Leita í fréttum mbl.is

Friðarstofnun er fín hugmynd

wasp

En skýtur ekki skökku við að á sama tíma og þessi gleðilega ákvörðun er tekin að þá skuli ráðamenn taka á móti risaherskipi með pomp og pragt í Reykjavík! Annars er einkennileg þessi aðdáun sumra á drápstólum, byssum, sprengjum og hermönnum.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir: „Ísland er herlaust land og engin hefð er hér fyrir hernaðaruppbyggingu né herrekstri." Það er er ánægjulegt að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru farnir að fagna því að við erum loksins herlaust land. Það væri mun betra að Ísland væri einnig hlutlaust land sem stendur utan hernaðarbandalaga, því þá fyrst er: "Reykjavík einstakur vettvangur til viðræðna um friðsamlega úrlausn margvíslegra alþjóðlegra deilumála.” svo vitnað sé aftur í Vilhjálm borgarstjóra. Og auðvitað er stuðningur Ríkisstjórnarinnar við ólöglegt innrásarstríð í Írak svartur blettur á þessari sögu okkar.
Markmið Friðarstofnunar Reykjavíkur á að vera að fjalla um friðarmál á alþjóðlegum vettvangi og að bjóða deiluaðilum víðs vegar um heim til viðræðna um friðsamlega nálgun og niðurstöðu deilumála. Það er einnig ánægjulegt að þetta verður gert í nánu sambandi við Háskólana og það var gott að heyra í Silju Báru Ómarsdóttur sem er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands.

silja

Það er góðs viti að Rudolph Schuster, fyrrverandi forseti Slóvakíu ætli að taka að sér að leiða Friðarstofnunina og að jafnvel Gorbatsjov verði með til ráðgjafar.
Á netinu er haldið úti afar góðri vefsíðu: friður.is þar sem hægt er að fræðast um starfsemi íslenskra friðarhreyfinga og það sem er að gerast á þeim vettvangi á alþjóðavísu.
Við getum komið á fót glæsilegri Friðarstofnun Reykjavíkur sem getur skipt máli í heiminum en þá verðum við líka að vera sjálfum okkur samkvæm.


mbl.is Friðarstofnun Reykjavíkur stofnuð í Höfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband