Leita í fréttum mbl.is

Trukkabílstjórar að tapa sér

456348Þessi trukkamótmæli eru dálítið fyndin. Einhverjir jappakallar og 16 tonna treilera gaurar loka götum og flauta eins og vitlausir væru. Á hvern eru þeir að flauta? Hvern annan! Eða almenning sem er á leið í vinnu, skóla eða með handleggsbrotin börn á slysó? Og löggan býður þeim í nefið. Öðruvísi var nú tekið á skemmtilegum mótmælum Saving Iceland í sumar. Þar braut löggan bílrúður og handtók fólk með látum. Af því að það stofanði almannahgsmunum í hættu að ganga á Snorrabrautinni.

Og um hvað snýst málið. Hækkanir á heimsmarkaðsverði og gengisfall krónunnar! Bensínið hér er ódýrara en í Noregi, Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi og víðar. Ég væri kátur ef það sama gilti um brauðið! Þessir trukkakallar eru brandarakallar með flautur. Hvernig væri að flytja þungavörur með skipum í stað þess að eyðileggja vegina með þessum trukkum sem menga andrúmsloftið með tonnum af útblæstri. Ég hef enga samúð með trukkunum, sorrý. Sif Friðleifs sem var að fatta að hún er komin í stjórnarandstöðu og má fara að mótmæla sagði að hún efaðist um að álögurnar á bensín færu allar í vegagerð. En ég er með fréttir fyrir Sif og trukkana: þær duga hvergi nærri fyrir allri vegagerðinni.

Ég myndi taka þátt í mótmælum ef það væri verið að mótmæla okurverði á nauðsynjum eins og brauði og annarri matvöru en ég er með ráð fyrir trukkana: Akið minna, á sparneytnari bílum! 


mbl.is Mestu tafir hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Heyr, heyr!

Ég skrifaði blogggrein á svipuðum nótum, en fékk yfir mig skammir frá einhverjum greyjum sem voru að reyna að verja þessa hegðun - ætlu þú megir ekki eiga von á einhverju svipuðu. 

Púkinn, 2.4.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Jú, ég reikna með því en maður er svo sem vanur að vera ekki alltaf á sama máli og allir aðrir. En ég segi allavega skoðanir mínar og get varið þær með ánægju:) Og svo er auðvitað mörgum sem blöskrar, matarverðið meina ég.)

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.4.2008 kl. 10:27

4 Smámynd: Jón Jónsson

Það eru alltaf sömu rökin sem koma fram hjá "umhverfisverndarsinnum" :"akið minna  og keyrið um á minni bílum". Þessi "rök" virka bara ekki. Hvernig ætlar þú að fá mölina í veginn sem þarf að byggja á minni bil? Hvernig á að flytja vörurnar sem þurfa að komast til viðskiptavinanna? Ef það á að keyra sama magn Þá þarf helmingi fleiri bíla og eldsneytiseyðsla tvöfaldast. Og ég er ekki viss um að fólk myndi sætta sig við að bíða í viku bara útafþví að skipið sem átti að sinna flutningunum kemur ekki fyrr en í næstu viku.

Nei...hagvöxtur þarfnast þess að hjól atvinnulífsins snúist. Til þess þarf fólk að komast til og frá vinnu á bílum og vörur þurfa að komast á milli staða. 

Eitt óréttlæti bætir ekki annað upp. Allar vörur eru of dýrar á Íslandi. Sama hvort um er að ræða brauð, mjólk, bensín eða fatnaður. Það er kominn tími til að afnema tolla og vörugjöld, auka samkeppni og koma Íslandi úr því sæti að vera dýrasta land í heimi! 

 Áfram atvinnubílstjórar!!!! Það er löngu orðið timabært að mótmæla! Og þú Hlynur gætir kannski lagt þitt af mörkum og stofnað áhugamannahóp um lægra brauðverð. Ég skal styðja þig.

Jón Jónsson, 2.4.2008 kl. 10:37

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Á forsíðu Morgunblaðsins er mynd af stórum skúffubíl á breiðum hjólbörðum snnilega negldum í þokkabót. Varla er um atvinnutæki að ræða.

Þegar mótmælt var virkjunarframkvæmdum uppi á hálendinu þá varð allt vitlaust: víkingasveitin send og handtók alla sem þar áttu hlut að máli. Það voru mjög friðsöm mótmæli en þessar aðgerðir höfðu þá afleiðingu að mótmælendur urðu róttækari sem segja má að hafi gengið út í öfgar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.4.2008 kl. 10:39

6 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Hlynur:  Góð færsla hjá þér.  Það eins og menn hafi ígrundað að hverjum mótmælin beinast og af hverju.  Til hvers er ætlast og af hverjum.  Á meðan 1 maður þarf 3 tonna tröllajeppa til að fara á milli staða innanbæjar er fullkomlega ljóst að verð á eldsneyti er ekki nógu hátt.

Kannski ýkt en við verðum að hugsa okkar gang.  Hluti af þeirri hugarfarsbreytingu sem við verðum að ganga í gegnum er dýr og óhagkvæm orka. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 2.4.2008 kl. 10:57

7 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Nú er lag nafni minn til að sýna samstöðu með okrinu.
Í dag getur þú sýnt okrinu  samstöðu og um leið brjálæðislegri skattlagningu, og þar með um leið sýnir þú á þann hátt sem þér finnst áhrifaríkastur með aðgerðarleysi og mótmælt þannig aðgerðum tjúllaðra vöruflutningastjóra með því að versla ekki bensín hjá N1 og Olís meðan verðinu er haldið lægra hjá þeim en var hjá þeim fyrir mótmælin.

Hlynur Jón Michelsen, 2.4.2008 kl. 11:59

8 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Mér finnst vanta hjá Íslendingum að sýna óánægu sína í verki. Ég er fylgjandi þessum mótmælum og var fylgjandi mótmælum Saving Iceland líka þó á köflum þau hafi verið "asnaleg". Mér fannst fyndið uppnámið sem var á pöllum borgarstjórnar þegar krakki kallaði "fokking borgarstjóri". Það var "asnalegt" en fólk hefur rétt til að láta heyra í sér.

Þessi mótmæli eru að virka þó ég sé smá hræddur um að bílstjórar eigi ekki eftir að átta sig á að stoppa á réttum tíma. Þegar vel gengur vilja Íslendingar missa sig því miður. Ég hef persónulega litla hagsmuni að gæta í þessum málum þar sem ég á ekki einu sinni bíl.

En ég virði rétt fólks til að láta heyra í sér þegar þeim finnst að sér vegið og pínu hræsni að segja alltaf "en þetta en hitt" Reyna frekar að fá samstöðu um að mótmæla þeim málum. Fyrst og fremst þarf að breyta hugsunarhætti hjá okkur að mótmæli séu "asnaleg" ef það hentar ekki "réttum" málstað.

Kristján Kristjánsson, 2.4.2008 kl. 12:27

9 identicon

Stjórnmálamenn eru stundum ansi háðir ýmsum hagsmuna- eða þrýstihópnum. Veit ekki hvort ég eigi að telja þá upp hér en í Bandaríkjunum er til starf "lobbíista" sem hefur þann eina starfa að sitja fyrir þingmönnum í forsölum þingsins. Þeir eru á launum hjá hagsmynasamtökum. Stjórnmál ganga ansi mikið út á að hlusta, taka hagsmuni heildar og ákveða. Mótmælaaðferðir bílstjóra er nýung á Íslandi og hugsanlega mun þetta leiða til þess að menn sameinist að mótmæla á fleiri sviðum. Hvað með samtakamátt bílstjóra að mótmæla samræmdu bensínverði olíufélaganna? Hvað með að mótmæla vöxtum, landbúnaðarkerfi, verði á grænmeti eða eftirlaunakjör þingmanna?

Sósíaldemókratísk mótmæli eru af hinu góða.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 13:03

10 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Mér finnst nú anarkísk mótmæli best! Og er ánægð að Íslendingar skuli komnir á þetta stig í mótmælaaðgerðum. En það ætti náttúrlega fyrst og fremst að beina mótmælunum að olíufélögunum sem eru búin að svindla á landslýð áratugum saman. Ég vil ekki láta fella niður toll ríkisins. Og Baldur Kristjánsson setti fram áhugaverða spurningu: Hverjir eiga vörubifreiðarnar? Og afhverju fara allir vöruflutningar fram á þjóðvegum? Svo var ég ekki alveg að skilja athugasemdir vörubifreiðastjóra við eftirlit með vöruflutningum? En kröfur þeirra um að fá stæði og aðstæður til að njóta svefns ættu aftur á móti allir að taka undir.

María Kristjánsdóttir, 2.4.2008 kl. 14:00

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hlynur finnst þér þetta ekki nógu fín mótmæli?

Sigurjón Þórðarson, 2.4.2008 kl. 17:15

12 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég fagna því að fólk lætur í sér heyra og mótmælir og vildi gjarnan að fólk mótmælti óréttlæti oftar og af meiri krafti og að stjórnvöld hlustuðu á fólk og tækju mark á mótmælum.

Sigurjón, það væri frekar að þessi mótmæli væru "of fín" fyrir minn smekk:)

Bestu baráttukveðjur, 

Hlynur Hallsson, 2.4.2008 kl. 17:40

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er ekki alvitlaus pistill hjá þér Hlynur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.4.2008 kl. 17:56

14 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég hef spurt nokkra hér á blogginu:    Getum við, ef við ætlum t.d. að mótmæla of háu matvælaverði, farið og læst alla inni í Bónus í svona ca 1-2 tíma á hverjum degi þangað til að okkur þóknast að hætta? 

Hef ekki neitt á móti mótmælum og ég tel að þau séu nauðsynleg í öllum lýðræðissamfélögum en svo er gráa línan hversu langt má ganga. Mótmæli á að nota til að mótmæla en ekki til að hindra eða þvinga aðra.

Marinó Már Marinósson, 2.4.2008 kl. 18:30

15 Smámynd: Bumba

Sæll. Ég er ekkert hrifinn af þessum rosalegu trukkum og trailerum og allt það, en ég styð þá hinvegar heilshugar í þessum mótmælum. Með beztu kveðju.

Bumba, 2.4.2008 kl. 19:36

16 Smámynd: Skaz

Ég persónulega vil líta á það að þessi mótmæli snúist ekkert bara um eldsneyti. Það er bara fyrsti vöruflokkurinn sem hækkar umfram öll mörk skilnings manns. Plús það að þetta er neysluvara sem langflestir þurfa að nýta sér.

Varðandi það að bæta nýtni og keyra um á minni bílum þá eru þau rök góð og blessuð en ég sé marga predika það en iðka svo þveröfuga hegðun. Það er engin lausn í sjálfu sér. Fólk er líka orðið vant ákveðnum lífsgæðum. Já þetta eru lífsgæði þó sumir kalli bruðl eru þetta enga síður gæði.

Mér þætti nú gaman að sjá þær predikanir að nú mætti bara vera 1 bíll og 1 gemsi per heimili. Hvernig myndi fólk bregðast við því?

Og að ráðast á jeppamenn sérstaklega er barnaskapur og skilningarleysi. Þetta er áhugmál þessara manna og þeir mega eiga sér áhugamál líkt og allir. Ég býst við að flestir hér eigi sér áhugamál sem þeir gætu alveg sleppt að eyða peningum í ekki satt?

Við erum búin að lifa við stöðugleika undanfarin ár þar sem má segja að það hafi verið að okra á fólki, þetta hefur verið "góðæri" fyrir fyrirtæki og heildsala en heimilin hafa búið við sömu útgjöld og kostnað sem áður fyrr. Nú þegar komið er að hækkunum þá held ég bara að heimilin séu búin að fá nóg. Við ætlum ekki að taka afleiðingum brasks stórfyrirtækja og vanstjórnunar ríkisstjórnarinnar á okkur og það er þegar við förum í kjölinn á mótmælunum sem málið snýst um.

Tók meira að segja aðeins þátt í dag í þessum mótmælum, var eina leiðin til þess að komast niðrá eyri hér á Akureyri :) 

Skaz, 2.4.2008 kl. 19:40

17 Smámynd: Heidi Strand

Besta leiðin til að mótmæla vöruhækkunum er að hætta að versla eða minnka kaup sem mest. Það gera húsmæður erlendis sem mótmæla hækkun matvöruverðs.

Það er svolítið skrýtið þegar jeppakarlar á fjallabílum sem kosta 5-8 milljónir segjast ekki hafa efni á að borga fyrir bensínið. Akið bara minna í staðinn, það er líka betra fyrir andrúmsloftið.

Heidi Strand, 2.4.2008 kl. 21:05

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ósáttur við ummæli lögreglu

Sturla Jónsson

Sturla Jónsson, einn af forsprökkum þeirra vörubílstjóra sem mótmælt hafa háu eldsneytisverði undanfarið, segist afar ósáttur við ummæli sem höfð voru eftir lögreglunni á Suðurnesjum í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þar kom fram að mótmæli vörubílstjóra á Reykjanesbrautinni í morgun hefðu tafið lögreglumenn frá því að sinna neyðartilviki.

Sturla segir þetta af og frá. "Við stóðum þarna með lögreglumönnum á brautinni í morgun og það var ekki minnst á neyðartilvik einu orði. Ef okkur hefði verið sagt það hefðum við opnað Reykjanesbrautina um leið," segir Sturla.

Hann segir lögregluna leika tveimur skjöldum.

Eina stundina eru þeir að gefa okkur í nefið og ræða málin. En um leið og við snúum við þeim bakinu er fara þeir að tala um að við séum að stofna lífum fólks í hættu."

Sturla segir að margir vörubílstjórar séu æfir útaf þessu og býst við að mótmælin fari harðnandi næstu daga ef samskipti þeirra við lögreglu skáni ekki.

