Leita í fréttum mbl.is

Nýtt sjálfstætt ríki í Evrópu


Maður hefur ekki alveg tölu á því hvað gamla Júgóslavía er orðin að mörgum sjálfstæðum löndum. Eru þau sex eða sjö með Kosovo? Ég fór með rútu frá Þýskalandi til Króatíu árið 1995 og þá var búið að hrófla upp í hvelli landamærastöðvum á milli Slóveníu og Króatíu. Sundurskotin hús stóðu enn meðfram veginum og Zagreb var enn stórskemmd. Dubrovnik var hinsvegar endurbyggð að mestu en þar var allt fullt af amerísku hermönnum í fullum herklæðum í fríi!

Vonandi standa menn við það að ekki verði farið í enn eitt stríðið út af þessum landamærum og að réttur íbúanna verði virtur, bæði serbneska minnihlutans og albanska meirihlutans.


mbl.is Dansað á götum Pristina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau verða sjö þegar Kosovo verður búið að lýsa yfir sjálfstæði. Montenegro/Svartfjallaland varð sjálfstætt fyrir nokkru...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 11:42

2 identicon

Ég er á því að Serbar eigi að fara þarna inn og taka stjórn héraðsins aftur í sínar hendur.  Kosovo er hluti af Serbíu og það á ekki að líðast að albanskir stríðsglæpamenn og mafíosar geti hæpað upp einhverjar sjálfstæðiskröfur. Í þeim eina tilgangi til að koma upp amerískum árásarvopnum i miðri evrópu

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 13:05

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er eitthvað betra að serbneskir stríðsglæpamenn fái að deila og drottna í ríkjum Júgóslavíu?

Annars skrifast vandinn að miklu leyti á reglustikumeistara Vesturveldanna, sem virðast ekkert hafa vitað hvað þeir voru að gera þegar þeir drógu landamærin þarna eftir fyrra stríð.

Theódór Norðkvist, 17.2.2008 kl. 15:19

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég fór þarna keyrandi frá Berlín ári eftir þér. Til Slóvaníu og Króatíu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.2.2008 kl. 18:51

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við Íslendingar sem þjóð sem fékk sjálfstæði fyrir rúmum 60 árum, eigum að samfagna Kosovo vegna nýfengins sjálfstæðis þeirra.

Hvað sem líður Bandaríkjadekri Kosovo, þá eigum við ekki að lúffa fyrir kúgunarhneigð Serba, sem vilja fá að deila, drottna, myrða og kúga aðrar þjóðir Júgóslavíu. 

Theódór Norðkvist, 17.2.2008 kl. 19:30

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sjálfstæði Kosavo er svipað eðlis og að Ísraelar fari inn á Gaza, fleygi öllum íbúum þar út og stofni nýtt sjálfstætt ríki á Gaza.

Theódór. Þetta er kallað fordómar. Eru allir Serbar stríðsglæpamenn? hvað með albananna? þeir eru engu skárri, reyndar er enginn skárri en annar í gömlu Júgóslavíu. Fréttamenn og vesturlönd hafa bara ákveðið að Serbar væru vondu kallarnir og þú og fleyri gleyptu við því beint án þess að velta neinu fyrir þér.

En nú mun ekkert stoppa það að Geórgía skiptist í nokkur ríki, að Baskar fái sjálfstæði frá Spánverjum og Frökkum, að kaþólikkar á norður Írlandi skipti landinu í tvennt. Spurning hvort Einstök bæjarfélög í Svíþjóð geti lýst yfir sjálfstæði þar sem svíar búa þar ekki lengur og Sænska hefur ekki verið töluð þar í áraraðir. 

Fannar frá Rifi, 17.2.2008 kl. 19:36

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"En nú mun ekkert stoppa það að Geórgía skiptist í nokkur ríki, að Baskar fái sjálfstæði frá Spánverjum og Frökkum, að kaþólikkar á norður Írlandi skipti landinu í tvennt. Spurning hvort Einstök bæjarfélög í Svíþjóð geti lýst yfir sjálfstæði þar sem svíar búa þar ekki lengur og Sænska hefur ekki verið töluð þar í áraraðir. "

Fannar, af hverju ætti það að vera slæmt? Vinsamlegast útskýrðu það fyrir mér.

Sjálf tilheyrum við þjóð sem telur rétt rúmlega 300.000 sálir. Er það slæmt? 

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 21:16

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

þannig að þú ert mjög hlynnt því að Breiðholt fái sjálfstæði frá Íslandi ef þar búa fleyri útlendingar heldur en Íslendingar?

það er ekki það séu litlar þjóðir sem sé slæmt. heldur eru það að séu þjóðir. upplausn ríkja og aukinn blóðug barrátta um allan heim mun fylgja þessum degi.

Danir voru aldrei á Íslandi. Danir hafa aldrei átt Ísland. Konungurinn Íslands stjórnaði landinu. Hann sat ýmist í Noregi eða Damörku, fer eftir öldum hvar hann var. 

Það gilda ákveðin alþjóðalög. Ef einum er ekki fylgt og við hlynnt því að þeim sé ekki fylgt, þá er ekki hægt að mótmæla því að öðru alþjóðalögum sé ekki fylgt.

Við skulum bara taka þetta einfalt. Kína sendir 100.000 Kínverja til Íslands. T.d. Vestfjarða. Eftir 10 ár krefjast kínverjar búsettir á Vestfjörðum að Íslandi verði skipt upp í tvö ríki. Í raun er verið að hernema og innlima héröð í ríkjum. 

Margir hér á fróni geta sagt að þeir séu á móti ólöglegu landnámi Ísraels á Vesturbakkanum. Með Kosovo í dag er kominn réttlæting fyrir því að innlima alla Jerúsalemborg inn í Ísrael ef meirihlutinn í borginni eru Ísraelar.  

Fannar frá Rifi, 17.2.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.