Leita í fréttum mbl.is

Valkyrjur, hórur og heilagar meyjar

akademian
 

Fimmtudagshlaðborð AkureyrarAkademíunnar

Valkyrjur, hórur og heilagar meyjar

-    Ímyndir og hlutverk írskra yfirnáttúrlegra kvenna

Helga Einarsdóttir
, þjóðfræðingur

 
Fimmtudaginn 13. mars  kl. 17:00


Fyrirlesturinn fjallar um breyttar ímyndir írskra yfirnáttúrlegra kvenna frá heiðnum tíma til nútíma kaþólsks samfélags. Þróun og breytingar þessara kvenímynda verða ræddar í  menningar- og trúarlegu samhengi með áherslu á breytt kynhlutverk við kristnitöku.  Áframhaldandi mikilvægi og áhrif yfirnáttúrlegra kvenna verða sérstaklega skoðuð í ljósi vinsælda  Maríu meyjar í daglegu lífi og trúariðkun Íra.

Helga Einarsdóttir er með MA í þjóðfræði frá University College Cork, Írlandi, auk kennslufræði til kennsluréttinda og BA í þjóðfræði með íslensku sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Helga starfar sem safnfræðslufulltrúi við Þjóðminjasafn Íslands.

Fyrirlesturinn er í AkureyrarAkademíunni,

Húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99
, Akureyri og er opinn öllum

AkureyrarAkademían - Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi
Þórunnarstræti 99 (gamli Húsmæðraskólinn)
600 Akureyri

sími: 461 4006

www.akureyrarakademian.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Heyrði viðtalið við dömuna í Samfélaginu í morgun hljómar spennandi kikkar hún ekki bara hingað vestur með erindið??

Elfar Logi Hannesson, 13.3.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband