Leita í fréttum mbl.is

Flott sýning og gjörningur

459770AMaður er kannski alveg hlutlaus en sýningin í Myndlistarskólanum er ansi góð. Sjón (og heyrn) eru sögu ríkari í þessu tilfelli svo að ég mæli með því að fólk fari á sýninguna í dag eða á morgun (mánudag). Það var fullt hús í gær og frábær stemning. Ég er pínu stoltur, viðurkenni það alveg en reyni samt að missa mig ekki. Svo er hægt að sjá sýningu Steins í Populus Tremula, Steina í GalleríVíð8ttu og Veggverkið hennar Línu í leiðinni. Þeir sem ekki komast norður geta látið sig dreyma og skoðað þetta allt og meira til á netinu.

Á myndinni eru Inga Björk Harðardóttir, Margrét Ingibjörg Lindquist, Friðlaugur Jónsson, Karl Halldór Reynisson, Margeir Dire Sigurðsson og Hertha Richardt Úlfarsdóttir. Skapti á mbl tók myndina.

Á heimasíðu Myndlistarskólans á Akureyri og bloggsíðu Helga Vilbergs, skólastjóra er hægt að sjá myndband af gjörningi Margeirs Dire sem hann framdi á opnuninni og er afar flott verk og um leið yfirlýsing um "veggjakrots-" eða veggmálverksmálin í höfuðborginni (og víðar). Mæli með því að þið skoðið það.


mbl.is Vorsýning í Myndlistaskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Góða Hvítasunnu Hlynur minn og kveðjur til ykkar allra.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Anna Heiða Stefánsdóttir

Góðan daginn Hlynur. Þú átt víst ekki mynd af bleika sebrahestinum sem var málaður á húsvegg þarna fyrir norðan? Ég hef ekki séð nógu góða mynd af honum.

Og þú mátt vera stoltur af "krökkunum".

Anna Heiða Stefánsdóttir, 11.5.2008 kl. 18:12

3 Smámynd: Karl Tómasson

Ég man að við Gildrufélagar spiluðum á stað fyrir norðan sem hét Sebrahesturinn eða hvort það var Zebra. Bestu kveðjur til þín Hlynur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 11.5.2008 kl. 18:30

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir góðar kveðjur Gunni og okkar bestu til danaveldis.

Það var Zebra Kalli, tók við af Bleika fílnum og H-100.

Assa, þú finnur mynd af sebrahestinum á síðunni VeggVerk.org

Bestu kveðjur öll,

Hlynur Hallsson, 12.5.2008 kl. 12:38

5 Smámynd: Karl Tómasson

Zebra, það var rétt, ég mundi það um leið og ég var búinn að ýta á send í gær. Við spiluðum einnig á H-100 og Bleika fílnum. Gamlir í hettunni.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 12.5.2008 kl. 19:09

6 Smámynd: Anna Heiða Stefánsdóttir

Takk Hlynur, gaman að sjá þessar myndir. Er það ekki rétt munað hjá mér að þarna hafi einu sinni verið hesthús? Í byrjun síðustu aldar?

Anna Heiða Stefánsdóttir, 14.5.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.