Leita í fréttum mbl.is

Bankarnir finna leið til að smyrja á annað

mynt_160207

Íslensku bankarnir sem hafa verið duglegir við að innheimta seðilgjöld, þjónustugjöld og aukagjöld ýmiskonar verða sennilega fljótir að finna leið til að smyrja á eitthvað annað svo neytendur þurfa alltaf að borga brúsann á endanum. Gamli allaballinn hann Björgvin viðskiptaráðherra fær samt prik fyrir að beita sér í þessu máli, já og banna seðilgjöldin illræmdu. Þetta uppgreiðslugjald er einnig glæpsamlegt og samkeppnishamlandi.

Íslenskir neytendur eru með þeim slöppustu í heimi og kominn tími til að við tökum okkur tak og gerum eitthvað í málunum, hættum að kaupa drasl sem verið er að okra á og skiptum um banka þegar okkur er nóg boðið. Ég fagna því til dæmis að þýskur sparisjóðabanki ætlar að bjóða upp á lán með lægri vöxtum hér á landi.

Það þarf að efla neytendavitund og stórefla neytendasamtökin svo þau virki hér eins og í öðrum löndum. Gott ef Björgvin Sigurðsson ætlar að fara í það.


mbl.is Seðilgjöld heyri sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Ég get með stolti sagt að ég skipti nú um banka rétt fyrir áramót, fór frá Glitni og yfir í Spron.

Alveg ótrúlegt að á sama tíma og Glitnir græðir milljarðar á milljarða ofan lokar hann útibúinu í mínu hverfi vegna hagræðingar

Ísleifur Egill Hjaltason, 7.1.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Gott hjá þér Hlynur eins og alltaf. Að sjálfsögðu verða allir að þéna á því sem þeir gera, en það er munur á að þéna og okra. Fjármálaeftirlitið hérna í DK er með þeim hörðustu ríkisstofnunum hér á landi og þegar ég var yfirkokkur þar þá heyrði ég oft skammirnar í gegn um veggi sem DUNDU á þeim mönnum sem unnu í bönkum og fjármálafyrirtækjum og höfðu farið yfir strikið. Grey kallarnir sem taka átti fyrir biðu náfölir útá gangi eins og smástrákar sem áttu að koma fyrir skólastjóra.

Gunni Palli kokkur 

Gunnar Páll Gunnarsson, 7.1.2008 kl. 14:53

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Íbúðalánasjóður tók af skarið hvað varðar niðurfellingu seðilgjalda nú um áramótin og heyrir seðilgjald Íbúðalánasjóðs nú sögunni til!

Sjá nánar á:

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/408301/

Kveðja

Hallur Magnússon

Hallur Magnússon, 7.1.2008 kl. 17:07

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ef Orkuveitan sendir þér reikning sem er orkunotkun og....+ seðilgjald... ? Hvað getur viðkomandi gert?- Greitt reikningin ásamt seðilgjaldinu? Eða mínusað seðilgjaldið og einungis greitt það sem þú skuldar skv. orkunotkun???

Seðilgjaldarukkun undanfarinna ára er ólögleglegur gjörningur og sjálftaka fyrirtækja á fé frá almenningi...!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.1.2008 kl. 21:35

5 Smámynd: Haffi

Tekjupóstar banka eru tveir, vaxtamismunur og þóknanir. Hynur viltu fá í staðinn meiri vaxtamun? Þannig er að flest bankastúss er hægt að gera í netbankanum, -frítt, samt kemur fólk enn í banka og kvartar yfir því að þurfa borga. Af hverju notfærir fólk sér ekki rafræna seðla og sleppur þá við að borga seðilgjöld.

Haffi, 7.1.2008 kl. 23:17

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir fínar athugasemdir öll. Ég vil auðvitað ekki meiri vaxtamun, hvernig dettur þér það í hug "Haffi"? Vaxtamunurinn hér á landi er fáranlega mikill. En bankarnir redda sér ég hef ekki áhyggjur af þeim. Ég borga nær alla mína reikninga í netbanka en þarf samt að borga einhver gjöld, þau heita bara þjónustugjöld í stað seðilgjalda! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.1.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband