Leita í fréttum mbl.is

Verðlaunum ísbjörninn

187095A Mér finnst að það eigi að verðlauna þennan ísbjörn. Hann hefur ekki gert neinum mein svo best er að gefa honum eitthvað af þessu hvalkjöti sem enginn vill éta áður en það rotnar. Svo á að senda hann aftur til Grænlands þar sem hann mun hafa það betra en hér. Til dæmis í heiðursfylgd á varðskipi. Alls ekki að skjóta björninn. Hann er búinn að synda yfir hafið. Þetta er dugnaðarforkur, sem ætti að verðlauna.
mbl.is Ísbjörn við Þverárfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég held að hann hafi nú synt smáspöl líka:)

Hlynur Hallsson, 3.6.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þeir voru gljótir að slátra honum greyinu! Ótrúlegt.

Edda Agnarsdóttir, 3.6.2008 kl. 12:12

3 Smámynd: Helgi Vilberg

Umhverfisráðherra gat ekki annað en gefið út aftökuskipun, vegna þess að engar verklagsreglur eru fyrir hendi. Er það ekki illt til afspurnar fyrir Íslendinga að fella dýr sem eru í útrýmingarhættu?

Helgi Vilberg, 3.6.2008 kl. 12:17

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, þetta endaði ekki vel. Mér finnst líka einkennilegt að það séu ekki til deyfilyf á landinu eins og Þórunn sagði. Það þarf að gera ráðstafnair til að hægt verði að koma í veg fyrir svona slys. Ég er ekki viss um að það hafi verið nauðsynlegt að skjóta hann. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.6.2008 kl. 12:22

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem ísbjörn lætur sjá sig hér á landi. En alltaf er sama saga: ekkert annað ráð til  en að skjóta greyið. Af hverju er ekki deyfilyf til? Hneyksli!

Úrsúla Jünemann, 3.6.2008 kl. 15:23

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

það kom nú fram í fréttum að þeir gætu synt langt. Greyið, það voru þá örlög sem biðu hans hér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.6.2008 kl. 19:27

7 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Það hefði kannski frekar átt að svæfa hann og fljúga með hann til Grænlands.  Fá RUV og  fleiri til að kvikmynda góðverkið svo að heimurinn fengi að vita að það búa fleiri en veiðimenn og bissnesskallar á Íslandi. Við hefðum kannski lúkkað betur útávið  og ekki veitir okkur af , vegna hvalasölunnar til Japans.

Gunnar Páll Gunnarsson, 3.6.2008 kl. 19:59

8 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

......og svo er Ísbjörninn hættulegasta rándýr jarðarinnar, las ég einhversstaðar um niðurstöður rannsókna á rándýrum. Það var allavega rétt að fá hann burt, þó að um aðferðina getum við alltaf rætt (og þrætt)

Gunni Palli kokkur.

Gunnar Páll Gunnarsson, 3.6.2008 kl. 20:02

9 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er nú víst ekki alveg rétt hjá þér Hlynur, að enginn vilji éta hvalkjöt. Það er meira að segja fjölmargt fólk á Íslandi sem borðar hvalkjöt og þykir það gott.

Það er alveg sjálfsagt að íslendingar veiði eitthvað af hvölum, bæði hrefnu og stórhvelum, á hverju ári. Það skaðar náttúruna ekki neitt, nema síður sé.

Jóhannes Ragnarsson, 3.6.2008 kl. 20:22

10 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Vissulega vilja margir borða hvalkjöt, en birgðirnar eru mörg tonn. Við verðum ansi lengi að klára það. Það sama er uppi á teningnum í Japan. Annars var víst til deyfilyf á landinu og meira að segja maður sem er sérfræðingur í að deyfa stór rándýr. En eitthvað klikkaði í samskiptunum og hann vissi ekki neitt fyrr en dýrið var fallið. Eða svo sagði hann.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 4.6.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband