Leita í fréttum mbl.is

Stórfurðuleg samlíking hjá Bandaríkjastjórn

guantanamo

Samlíkingin: Nürnbergréttarhöldin og réttarhöldin vegna hryðjuverkanna 11. september er meira en lítið einkennileg. Árásin á Tvíburaturnana er þannig óbeint sett á sama stað og helför nasista gegn gyðingum og öllum andstæðingum nasista, þar sem sex milljónir voru drepnar á viðbjóðslegan hátt.

Í plagginu sem sent var til bandarískra sendiráða segir, að dauðarefsing fyrir gróf brot á lögum um hernað sé viðurkennd á alþjóðavettvangi.

Þetta er bull frá Pentagon sem dugar ef til vill í Fox fréttum í BNA en allir aðrir vita að er lygi.

Þó er umfangi þessara glæpa ekki líkt saman, en öll tvímæli tekin af um að Bandaríkjastjórn líti á Nürnbergréttarhöldin sem sögulegt fordæmi fyrir því að krefjast dauðadóms fyrir Guantanamoföngunum.!

Bandaríkjastjórn með sitt Pentagon og CIA upplýsir sig enn og aftur sem óhugnanlega hræsnara og glæpamenn. Réttast væri að draga George Bush fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag. Þar sleppur hann þó við dauðarefsingu.

Pentagon viðurkennir að beita pyntingum til að ná fram játningu í Guantanomo. Þessi sýndarréttarhöld sem nú eiga að fara fram yfir sex mönnum sem ef til vill voru eitthvað viðrinir árásirnar á tvíburaturnana eru út í hött. Hefndarþorsta Haukanna í BNA eru engin takmörk sett og þeir beita öllum aðferðum, glæpum, lygum, blekkingum og pyntingum.

Bandaríkjastjórn í hefndarhug svertir minningu fólksins sem lét lífið þann 11. september 2001 og einnig minningu sex milljóna gyðinga, homma, vinstrisinna og allra sem voru drepnir á valdatíma nasista

Nürnbergréttarhöldin voru stórgölluð og þessi svokölluðu "réttarhöld" yfir föngunum í Guantanamo eru enn verri. Þar gæti ef til vill samlíkingin átt við.

Meira á AmnestyUSA.org 


mbl.is Líkt við Nürnbergréttarhöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála þér.  Skrítið að Moblinn skuli lepja þetta svona án nokkurrar skoðunar upp frá þessum gestapó upplýsingaveitum, meðan það er augljóst á viðbrögðum bloggheimsins, að mjög margir gera sér grein fyrir hve málið er allt flekkað.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 00:23

2 Smámynd: halkatla

þetta er ógeðslega ósmekkleg samlíking

halkatla, 13.2.2008 kl. 09:11

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mjög óheppilegt er að líkja þessu tvennu saman. Í nürnbergarréttarhöldunum nutu sakborningar ýmissa réttinda sem tilheyra réttarríki, t.d. höfðu þeir aðgang að lögmönnum sem fangar Bushstjórnarinnar í Gúantanamó njóta ekki. Spurning hvort Bushstjórnin hafi afnumið eða takmarkað réttarríkið? Í réttarríkinu eru mannréttindi virt. Fangar fá aðgang að lögmönnum og meðferð þeirra á að vera í samræmi við Genfarsamninginn um stríðsfanga. Þessir ólánsmenn í Gúantanamó hafa einungis verið leiddir til yfirheyrslna og jafnvel píninga en svo virðist sem réttarfarið sé mjög ámælisvert.

Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Amnesty International þarf að taka á þessum málum með það að leiðarljósi að svona lögleysa geti aldrei átt sér aftur stað af ríki sem á að teljast réttarríki. Svona aðferðir tíðkuðust hjá fasistum, nasistum, kommúnistum og ýmsum lágmenningar einræðisherrum en á alls ekki að þekkjast þar sem lýðræði, hátt menntunarstig og réttarríki er til staðar.

Kannski að Bushstjórnin sé kannski sjálf ekki sérlega löghlýðin? Á þeim bæ hefur því miður ríkt blind bókstafstrú þar sem gildir tönn fyrir tönn og auga fyrir auga sem nær auðvitað ekki nokkurri átt. Þann 11.sept. 2001 formyrkvaðist skynsemin í Hvíta húsinu og þar tók hræðslan við völdum. Því miður var meira skattfé bandarískra skattgreiðenda veitt í að rannsaka Moniku Lewinsky en þessi skelfilegu hermdarverk sem öll ógæfa Bush hefur snúist um.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.2.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.