Leita í fréttum mbl.is

Rugl í álliðinu

Hvaða della er að taka skóflustungu að einhverri álbræðslu sem aldrei á að rísa? Er ekki orðið löngu ljóst að það er hægt að selja orkuna til fyrirtækja sem skapa meiri arð, fleiri störf og menga mun minna? Ætti bæjarstjórinn í Reykjanesbæ ekki að fara frekar að rukka fyrir húsin sem hann "seldi" vinum sínum á Vellinum í staðinn fyrir að grafa holur?

Svör:

1. Íhaldsdella

2. Jú

3. Nákvæmlega


mbl.is Framkvæmdir við álver í Helguvík að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Suðurnesjamenn.  Árni hefur unnið ötullega að þessu ásamt fjölda annara og það er frábært að þetta sé loksins að verða að veruleika. 

Störf hjá Álverinu henta ekki síður tæknimenntuðu fólki en ófaglærðu. Álverið mun skapa dýrmætar tekjur fyrir fólkið sjálft og útsvarstekjurnar skila sér svo inn í viðkomandi sveitarfélag á Suðurnesjum. Reynslan af  álverinu á Grundartanga er líka í þessum dúr, þar hafa meðaltekjur hjá starfsfólki verið með því hæsta sem gerist á Vesturlandi og viðkomandi sveitarfélög hafa notið góðs af með ýmsum hætti.

Íhaldsdella segir þú? Held að almenn sátt sé um þessar framkvæmdir innan flestra flokka fyrir sunnan, VG hafa reyndar aldrei verið flinkir í að koma með/framfylgja atvinnuskapandi hugmyndum svo þessi sorglega grein þín kemur ekki á óvart. Atvinnuleysi er mest hér á Suðurnesjum – og fer vaxandi. Á suðurnesjum er ekki hægt að tína fjallagrös......þið í VG ættuð að reyna að finna lausnir, væri skemmtileg tilbreyting.

Álbræðsla sem aldrei á eftir að rísa?? Hví segir þú það, lastu ekki fréttina?  Nei vinstri afturhaldsseggir koma ekki í veg fyrir þetta

Það er blómleg uppbygging í gangi fyrir sunnan, Álverið verður bara enn ein rósin. 

Til hamingju Suðurnesjamenn segi ég.

Örvar Þór Kristjánsson, 13.2.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Högni Páll Harðarson

En dæmigerð athugasemd hjá Jonna vini mínum ! Bregðumst við þegar allt er komið til andskotans og alls ekki fyrr ! Heyrði um daginn frasann "illa vinstri grænn" og fatta núna við hvað var átt.

Högni Páll Harðarson, 14.2.2008 kl. 00:14

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Atvinnuleysi á Suðurnesjum er innan við 2% sem flokkast ekki undir alvarlegt ástand en ber auðvitaða að laga, en ekki með álbræðslu. Hvar eru netþjónabúin, eldfjallagarðurinn og skapandi störfin? Dettur álliðinu aldrei neitt í hug annað en enn ein álbræðslan? Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 14.2.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Atvinnuleysi er 2.4%

Flokkast ekki undir alvarlegt ástand, en gerir þú þér grein fyrir því Hlynur hversu margir Suðurnesjamenn sækja vinnu út fyrir Suðurnesin?  Það er slatti.  Gerir þú þér grein fyrir að blikur eru á lofti um aukið atvinnuleysi, þá sér í lagi á þessu svæði? Álverið er himnasending fyrir fólkið á Suðurnesjum, það er yfirgnæfandi meirihluti íbúa sammála um.  Ætla bara rétt að vona að afturhaldsöflin komi ekki í veg fyrir þessa framkvæmd sem er öllum til heilla.  Hlakka til þess að sjá ykkur VG-ista og bræður/systur ykkar úr Saving Iceland mótmæla í náttúruperlunni Helguvík. 

Netþjónabú eru velkomin, eins og allt annað skapandi.  Það er ekki málið.

Málið er einfalt, framkvæmdir við Álver í Helguvík hafa verið í mörg ár í undirbúning.  Nú er þetta að verða að veruleika sem er fagnaðarefni fyrir Suðurnesjamenn.  Enn ein álbræslan...  Veit ekki annað en þessar Álbræðslur hafi skilað gríðarlega miklu í íslenskt samfélag, meira en þig grunar.  Það er óumdeilt.  Það skiljið þið ekki vinstri menn, illa vinstri grænir sem hafið aldrei neinar lausnir enda fáið þið ekki umboð til þess að stjórna! 

Örvar Þór Kristjánsson, 14.2.2008 kl. 18:29

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Veist þú Örvar hvað stór hluti af þessum 2,4% eru konur? Mig grunar að það sé meirihlutinn, sem sennilega á þá að vinna í álbræðslunni (aðallega við skúringar og mötuneyti eins og hjá Alcoa/Rio Tinto) eða hvað?

Það er ekki til endalaus orka og nú þegar eru vandræði með að útvega orku fyrir þessa "fyrirhuguðu" álbræðslu. Og þá verður ekkert eftir fyrir netþjónabúin, kísilflöguverksmiðjuna og allt annað, sem er hellingur.

Og mengunarkvótar eru fullir og ekki á þá bætandi. 

Álbræðslur skila því miður litlu inn í íslenskt samfélag. Meðan til dæmis um 80% af verðmætum við sjávarútveg verður eftir í landinu er það hlutfall aðeins 35-40% í álinu. Semsagt minna en ferðaþjónustan er að skila.

Við Vinstri græn höfum lausnir og sem betur fer víða umboð til að stjórna en það mætti vera víðar það er vissulega rétt.

Villi Egils er sorglegur, vælandi með blauta tusku í andlitinu, í Árna Matt og ríkisstjórninni um álbræðslur. Hann er sjálfum sér og sínum samtökum til skammar. Hann er að taka við af LÍÚ forystunni í vælinu. 

Við eigum endalausa möguleika það þarf bara að nýta á bestu. 

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 15.2.2008 kl. 00:38

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Endalausir möguleikar já, einhversstaðar hefur maður heyrt þetta áður. Vinstrimenn voru einhverntíma talsmenn hinna vinnandi stétta en það er langt síðan ég áttaði mig á því að sá tími er löngu liðinn.

 Listamaðurinn Hlynur og fyrrverandi alþingismaðurinn fer með fleipur þegar hann segir:  

"Mig grunar að það sé meirihlutinn, sem sennilega á þá að vinna í álbræðslunni (aðallega við skúringar og mötuneyti eins og hjá Alcoa/Rio Tinto)"

 Í álveri Alcoa á Reyðarfirði er hæsta hlutfall kvenna í heiminum að ég hygg í sambærilegum verksmiðjum, en af um 400 starfsmönnum eru yfir 150 konur. Starfsmannastefna fyrirtækisins er að þarna verði um helmingur konur. Gólfin í kerskálanum eru nú ekki skúruð og þrif skrifstofubyggingar álversins eru í höndum verktaka.

Ég óska ykkur farsældar á Suðurnesjum Örvar, í atvinnuuppbyggingu á svæðinu og látið ekki afturhaldskommatittina draga úr ykkur kjarkinn

Bestu kveðjur frá Reyðarfirði! 

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2008 kl. 01:13

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

"Veist þú Örvar hvað stór hluti af þessum 2,4% eru konur? Mig grunar að það sé meirihlutinn, sem sennilega á þá að vinna í álbræðslunni (aðallega við skúringar og mötuneyti eins og hjá Alcoa/Rio Tinto) eða hvað?" skrifar Hallur.

Ég verð nú að segja það hér, mér finnst þetta ansi hrokafullt í garð kvenna, að gefa í skyn, að þær geti eingöngu skúrað eða eldað. 

Á hvaða öld er maðurinn?

Hvernig væri að Hallur og (þessir örfáu) skoðanabræður hans kynntu sér hlutfall kvenna við hin ýmsu störf við álverið á Reyðarfirði og kynntu sér við hvað þær starfa, áður en farið er af stað með svona skrif.  

Benedikt V. Warén, 15.2.2008 kl. 13:41

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Biðst forláts, - þar sem ég nefni Hall hér að framan, á ég auðvitað við Hlyn, sem er Hallsson. 

Benedikt V. Warén, 15.2.2008 kl. 14:08

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Sigurður. Þetta er ekki hrokafullt í garð kvenna, ekkert væri mér fjær. Það er hinsvegar staðreynd að í álbræðslum á Íslandi starfa um 80% karlar og 20% konur. Og konurnar eru því miður í verst launuðu störfunum (fyrir utan eina!)

Ég er staddur á 21. öldinni kæri Benedikt en þungaiðnaður eins og þessar álbræðslur sem þú viðist hrifinn af eru hinsvegar 20. aldar drasl. Iðnbyltingin var fyrir rúmlega hundrað árum. 21. öldin verður öld hinna skapandi greina. Ég mæli með því að Gunnar, Benedikt og Örvar hrökkvi nú inn í nútíðina og hætti þessu rausi. 

Og hið frábæra orð Davíðs Oddssonar "afturhaldskommatittir" var sagt um Samfylkingarfólk en ekki okkur í Vinstrihreyfingunni grænu-framboði, bara svo því sé einnig haldið til haga. En sumir menn eru auðvitað snillingar í því að hagræða staðreyndum, snúa út úr og bulla. 

En sem betur fer er batnandi mönnum best að lifa. Og það á vonandi við þremenningana.

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 15.2.2008 kl. 15:22

10 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

 Þú sérð lausn í netþjónabúum sem krefjast mikillar orku, virkjana og línulagna en leggjst svo gegn því þegar um Álbræðslu er um að ræða?? 

Hvar eru þessir endalausu möguleikar, nefndu einn sem gæti skapað hundruði starfa fyrir sunnan nú í ár?? 

Það geislar af þér hrokinn í skrifum þínum og vanþekking.  Að þú skulir hafa verið þingmaður er sorglegt.  Konur hafa tækifæri á góðum stöðum hjá Norðuráli, annað en skúringar og störf í mötuneytum.  Reyndar ber ég fulla virðingu fyrir þessum störfum, enda unnið við slíkt sjálfur. Slík störf þarf ávallt að vinna. Þú setur þig á ansi háan hest en aldrei koma rökin gegn Álverinu, amk ekki haldbær.  Mengunarkvótar eru fullir en oft þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri og vel tímabært að hækka þessa kvóta. 

Þú talar um að batnandi mönnum sé best að lifa.  Okkur er einungis annt um svæðið okkar og viljum að fólk búi við atvinnuöryggi.  Það sér það hver heilvita maður að tilkoma Álvers styrkir okkar tilvist, það þurfa allir að draga björg í bú.

Álver mun rísa, samstaðan á Suðurnesjum er mikil, sú samstaða og kraftur fólksins mun koma þessu í gegn.

Örvar Þór Kristjánsson, 15.2.2008 kl. 16:36

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hjá mér eru álverksmiðjur ekkert sáluhjálparatriði öfugt með þig Hlynur, sem ekki þolir slík fyrirbrigði.  Ég er hins vegar hrifinn af öllu stórtæku og þar falla slíkar verksmiðjur vel að mínum hugsunarhætti.  Það útilokar ekki meðalstór og lítil fyrirtæki og ég get upplýst þig um það að skógrækt er mér sérstaklega þóknanleg.  

Ég tengist flugheiminum talsvert og sé ekki í bráð annað efni sem er jafn heppiegt í flugflotann.  Ég er opinn fyrir nær öllum atvinnutækifærum og vil skoða þau með opnum huga, bæði stór og smá. 

Ég hef búið á Austurlandi í um 50 ár og munað tímana tvenna í fjórðungnum.  Ég man síldarævintýrið og uppgripin því samfara.  Ég sá uppbygginguna, gleðina og athafnaþrána.  Ég upplifði einnig hrunið í fjórðungnum þar sem á annað hundrað manns flutti af svæðinu á ári, sorgina og vonleysið.

Nú eru aftur tími uppbyggingar og sveiflan sem því fylgir blæs manni stolt í brjóst, að vera þáttakandi í þessari umbreytingu.

Benedikt V. Warén, 15.2.2008 kl. 16:46

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir hvert orð Benedikts hér að ofan, álver er alls ekkert sáluhjálparatriði, bara gott tækifæri.

Þú gleymir því Hlynur að iðnbyltingin kom ekki hingað eins og víðast annarsstaðar í heiminum, fyrr en á allra síðustu árum... og við erum rétt í startholunum. En sem betur fer þá útilokar eitt ekki annað eins og Benedikt bendir á.

Og hvaðan hefur þú upplýsingar um hlutfall kvenna í Alcoa álverinu? Þú segir 20% en staðreyndin er yfir 30%. En staðreyndir hafa náttúrulega sjaldan skipt máli hjá afturhaldskommatittum (samheiti yfir forpokaða vinstrimenn)

Kveðja frá Reyðarfirði

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2008 kl. 17:41

13 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það er alltaf sama sagan, ef maður talar um álbræðslur, femínisma eða útlendingahatur hér á blogginu þá tryllist allt í athugasemdum frá mönnum sem eru með ál á heilanum, illa við jafnrétti eða fullir af kynþáttahyggju.

"Eitt stórt" lausnin virðist hanga yfir sumum sem eru blindir á báðum. Þetta er 19. aldar hugsunarháttur en sumir eru bara fastir í sömu hjólförunum. Sennilega ekki viðbjargandi. En maður getur samt haldið áfram að vona.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 19.2.2008 kl. 13:30

14 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Hvað meinar þú Hlynur?  Fólk sem er með álverum hefur fært ansi góð rök fyrir sínu máli hér að ofan t.d.  Svo kemur þú eins og ykkar vinstri listamanna siður er með hroka og yfirlæti.  Heldur þú virkilega að ég sé með ál á heilanum eða sé á móti jafnrétti?  Ég skil ekki hvað er eiginlega að hjá þér, maður sem setið hefur á þingi að vera svona einfaldur.  Það er nefnilega alltaf stungið höfðinu í sandinn hérna þegar menn koma með málefnanlegar athugasemdir.  Þú talar um aðrar lausnir en kemur aldrei með þær.  Þið nefnið uppbygginguna á flugvellinum sem note bene mengar meira en öll Álver á Íslandi til samans.  En það skiptir ykkur umhverfissinnana engu máli, bara ef mengunin kemur frá áli þá gellur hátt í ykkur.  Ég segi enn og aftur, er það furða að ykkur í VG er aldrei treyst til þess að stjórna eða taka vitrænar ákvarðanir þjóðfélaginu til heilla?  Viltu ekki að allir þegnar landsins fái bara listamannalaun?  Það væri sérdeilis fínt...

Örvar Þór Kristjánsson, 19.2.2008 kl. 14:15

15 Smámynd: Hlynur Hallsson

Örvar málefnalegur og fyndinn að vanda.) Þessi samlíking með flugvöll og álver er í besta falli brosleg. Það eru allir sammála um að við verðum að hafa millilandaflugvöll (þó að flugvélar mengi) en það er ekkert að gera með allar þessar álbræðslur hér. Hvernig væri að fara að vinna úr þessu hrááli sem er brætt hérna og skapa þannig verðmæti?

Þó ég myndi birta hér langan lista um atvinnutækifæri þá myndi Örvar fussa og sveija því þar væri ekkert "nógu stórt". Og ég sagði ekkert um afstöðu Örvars til jafnréttis, þekki hana ekki og hef ekki séð hann skrifa neitt um jafnrétti, bara ál.)

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 19.2.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband