Leita í fréttum mbl.is

Paul F. Nikolov gefur kost á sér í forvali VG

africa_posterpage

Ég las í Mogganum í morgun að Paul F. Nikolov blaðamaður (m.a. áður á  Reykjavík Grapevine) er genginn til liðs við Vinstri græn og gefur kost á sér í forvali VG á Höfuðborgarsvæðinu. Þetta er góðar fréttir enda hefur Paul beitt sér mjög í málefnum nýrra íslendinga og verið málsvari innflytjenda. Ég býð hann velkominn í hópinn. Paul hafði lýst því yfir að hann hyggðist stofna flokk sem hefði málefni nýrra íslendinga í öndvegi og það er ánægjulegt að hann hafi séð að réttur farvegur fyrir þau mál er innan VG. Við þurfum að leggja enn meiri áherslu á að bæta réttindi þessa fólks.

Það er líka flott ályktun sem Ung vinstri græn sendu frá sér vegna boðs um "skoðunarferð" í herskipið USS Wasp. Ég birti hana bara hér alla: 

Það kom stjórn Ungra vinstri-grænna verulega á óvart þegar Auður Lilja, formaður UVG, fékk símtal frá bandaríska sendiráðinu þar sem stjórninni var boðið að koma í skoðunarferð um herskipið USS Wasp sem lagðist við höfn hérlendis í vikunni. Stjórninni féllust þó ekki hendur heldur var boðið nýtt til að ítreka afstöðu okkar til hernaðarbrölts og undirlægjuháttar íslenskra stjórnvalda með ályktun frá stjórn sem fer hér á eftir:

Ályktun frá stjórn UVG vegna komu Bandaríska herskipsins USS Wasp


Stjórn Ungra vinstri – grænna mótmælir harðlega komu bandaríska flugmóðurskipsins USS Wasp hingað til lands. Skip þetta er sérstaklega til þess gert að flytja hersveitir og vígatól til átaka um heiminn þar sem að Bandaríkjamenn telja að ítökum sínum sé ógnað.

Ung vinstri – græn hafa ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við hernaðarbrölt og beitingu hervalds í heiminum og hefur sú afstaða í engu breyst. Allt tal um að heimsókn sem þessi sé nauðsynlegur liður í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna um öryggismál, er innantómt hjal æsingamanna.

Ung vinstri – græn ítreka þá afstöðu sína að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna sé þarflaust og marklaust plagg. Íslendingar eiga að móta sér sjálfstæða utanríkisstefnu sem að einkennist af friðarhugsjón og hlutleysisstefnu. Ung vinstri – græn leggja áherslu á að Ísland standi utan hernaðarbandalaga og krefjast þess að Ísland gangi úr NATÓ tafarlaust.

Stjórn Ungra vinstri – grænna fékk á dögunum boð frá bandaríska sendiráðinu um að fara í skoðunarferð um USS Wasp næstkomandi laugardag. Stjórnin hafnar hér með því boði og frábiður sér það að morðtól sem þetta skip séu gerð að skemmtigörðum. Stjórnin leyfir sér að véfengja mjög tilgang slíkra boða og telur þau algerlega siðlaus.

Stjórn Ungra vinstri-grænna


mbl.is Hart barist um sætin á framboðslistum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband