsanlegar skýringar á þessum mælingum.

Svona mælingar hafa líka tíðkast her á landi, m.a. í samræmdu prófum, það hefur vitnast að sumir skólar í Reykjavík sem skora hátt í samræmdum prófum kippa nemendum út sem vitað er fyrirfram að mælast lágt. Þetta þekkist síður eða ekkert úti á landi. 

Edda Agnarsdóttir, 5.12.2007 kl. 03:09

15 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég hef ekki heyrt nema glefsur úr niðurstöðum en fannst athyglisvert að heyra að þeir landshlutar sem stóðu best síðast gera það ekki núna. Hvort draga megi þá ályktun að það hafi orðið breytingar, eða mælingarnar séu ónákvæmar. Ætla að komast í PISA-kynningu á laugardaginn.

Stærðfræði hefur verið lykilgrein í íslenskum skólum í áratugi og það er langt frá því að við höfum eitthvað floppað á henni síðast; mér skilst raunar að kynjabilið hafi dregist saman frá því 2003 en ekki þó af þeirri ástæðu að drengjum hafi farið fram heldur að stúlkunum hafi farið aftur. (2003 áttu Íslendingar það heimsmet að stúlkur stóðu drengjum framar í öllum sviðum stærðfræðiprófsins.)

Mér skilst að okkur hafi farið aftur í einhverjum þáttum lestursins frá því 2000, en það er prófað á þriggja ára fresti í lestri, stærðfræði og náttúruvísindum. Sennilega stæðum við ofarlega í tónlist vegna góðra tónlistarskóla; kannski stendur Ísland ofarlega í e-m öðrum greinum þar sem ekki eru haldin slík alþjóðleg próf.

Ég tel að við eigum að auka áherslu á náttúruvísindi í skapandi skilningi þeirra: tilraunir, hugtakamyndun, náttúruupplifun, tenging við listir, tenging við samfélagsfræði. Og ég vona að það sem Ransu óttast í fyrsta kommentinu gerist ekki, en hann sagði: "Í kjölfar PISA "vonbrigða" hugsar menntamálaráðuneytið að nú þurfi að láta krakka lesa meira, sitja lengur kyrr, reikna í leikskóla. Og til þess að þjóna sjálfsímynd hinna fullorðnu íslendinga munu börnin sett í enn fastari hlekki". Ekkert af þessu mun bæta kunnáttuna eða niðurstöðu prófsins heldur þvert á móti. Einu sinni, sem oftar held ég, stóð Hafralækjarskóli í Aðaldal mjög ofarlega í samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði. Ég ályktaði að það væri líklega vegna frábærrar tónlistar- og myndlistarkennslu þar. Og stend við þá ályktun að þröng áhersla á það sem á að prófa í mun vinna gegn árangri í þeim greinum.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.12.2007 kl. 06:41

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fullkomlega sammála þér um það, Hlynur, að þetta er áhyggjuefni. Og ég held að við verðum að taka því eins og það er en forðast að reyna að varpa rýrð á samanburðinn. Það sem skiptir auðvitað öllu máli í þessu er hvort við færumst upp eða niður listann, frekar en hvar við erum á honum, og nú erum við að færast niður.

Ég hef hins vegar talsverðar efasemdir um lengingu kennaranáms. Ég skoðaði aðeins hvað er verið að kenna kennurum í KHÍ og gæti trúað að kannski væri einfaldast að endurskoða það. Sjá(http://tsiglaugsson.blog.is/blog/tsiglaugsson/entry/382816/)

Annað í þessu er að með lengingu kennaranámsins skerðast ævitekjur kennara um heil tvö ár. Tæpast verður það til þess að gera starfið eftirsóknarverðara.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.12.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband