Leita í fréttum mbl.is

Seyðfirðingar bjarga menningarverðmætum

446528APétur Kristjánsson forstöðumaður tækniminjasafnsins á Seyðisfirði og fólkið í bænum á heiður skilinn fyrir að hafa stöðvað niðurrifið á aldargömlum verslunarminjum á Seyðisfirði í dag: „Við sáum að það þýddi ekkert að stöðva þessar framkvæmdir með orðum og við ákváðum að koma í veg fyrir að þeir gætu farið með munina út úr húsinu."

Forsvarsmenn ÁTVR eiga eftir að svara fyrir hver gaf út skipun um að það ætti að rifa niður innréttingarnar og setja þær í gám og senda til Reykjavíkur! Það er frábært að sjá að Seyðfirðingar standa vörð um menningarverðmæti á staðnum og það hefur verið meiriháttar að sjá hvað búið er að gera fallega upp mörg  gömul hús í bænum. En það er nóg verk eftir. Seyðisfjörður er að mínu mati einn fallegasti bær á landinu, Ísafjörður er einnig afar fallegur og svo auðvitað hún Akureyri:)


mbl.is Hætt við niðurrif verslunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já sá þetta í fréttunum og maður getur ekki annað en dáðst að Seyðfirðingum fyrir að grípa svona í taumana, hins vegar veltir maður því fyrir sér hvers vegna staðið var svona að niðurrifinu.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.12.2007 kl. 00:51

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála! Ekki gengur að hrúga öllu á sama stað eins og gerðist með gömlu bátana og voru brenndir. Þar fór stór kafli í útgerðarsögu Íslendinga á einu bretti!

Gamlir munir eru yfirleitt ætíð best varðveittir í þeim landsfjórðungi þar sem þeir hafa verið, annað hvort á upprunalegum stað eða næsta minjasafni þar sem hugað er vel að þessum merku munum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.12.2007 kl. 08:11

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hjartanlega sammála. Kom annars í Tækniminjasafnið á Seyðisfirði í fyrsta skipti í sumar, það var mikil upplifun. Þar var m.a. sleginn fyrir okkur nagli!

María Kristjánsdóttir, 11.12.2007 kl. 08:51

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ótrúlegt mál

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 11.12.2007 kl. 10:15

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er stolt af Seyðfirðingum. Þetta mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar!

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.12.2007 kl. 18:08

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Minnir mig á búðarinnréttingar sem ég sá í Teltow þegar nýbúið var að opna aftur en ef þú veist ekki þá er Teltow við Zhelendorf og skilur brú hverfin af og auðviðað múrinn á sínum tíma. Þeir eyðulögðu þetta af því að allt átti að vera eins og fyrir vestan. ég bara man alltaf þegar við kíktum þarna inn.

En annars það var gott að þeir björguðu þessu á Seyðisfirði.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.12.2007 kl. 22:47

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Finnst með ólíkindum þessi hugsun um að flytja þetta til Reykjavíkur til "vandaðrar" geymslu. Þetta er svona ólíka umhyggja og þegar danir fluttu alla okkar helstu dýrgripi úr landi. Trúlega í vandaðri geymslur.

Innréttingarnar eru hluti af sögu og menningu Seyðisfjarðar. Og hafa auðvitað mesta merkingu ef þær geta verið áfram í þessu gamla húsi. Sammála því að það væri miklu huggulegra að kaupa gæðavín í svona uppgerðu húsi heldur en á einhverri búllu sambyggðri bensínstöð. Það er ekki alltaf flottast að vera í nýrri steypu með stórum glergluggum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.12.2007 kl. 00:20

8 Smámynd: Jens Guð

  Mamma mín er frá Seyðisfirði.  Þar á ég marga góða ættingja.  Ég deili skoðunum með þeim sem telja Seyðisfjörð vera einn flottasta stað landsins.  Pétur Kristjánsson er aðfluttur en ekki minni Seyðfirðingur fyrir því.  Hann var nemandi í bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal þegar ég var þar krakki.  Systkini hans eru KK og Ellen Kristjánsdóttir.

Jens Guð, 13.12.2007 kl. 03:58

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir ljómandi athugasemdir öll, og skemmtilega ættfræði Jens:)

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 13.12.2007 kl. 09:26

10 Smámynd: Jens Guð

  Ef þú þekkir til Seyðfirðinga þá var afi minn,  Jens Kr. Ísfeld,   þar með hótel og Waage ættin með verslun.  Jafnframt Steinsbörn,  kunnir rithöfundar og tónlistarmenn.  Ingólfur Steinsson var í Þokkabót.  Heimir minn kæri frændi og vinur útvarpssstjóri,  systurnar Iðunn og Kristín Steinsdætur og skólabróðir minn frá Laugarvatni,  Stebbi bróðir þeirra. 

Vegna fjölda innlita á þitt blogg þætti mér vænt um það ef þú skrifaðir færslu um stöðu Aflsins,  systursamtaka Stígamóta á Norðurlandi,  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/391858/

Jens Guð, 15.12.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.