Leita í fréttum mbl.is

Rosie gangandi hetja

456867A Rosie Swale Pope er greinilega ekki af baki dottin þrátt fyrir að hafa brotið fjögur rifbein í hálku í Mývatnssveit. Og af því að læknirinn á Húsavík sagði henni að taka því rólega næstu vikurnar ætlar hún að hvíla sig í tjaldi í Mývatnssveitinni. Mér finnst að það eigi að gefa henni mánaðarkort í Jarðböðin svo hún geti haft það notalegt í vorkuldanum. Þessi kona er greinilega hetja og ekkert að pæla í því að leigja sér einkaþotu á kostnað almennings til að skreppa á milli staða, gengur bara í staðinn.

Reyndar þurfti Ingibjörg Sólrún einnig að fá sér göngutúr í gær því trukkarnir voru búnir að loka ráðherrabílinn hennar af þar sem hann stóð víst ólöglega við Hafnarhúsið. Þessi mótmæli trukkanna eru greinlega að taka breytingum til góðs. Knýja ráðherrana til að spara bensínið. Þetta lýst mér vel á. Bara verst hvað Geir H. Haarde er eitthvað úrillur þessa dagana, með allt á hornum sér í viðtali í útvarpinu í gær. Ætli flug með einkaþotum fari svona í skapið á manninum? Ég mæli með því að ganga.


mbl.is Fall á Íslandi seinkaði heimshlaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sammála, það er öllum hollt að ganga. Og vonda skapið hverfur eins og dögg fyrir sól í góðum göngutúr.

Úrsúla Jünemann, 8.4.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Hlynur

Hún er algjör hetja. Styð tillögu þína um að hún fái ókeypis í jarðböðin yndislegu.

Anna Karlsdóttir, 8.4.2008 kl. 21:40

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Auðvitað á hún að fá frítt í jarðböðin getur varla klöngrast ofan í Stórugjá.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.4.2008 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband