Leita í fréttum mbl.is

Plat Tal

Þessi "frétt" um "aukna samkeppni" á símamarkaðinum sýnist mér vera fullkomið plat. Það er í raun verið að draga úr samkeppni og fækka fyrirtækjum á markaði. Þetta nýja Tal verður í meirihlutaeign Vodafone og er varla í mikilli "samkeppni" við móðurfyrirtækið? Það er í raun verið að fjarlægja Hive af markaði, það er málið. Mér finnst framsetning mbl.is ekki nægilega gagnrýnin og þetta er í raun og verum bara birting á "fréttatilkynningu" sem er í rauninni dulbúin auglýsing frá Tali (Vodafone). Ef þetta er rangt hjá mér bið ég ykkur að gera athugasemdir (auðvitað undir fullu nafni!)


mbl.is Boða 20-30% lækkun fjarskipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil benda þér á að að Vodafone er ekki eigandi Tals. Teymi á 51% hlut í Tal og 51% hlut í Vodafone. Þetta er eins og að segja að 10-11 eigi Bónus. Það væri mjög erfitt fyrir Tal að fara í samkeppni við Nova og Símann án þess að fara í samkeppni við Vodafone, nema kannski senda viðskiptavinum Vodafone bréf og biðja þá um að færa sig ekki yfir.

Máni Guðvarðarson (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 12:38

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, ég er einmitt að pæla í að skipta frá Vodafone yfir í Tal... eða bara Nova eða eitthvað:)

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 5.5.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Loopman

Blöðin hér á landi eru full af óhæfum ritstjórum og handónýtum blaðamönnum. Ekki alger alhæfing, en svona næstum því.  Auðvitað er engin gagnrýni, það eru sömu aðilar sem eiga símafyrirtækið og blöðin. Þæo svo væri ekki þá myndu þessi blaðamenn ekki getað skrifað gagnrýna grein þótt þeim væri borgað fyrir það.

Ó afsakið... þeir fá víst borgað fyrir að birta þessar fréttatilkynningar GAGNRÝNISLAUST.

Loopman, 5.5.2008 kl. 18:37

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er rétt að vissu leiti.  Það er engin heilbrigð samkeppni hér.  Það eru bara svona 3-7 stórfyrirtæki eins og Teymi, baugur, milestone ofl. sem eiga allt.  Baugur og Teymi eiga fjarskiptamarkaðinn, Baugur á nátturulega eiginlega allan fata- og matvælamarkaðinn og milestone allan lyfjamarkaðinn.  Ömurlegt á svona littlu landi, fyrir almenning minnir þetta eiginlega pínu á þegar maður er að tapa í matador og einhver einn aðili hirðir allt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 5.5.2008 kl. 22:49

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Já ég skyldi ekki fyrst hvernig gæti staðið á því að SKO sem væri grein af Vodafone rynni saman við Hive - en auðvitað er þetta öfugt Vodafone er að kaupa Hive út en setur það saman við SKO til að fela að þeir séu að gleypa Hive. - Þetta er sorgarfrétt um meiri einokun og minni samkeppni og enn meiri blekkingar.

Helgi Jóhann Hauksson, 6.5.2008 kl. 02:10

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þ.e. Teymi á bæði Vodafone og nú Tal

Helgi Jóhann Hauksson, 6.5.2008 kl. 02:12

7 Smámynd: Atli Már Egilsson

Ég ætla að byrja á að gagnrýna þig Hlynur fyrir að leyfa eingöngu skráðum notendum blog.is að koma með athugasemdir á bloggið þitt. Mér finnst afar leiðinlegt að hafa þurft að stofna aðgang hérna til þess eins að leiðrétta þig.

Leiðréttingin er í raun afar einföld... Hættu að rugla saman Vodafone og Teymi. Ef þú getur ekki skilið muninn þar á þá skal ég glaður útskýra það fyrir þér.

Atli Már Egilsson, 6.5.2008 kl. 15:14

8 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þetta er nú meira voðafónstalið. Einu sinni hét voðafónn því undarlega samsetta nafni "og vodafone" og einmitt það kom upp á vasasíma erlends kollega sem dvaldi hér fyrir skemmstu. Sko! Sko tal!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 6.5.2008 kl. 19:42

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hehehe... góður Bjarni. Ég bíð spenntur eftir því að mitt félag Voðafón lækki taxtann! Læt bara teyma mig áfram á þessum símalínum. Eða skipti yfir í Tal... eða Nóvu.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 6.5.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.