Leita í fréttum mbl.is

Joris Rademaker opnar sýningu í Kunstraum Wohnraum á sunnudag

joris

JORIS RADEMAKER

MANNLEG TILVIST

06.01. - 02.03.2008


Opnun sunnudaginn 6. janúar 2008, klukkan 11-13

Opið samkvæmt samkomulagi    


KUNSTRAUM WOHNRAUM           
Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir   
Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744
hallsson(hjá)gmx.net • www.hallsson.de

---

Sunnudaginn 6. janúar 2008 klukkan 11-13 opnar Joris Rademaker sýninguna Mannleg tilvist í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Joris er Hollendingur en hefur fengist við myndlist síðan 1983. Hann var útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar árið 2006.
Joris vinnur með blandaða tækni og oft með mismunandi þema í lengri tíma í senn. Þetta er einhverskonar yfirlitssýning inni á heimili þar sem verkin samræmast alvöru og leik heimilisfólksins. Þau eru unnin út frá pússluspilskubbi, og í mismunandi tækni, vatnsliti, veggfóður, sprey, þrykk, málverk, ljósrit, klippimynd og sem objekt eða hlutir.

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Jorisar Rademakers stendur til 2. mars 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744. Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.
 

Joris Rademaker

1977-1983 Myndmenntakennaranám í Tilburg í Hollandi
1983-1986 AKI: Myndlistaskólinn í Enschede í Hollandi
2006 Bæjarlistamaður Akureyrar


Sýningar

1987 Gallery Hooghuis, Arnhem, Holland
1988 Markt 17, Enschede, Noordkunst, Holland
1995 Listasafnið á Akureyri
1995 Slunkaríki, Ísafjörður
1997 Nýlistasafnið í Reykjavík
1997 Deiglan Akureyri, Listasumar 95 á Akureyri
1998 Gallerí+, Akureyri
2002 Slunkaríki, Ísafjörður
2002 Gallerí Skuggi, Reykjavík
2004 Safnasafnið, Svalbarðsströnd
2005 Bókasafn Háskólans á Akureyri
2005 Gallarí gangur, Reykjavík
2005 Gallerí+, Akureyri
2006 Populus Tremula, Akureyri
2006 Karólína Restaurant


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.