Leita í fréttum mbl.is

Heilbrigðisráðuneytið í rugli

441585AÞað grafalvarlegt ef 96 hjúkrunarfræðingar af gjörgæslu,- skurð- og svæfingasviði eru að hætta eftir nokkra daga. En er einkavæðingarnefnd sjúkrahússins kannski alveg sama og hvött dyggilega af heilbrigðisráherra? Fyrst er skorið niður þangað til allt er komið í rugl og þá eru stofnuð einkafyrirtæki til að sjá um reksturinn eða bara allt saman einkavætt eins og Vilhjálmur formaður einhverrar nefndar finnst svo tilvalið að gera. Jafnvel þó að dæmin sýni að það kostar mun meira fyrir þjóðfélagið.

Starfsfólkið á betra skilið og sjúklingarnir einnig. Það mun ekki taka langan tíma að koma öllu á annan endann með heilbrigðisráðherra frá Sjálfstæðisflokknum. En þetta þarf ekki að vera svona, það er hægt að semja við hjúkrunarfræðinga og það þarf að gera það strax áður en í algert óefni er komið.


mbl.is Algjör pattstaða – engir fundir og uppsagnir standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

tek undir hvert orð.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2008 kl. 13:09

2 identicon

Fyrst þú kemur nálægt skólamálum Hlynur: Það er enn ósamið við grunnskólakennara og óvíst að það takist fyrir 1. maí. Svo læt ég hér til fróðleiks fylgja stöðu mála í Danmörku. Þar er jú heilög hægri stjórn:

Danmörk
Verkfall skólaliða http://jp.dk/indland/article1319769.ece

Verkfall hjúkrunarfræðinga http://jp.dk/indland/kbh/article1319751.ece

kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 13:52

3 Smámynd: Tryggvi H.

Hugmyndafræðingur íslensku efnahagskreppunnar, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, sagði að komma-gárungar hefðu hent gamni af áformum breskra íhaldsmanna um einkavæðingu. Síðar hefði það sýnt sig að skila mun betri heilsugæslu. Þetta finnst mér mega rifja upp nú þegar breska heilbrigðiskerfið er hugmynda”fræði”lega gjaldþrota og íslendingar sigla með sitt á sömu mið.

 
Það vekur athygli að breskir ráðgjafar eru fengnir til Íslands nýverið til þess að benda á það sem betur má fara (það sem betur má einkavæða). Einhverjir kynnu að sjá kaldhæðni í því- og þótt vissulega megi færa rök fyrir því að góð ráð séu dýr, þarf það ekki að þýða að dýr ráð séu góð. hóhóhó,,,, (andonandon)

 

Lengi lifi bláa höndin, með vöndinn.

Tryggvi H., 15.4.2008 kl. 15:03

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það verður að viðurkennast að sú ríkisstjórn sem nú situr að völdum er farin að minna óþægilega á gömlu viðreisn sem skildi við með allt niður um sig vegna þess að þar var ekki fólk sem hafði það sem þurfti til að bregðast rétt við. Það samstarf krata og sjálfsstæðismanna endaði með sögulegum flótta landans til annarra heimsálfa. Sýnist allt stefna í sama farið. Tilviljun? Held ekki. Reyndar kom upp svipuð staða í stjórn Davíðs og Jóns Baldvins. Sögulegur landflótti.

Víðir Benediktsson, 15.4.2008 kl. 20:42

5 Smámynd: Ransu

Var í samræðum um daginn við einn sem hefur rannsakað einelti á vinnustöðum.  Á spítölum ku grassera einelt í pýramídaformi, þ.e. frá yfirmanni til undirmanns, ólíkt því sem er á öðrum Norðurlöndum þar sem eineltið er á jafningjaplani, kollegi til kollega. Pýramídinn gerir þeim sem eru neðar í forminu erfiðara um vik vilji þeir bregðast við einelti.

Margt virðist ýta undir að fólk sé svona tilbúið að hætta í heilbrigðisgeiranum. Andlegt sem/og efnahagslegt álag.

Ransu, 15.4.2008 kl. 22:01

6 identicon

Holla!

kfc.

cactus og tupac

með bindi to the day I d..i...e

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.