Leita í fréttum mbl.is

Höfuðborgarstefnan

illfygli

Oft er talað um byggðastefnu hitt og byggðastefnu þetta og jafnvel "landsbyggðarstefnu". Staðreyndin er hinsvegar sú að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks rekur harða höfuðborgarstefnu.
Lítum á nokkur dæmi: Á tillidögum er gjarnan talað um að "flytja störf út á land". Tölurnar tala hinsvegar sínu máli og á síðustu árum hefur opinberum störfum úti á landi fækkað en hinsvegar fjölgað stórlega á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er reyndar í hróplegu ósamræmi við gamalt og þreytt slagorð Sjálfstæðisflokksins um "báknið burt!" enda eru þeir sjálfir báknið og vilja auðvitað "báknið kjurrt". Það væri upplagt að ráða í ný störf á vegum ríkisins utan höfuðborgarinnar til að rétta af hallann en það er ekki gert. Ég benti Halldóri Ásgríms á þetta þegar hann var ennþá forsætisráðherra og var að mæla fyrir frumvarpi um að skella nokkrum stofnunum á sviði mætvæla í eina. Þá var upplagt tækifæri að ákveða að þessi nýja stofnun hefði höfuðstöðvar utan borgarinnar en Halldór tók heldur dræmt í það og sagði að nýr forstöðumaður ætti að ákveða svona nokkuð. Semsagt í Borginni.
Sama má segja um Lýðheilsustöð. Það var ný stofnun sem tilvalið hefði verið að setja á laggirnar til dæmis á Akureyri þar sem allar aðstæður eru kjörnar fyrir þessa heilsutengdu starfsemi. Það vantaði aðeins pólitíska ákvörðun um málið og niðurstaðan varð auðvitað sú að Lýðheilsustöð var staðsett í Reykjavík eins og stjórnarflokkarnir vildu greinilega.

haskolinn_akureyri
Og enn eitt dæmi eru menntamálin. Háskólinn á Akureyri er fjársveltur. Skólinn getur ekki tekið við nema hluta þeirra nemenda sem sækja um nám. Það hefur þurft að skera endalaust niður. Ef skólinn hefði fengið að vaxa og dafna hefði nemendahalli milli höfuðborgar og landsbyggðar verið réttur af. En það má ekki, HA er haldið í spennitreyju. Það þýðir því lítið fyrir frambjóðendur stjórnarflokkanna hér úti á landi að koma núna og þykjast ætla að breyta einhverju. Þessir flokkar hafa haft 12 og 16 ár til þess að snúa öfugþróuninni við en þeir hafa gert illt verra. Nýjir fulltrúar þessara flokka breyta heldur ekki neinu. Þess vegna er rétt að senda þá í löngu verðskuldað frí og velja hreyfingu sem raunverulega vill rétta af hluta landsbyggðarinnar, Vinstrihreyfinguna grænt framboð.


mbl.is Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík fer vel af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband