Leita í fréttum mbl.is

Waterboarding og vatnspyntingar Condoleezu Rice

Waterboard3-smallÞað von á "góðum gesti" til landsins í dag. Það er kona sem heldur því fram að bandarísk stjórnvöld megi pynta fólk til að ná fram "játningum". Ein vinsælasta pyntingaraðferðin er kölluð "Waterboarding" sem hljómar álíka sakleysislega og "watersurfing" og það er sennilega tilgangurinn með nafngiftinni, að reyna að breiða yfir þann glæp sem þessi pyntingaraðferð er.

Samtök hernaðarandstæðinga bregðast sem betur fer við þessari heimsókn bandaríska utanríkisráðherrans með athöfn á Austurvelli klukkan 17 í dag.

Í dag, föstudag, kemur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stutta heimsókn til Íslands til fundar með hérlendum ráðamönnum. Að þessu tilefni vilja Samtök hernaðarandstæðinga beina athygli að því hvernig bandarísk yfirvöld hafa kerfisbundið grafið undan mikilvægum mannréttindasáttmálum undir flaggi "stríðs gegn hryðjuverkum".

Ein birtingarmynd þessa er notkun Bandaríkjahers og samherja hans á pyntingum, sem sætt hafa alþjóðlegri fordæmingu. Þekkt pyntingaraðferð af þessu tagi felst í því að binda fanga við planka og hella vatni yfir vit hans til að skapa drukknunartilfinningu. Bandarísk stjórnvöld þræta fyrir að sú aðferð teljist til pyntinga.

Samtök hernaðarandstæðinga munu standa fyrir sýnikennslu með vatnspyntingarbekk á Austurvelli kl. 17 á föstudag. Condoleeza Rice er sérstaklega boðin velkomin þangað til að kynna sér hið raunverulega eðli þessarar píningaraðferðar. Sama máli gegnir um íslenska ráðamenn.

Jafnframt hvetja Samtök hernaðarandstæðinga íslensk stjórnvöld til að nota tækifærið og fordæma pyntingar í viðræðum við bandaríska utanríkisráðherrann. Jafnframt er brýnt að ráðist verði í óháða rannsókn á umfangi þeirra pyntinga sem Bandaríkjaher hefur staðið fyrir og að hlutur fórnarlamba þeirra verði réttur. Ísland á að skipa sér í hóp þeirra ríkja sem standa vörð um frið og mannréttindi í stað þess að grafa undan þeim.

Friðarsinnar eru hvattir til að láta sjá sig á Austurvelli kl. 17 í dag.

* * *

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k.

Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt.

Guðrún Lára Pálmadóttir trúbador tekur lagið.

Húsið opnar strax að vatnspyntingum loknum, en borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 1.500


mbl.is Sviðsetja vatnspyntingar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

manni verður óglatt...hvernig er hægt að stunda pyntingar..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.5.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Ætli maður reyni ekki að mæta og vona að kerlingin mæti, maður fær a.m.k. fyrirmyndar félagsskap!

Ísleifur Egill Hjaltason, 30.5.2008 kl. 11:24

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Pyntingar eru gjörsamlega siðlausar og ósamboðnar samfélagi sem telur sig vera málssvara lýðræðis og mannréttinda.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.5.2008 kl. 15:17

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Eg held að þessi heimsókn hafi verið í skugga skjátlatta´ 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.6.2008 kl. 00:09

5 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Skelltu þér á brimbretti þeirra "á móti".  Eins og Pétur Blöndal segir "BILLEGT".

Bjarni G. P. Hjarðar, 2.6.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.