Hlynur! Þú ert talandi dæmi um að viðhalda þrælsótta Íslendinga og skræfugangi þegar Ríkisstjórn traðkar á fólki, vinnur ekki vinnunna sína vegna þess að þeir eru of uppteknir að standa í fyrirtækjarekstri sjálfir. Enda eru æðstu menn þessa lands með stór Íslands sem illa launaða aukavinnu. Þú hlýtur að vera vel stæður með þennan aulapistil sem þú skrifar hér að ofan. Sjálfsagt með ennið í gólfinu fyrir framan "aðalinn" á íslandi. kallast að vera rassasleikir ...þvílíkt vangefið fólk þú og þínir líkar...

Óskar Arnórsson, 2.4.2008 kl. 21:40

19 Smámynd: Fríða Eyland

Já öðruvísi mér áður brá, líka

Fríða Eyland, 3.4.2008 kl. 09:08

20 Smámynd: Hlynur Hallsson

Óskar Arnórsson fer hér mikinn og kallar fólk öllum illum nöfnum sem ekki er hægt að hafa eftir. Svona málflutningur er ekki málstað trukkabílstjóra til framdráttar og dæmir sig sjálfur og segir meira um þann sem svona skrif en þá sem hann úthrópar.

Ég er ágætlega stæður en telst samt sennilega láglaunamaður. Það skiptir hinsvegar ekki öllu máli í þessu sambandi. Það sem skiptir máli er að sumir ættu að reyna að hafa smá hemil á skapofsa síunum og lesa yfir það sem þeir skrifa og muna að það gildir það sama um það sem er skrifað á netið og prentaðan texta.

Svo bið ég Óskar vel að lifa og vona að honum gangi vel. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.4.2008 kl. 09:32

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er orðin jákvæður aftur Hlynur minn! Takk fyrir umhyggjunna. Aðvitað á maður ekki að kalla ráðherra eða neinn fyrir bjána!  'eg er algjörlega með þetta á hreinu. Ég er bjáni sjálfur  er búin að  reyna að afíslenskast í mörg ár!  Svo er ég með mikið skap, og vegna þess að ekkert mark er tekið á neinum bloggista  af valdstórn eða neinum öðrum, mæli ég með úrás fyrir óánægju sína með tölvu heldur en ofbeldi í verki. Blessaður vertu, mér dauðbrá bara að þú skyldir taka mig alvarlega!! þetta eru kallaðar skapsveiflur sem ég er með, vil ekki taka Prósaz við þessu, en ef þú verður sjóveikur af að lesa það sem ég skrifa, þá bara benda mér á það. Bloggið mitt er afþreying og dægrastytting frekar en nokkur alvara. Flestir eru búnir að finna út úr því fyrir löngu. Ég er lág lág launamaður með enga vinnu. Sjúkraskrifaður af heilsufarsástæðum, skiluru!. Hálf ættin er búin að vera lögreglumenn, hef sjálfur unnið fyrir lögregluna...margir góðir kallar þar, en ein og gefur að skilja, líka ekki góðir menn, sumir mjög mjög illa innrættir..var að kommentera ljóta færslu hjá þér um kærustuparið Geir og Ingibjörgu! það var ekki fallega skrifað sem þú gerðir um þau. En ég bjargaði þessari færslu þinni með einstakri jákvæðni svo þú  yrðir þér ekki til skammar. No hard feelings.. 

Óskar Arnórsson, 3.4.2008 kl. 11:17

22 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir það Óskar:)

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 3.4.2008 kl. 12:05

23 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

ég er orðinn hundleiður á þessum mótmælum

Davíð Þorvaldur Magnússon, 3.4.2008 kl. 13:17

24 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Mér finnst full léttúðugt að kalla mótmælendur "brandarakarla með flautur". Gleymum því ekki að margt af þessu fólki er að berjast fyrir lífsafkomu sinni. Ég veit að ég yrði ekki ánægð ef launin mín myndu lækka um tugþúsundir eða meira á einu bretti. Ég ber virðingu fyrir fólki sem er reiðubúið að berjast fyrir sínu og svo sannarlega komin tími til að fólk láti heyra í sér. Jafnvel þó það skapi einhverjar tafir. Eða hvaða gagn væri að mótmælum sem engin tæki eftir og truflaði ekkert? Ég sendi baráttukveðjur til þeirra sem þora að standa upp og berjast fyrir afkomu sinni, þó það geti skapað óvinsældir hjá "fína fólkinu"

Thelma Ásdísardóttir, 3.4.2008 kl. 20:49

25 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það er rétt hjá þér Thelma, ég dreg þetta til baka. Full djúpt í árina tekið hjá mér þarna þó að margir þeirra séu auðvitað bráðskemmtilegir og fyndnir.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 4.4.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband