Leita í fréttum mbl.is

Friðarverðlaunin á réttan stað

yunus

Það er frábært að Muhammad Yunus, stofnandi Grameen Bankans og bankinn sjálfur hljóti friðarverðlaun Nóbels í ár. Hugmyndafræði bankans er hrein og bein og ekki ekki byggð á því að græða sem mest af peningum heldur að hjálpa þeim sem fengu ekki lán hjá venjulegum bönkum því þeir voru of fátækir. Þetta hefur gefið fjölda fólks í Bangladesh og um allan heim tækifæri til að koma undir sig fótunum og hefja allskonar smáiðnað. Það er einnig athyglisvert að konur eru í meirihluta þeirra sem njóta aðstoðar Grameen Bankans enda skilvísar og ábyrgar. Það væri óskandi að fleiri hagfræðingar væru eins og Muhammad Yunus en hann sýnir okkur gott fordæmi. Friðarverðlaunin fara að þessu sinni til grasrótarstarfs sem hefur kollvarpað viðteknum hugmyndum um bankastarfsemi og það er gott. Muhammad Yunus hefur verið kallaður "bankastjóri fátæka fólksins" og það er réttnefni í jákvæðri merkingu. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og Nóbelsverðlaunin verða vonandi til þess að enn fleiri taki eftir þessu mikilsverða framtaki.


mbl.is Grameen Bank og stofnandi hans fá friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.