Leita í fréttum mbl.is

Einkaskólinn óhagstæður fyrir foreldra og Akureyrarbæ

Holmasol3Hér á eftir er bókunin eins og ég lagði hann fram á fundi skólanefndar Akureyrarbæjar. Haft er eftir Gunnari Gíslasyni fræðslustjóra í þessari frétt á mbl.is að: "Ef foreldrar eru að greiða meira þá er það eitthvað sem samið hefur verið sérstaklega um." Ég get upplýst hér að foreldrar barna í Hólmasól þurfa að greiða 1.900 krónur aukalega á mánuði auk venjulegra gjalda og það er ekki "samið sérstaklega" um það við foreldrana heldur bara rukkað og flestir borga bara með boðgreiðslum og pæla ekkert í þessu. Gjöldin skiptast svona:

Netgjald 500 kr.

Foreldragjald 500 kr. og svo

Annað 900 kr.

Aðalmálið er hinsvegar að samningurinn við Hjallastefnuna ehf er vísitölubundinn og ríkur því upp í 12% verðbólgu meðan aðrir leikskólar sitja eftir og þurfa að herða sultarólina þegar matarkarfan hækkar. Það sitja ekki allir við sama borð og það er ekki í lagi.

Hér er bókunin:

"Nú stefnir í að leikskólinn Hólmasól verði Akureyrarbæ enn kostnaðarsamari en fyrirséð var. Samningur bæjaryfirvalda við "Hjallastefnuna ehf" er vísitölubundinn meðan aðrir leikskólar á Akureyri fá fasta upphæð árið 2008, þrátt fyrir um 12% verðbólgu. Hvert pláss á Hólmasól er nú þegar dýrara fyrir Akureyrarbæ og foreldra en pláss á öðrum leikskólum og ef fram heldur sem horfir mun Akureyrarbær greiða hlutfallslega mun hærri upphæð fyrir Hólmasól en aðra leikskóla í bænum.
Það er því ljóst að einkarekstrarstefna Sjálfstæðisflokks hefur enn og aftur beðið skipsbrot og nú bitnar það á foreldrum barna á Akureyri og Akureyrarbæ. Þessa mismunun þarf að leiðrétta.

Fjölbreytt skólastarf er mikilvægt og Vinstrihreyfingin grænt framboð styður heilshugar frumkvæði foreldra og fjölbreytni í skólastarfi á öllum stigum. Nú þegar er kynskipting eða svokölluð Hjallastefna rekin með góðum árangri í leikskólum hjá Reykjavíkurborg og víðar á mun hagkvæmari hátt en “Hjallastefnan ehf” treystir sér til að gera. Akureyrabær mætti gjarnan beita sér fyrir enn fjölbreyttari stefnu í starfi leikskóla t.d. í samvinnu við foreldra með stefnur eins og Waldorfstefnuna, Rudolf Steiner eða Reggio Emilio svo nokkur dæmi séu nefnd. Leikskólar á Akureyri eru afar fjölbreyttir og leggja áherslu á mismunandi þætti eins og heimsspeki, fjölmenningu og hreyfingu svo dæmi séu tekin. Leikskólar Akureyrar eru afar vel reknir og mannaðir hæfu og menntuðu starfsfólki og til fyrirmyndar. Metnaðarfull símenntunaráætlun þeirra liggur fyrir en því miður hefur skólanefnd Akureyrarbæjar ekki yfirliti yfir símenntunaráætlun fyrir Hólmasól og Hlíðarból sem rekin er af Hvítasunnukirkjunni með samningi við Akureyrarbæ.

Þessi bókun er ekki lögð fram sem gagnrýni á Hjallastefnuna eða leikskólann Hólmasól heldur til að benda á þann aukna kostnað sem einkavæðing hefur í för með sér og að nú stefnir í að sá mismunur muni stóraukast á næstunni sé ekki gripið til viðeigandi ráðstafana.

Hlynur Hallsson
fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Skólanefnd Akureyrarbæjar"

Tengill á frétt á rúv um málið


mbl.is Dýrara að reka leikskólann Hólmasól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Sæll Hlynur,

áhugavert - í Reykjavík er það einmitt þannig að greiðslur til einkarekinna skóla og leikskóla hafa verið minni en til borgarreknu skólanna og unnið hefur verið að því á síðast liðnum mánuðum að jafna þann aðstöðumun.

Bestu kveðjur  ;-)

Áslaug

Áslaug Friðriksdóttir, 7.5.2008 kl. 11:47

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, það liggur svo mikið á að einkavæða leikskólana hérna fyrir norðan að sjálfstæðismenn eru alveg að missa sig.

En hvaðan hefur þú þær upplýsingar að: "...greiðslur til einkarekinna skóla og leikskóla hafa verið minni en til borgarreknu skólanna..."

Dæmið með háskólana er t.d þannig að þar borgar ríkið það sama á hvern nemanda en svo geta einkaháskólarnir bætt við skólagjöldum sem LÍN lánar svo fyrir. Þannig er ríkið að borga mun meira til einkareknu háskólanna en þeirra opinberu.  Þetta er augljós mismunum, ekki satt Áslaug?

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.5.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Sæll aftur Hlynur,

bæði leikskólaráð og menntaráð Reykjavíkurborgar hafa verið að samþykkja hækkanir á greiðslum til einkarekinna skóla - þú sérð þetta í fundargerðum ráðanna.

VG fyrir norðan og Sjálfstæðismennirnir í RVK eru sem sagt að vinna í takt - jafna aðstöðumun milli rekstrarforma. Það er bara gott,

kv ÁF

Áslaug Friðriksdóttir, 9.5.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband