Leita í fréttum mbl.is

Var verið að hugsa um að hækka persónuafsláttinn um 500 kall?

%7Bee72cc6f-5dfc-45f2-89b0-2b70b828d8a4%7D_kossabandalagi%F0Mér finnst þetta nú heldur aumt hjá þessar slöppu ríkisstjórn. Persónuafslátturinn á að hækka um heilar 2.000 krónur, já og ekki fyrr en 2009! Og svo aftur um 2.000 árið 2010 og síðan heilar 3.000 árið 2011. Þetta telst nú varla ofrausn. Minna má það nú ekki vera. Hvert var planið ef þetta er meira en gert var ráð fyrir. 500 kall árið 2020?

Maður ætti kannski að fagna því með miklum húrrahrópum að persónuafslátturinn verði hækkaður yfirleitt? Ég veit það ekki. Það getur verið að ég sé óhóflega bjartsýnn maður að eðlisfari, því ég átti von á einhverri almennilegri hækkun á persónuafslættinum. Svona 20.000 núna og annað eins á næsta ári. Hið "gífurlega tap" ríkissjóðs hefði mátt brúa með því að hækka hinn "voða háa" fjármagnstekjuskatt um tvö prósentustig í 12% semsagt en sleppa honum alveg fyrir þá sem eru bara með smotterí í fjármagnstekjur, segjum af innistæðum uppá 5 millur. Þá hefði verið ástæða til að fagna en þetta er eitthvert það aumasta útspil frá Samfó og íhaldi sem hægt er að hugsa sér.

Sorrý, þið getið kallað mig frekju en mér finnst þessi 18.000 kall hækkun á laun og svo 2.000 króna hækkun á persónuafslætti engin ofrausn. Ansi skítt væri nær lagi.


mbl.is Persónuafsláttur hækkaður meira en gert var ráð fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

jáhá, þeir hefðu sko átt að hækka um 500.000 kr, andsk. níska er þetta, og hækka fyrirtækjaskattinn aftur í 50% og fjármagnsskattinn í 90% 

Sigurður Karl Lúðvíksson, 18.2.2008 kl. 00:49

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Tja, er það nú ekki fullmikið Sigurður? Ég var að reyna að fara sáttaleiðina :)

Hlynur Hallsson, 18.2.2008 kl. 00:57

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er aumt. 10% hækkun launa á einu ári verður étin upp að mestu leyti í 6% verðbólgu eins og er núna. Snjóboltaáhrif verðtryggingar lána og hærri vextir sjá til þess.

Hinar tvær hækkanirnar eru enn rýrari og fara því sömu leið. 

Theódór Norðkvist, 18.2.2008 kl. 01:18

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já núna erum við sammála Hlynur og vel það/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.2.2008 kl. 01:23

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Auðvitað er þetta einn stór brandari, það hlýtur bara að vera..... þetta er svo absúrd að manni dettur ekki einu sinni í hug að vera móðgaður....

18000 þús...helmingur í skatt og svo finna þeir örugglega leiðir til að hirða restina einhver veginn.....  

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.2.2008 kl. 06:39

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Á síðustu 12 árum hafa skattleysismörk lækkað að raungildi. Það þýðir að þeir sem eru með lágar tekjur borga meiri skatta en áður. Á móti hefur skattbyrði verið lyft af meðal og hærra launuðum.

Nú hefur verið ákveðið að hærra persónuafslátt næstu 3 ár umfram verðlagsbreytingar. Ég veit að hækkunin er ekki mikil, en hún er að mínu mati í áttina og jákvætt skref.

Lagfæringar á öðrum þáttum í barnabótum og vaxtabótum koma til viðbótar, þannig að það er verið að bæta kjör almennings.

Hugmyndin um að ganga enn lengra, með því að hækka fjármagnstekjuskatt, er alveg skoðunar virði.

Er ekki fjármagnstekjuskattur mun lægri hér en í öðrum löndum?

Jón Halldór Guðmundsson, 18.2.2008 kl. 11:07

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skattleysismörkin komast seint upp í 100.000 á þessum hraða snigilsins. Af hverju má ekki nota þessa sömu aðferð og sama hraða þegar nýjar virkjanir ber á góma. Þá verður kannski byrjað á næstu virkjun og álveri eftir 50 ár! Þarf nokkuð að hafa hraðann meiri við þær framkvæmdir?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.2.2008 kl. 11:42

8 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Að minnsta kosti hefði átt að hækka skattleysismörkin það sem nemur verðbólguna öll síðustu árin. Og svo mætti byrja núna að hækka þau áfram miðað við verðbólgu í dag. Fyrst öll lán eru verðtryggð þá þætti manninum alveg sjálfsagt að skattleysismörkin yrðu það líka.

Úrsúla Jünemann, 18.2.2008 kl. 12:46

9 identicon

Smá reiknisdæmi: Miðað við 500 þúsund krónur á mánuði, þá er 1000 kr. hækkun samsvarandi 0,2%. Miðað við 150 þús. á mánuði þá er það 0,7%. Þetta kalla ég jafnaðarmennsku. En þú?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 17:48

10 Smámynd: Finnur Ólafsson Thorlacius

Guðjón Jensson:

ef persónuafsl. hækkar um 2000kall, þá eru skattleysismörkin kominn yfir 100þús kallinn

Dæmi:

100.000kr í laun, 35,72% í skatt sem er 35.720kr pers.afls í dag er 34.034 + 2000 = 36.034

sem þýðir að pers.afls er orðinn meiri en það sem þú borgar í skatt af 100.000kr laununum

Finnur Ólafsson Thorlacius, 18.2.2008 kl. 17:54

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eru neytendur og vinnuafl á Íslandi heimskasta dýrategund á jörðinni? Svo illa lætur fólk fara með sig að launþegastéttin hér hlýtur að vera dýrmæt auðlind í augum fjárplógsmanna um allan heim.

Þeir hljóta að flykkjast hingað um leið og það fréttist af þessari auðlind, sem felst í einfaldleika og bláeygni Íslendinga.

Nema íslensku fjárplógsmennirnir séu búnir að eigna sér þessa auðlind með samráði og hleypa ekki erlendum starfsbræðrum sínum að. Er þarna komin skýringin á íslensku útrásinni?

Theódór Norðkvist, 18.2.2008 kl. 20:18

12 Smámynd: Fríða Eyland

Ótrúlegt... hvað hafa afborganirnar hækkað kannski dæmið endi í mínus ef allt er tekið með hjá þeim sem minnst hafa...

Fríða Eyland, 19.2.2008 kl. 04:52

13 Smámynd: Kolgrima

Var ekki sagt að hver 1000 kall í persónuafslátt kostaði milljarð á ári?  Út frá tekjuafgangi ríkissjóðs, hækkun á komugjaldi á  heilbrigðisstofnanir og þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að lækka skatta, hefði mér fundist eðlilegt að persónuafslátturinn hækkaði um 5000 kr. í áföngum á tímabilinu.  

Svona til að matvörur hækkuðu ekki strax. 

Kolgrima, 19.2.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.