Leita í fréttum mbl.is

Hugsum grænt - kjósum grænt

nattura

Undarleg þverstæða í málflutningi ráðherra Samfylkingarinnar. Ögmundur Jónasson skrifar góðan pistil um þetta og Lára Hanna einnig. Það er sorglegt að horfa uppá þessa ráðherra sama dag og flottir tónleikar eru haldnir til stuðnings náttúrunni. Hér er hægt að skrá sig á stuðningslista. Og einnig horfa og hlusta á tónleikana.

Vonandi áttar fólk sig fyrir næstu kosningar og lætur ekki plata sig aftur. Kjósum Vinstri græn. Hugsum grænt og kjósum grænt en ekki eitthvert plat.

æ ð ó þ ö á Ö Þ í ú é


mbl.is Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hva eretta græna? Slím?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.6.2008 kl. 14:24

2 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Ráðherra á að segja af sér, ekkert flóknara en það.  Greinilega ekki starfi sínu vaxin.  Hún ætti nú að vita það blessunin að hún þarf ekkert að styðja við álverið í Helguvík, framkvæmdir eru hafnar og sama hvað henni finnst þá stoppar hún það ekki.  Hvað Álver á Bakka varðar er greinilegt að hún er ekki að spila með sínu liði og á umsvifalaust að skipta henni út enda veikur blettur.  Hef aldrei fýlað hana og svona skemmd epli eiga að víkja.  Skil ekki af hverju hún kemur ekki út úr skápnum og gengur til liðs við Hlyn ogt félaga.

Góða skemmtun á tónleikum í kvöld, kemst ekki en hefði gaman að sjá Sigurrós.  Björk er tækifærissinni sem hefur aldrei náð vinsældum hjá mér.  Nema hvað þá þegar hún mætti í svaninum á óskarinn um árið, það var fyndið

Örvar Þór Kristjánsson, 28.6.2008 kl. 15:04

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Búin að skrá okkur.  Takk fyrir að linka á listann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2008 kl. 15:22

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég var alin upp í sveit þar sem við framleiddum hinar ýmsu landbúnaðarafurðir og seldum, til að fá tekjur sem gerðu okkur kleift að framfleyta okkur.

Oft verður mér hugsað um á það á hverju á þjóðin að lifa nema því sem hún framleiðir og í það minnsta á, til að selja fyrir brauðinu..

Texasbúar hafa aldrei svo ég hef heyrt mótmælt olíuborpöllunum sem eru þéttriðið net á landinu...Heldur hef ég ekki heyrt Norðmenn mótmæla borpöllum þeirra á Norðursjó. Allir vilja fá tekjur ..Íslenskir umhverfissinnar á ofur-eftirlaunum og listamenn virðast að mér virðist gleyma því að tekjur þjóðarinnar þurfa að vera í samræmi við útgjöldin.

Ef til vill hafa umhverfissinnar aðra sýn á hvernig á að brauðfæra þjóðina, en ég.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 28.6.2008 kl. 20:08

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Góð samlíking hjá Guðrúnu og sem töluð úr mínu hjarta.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 28.6.2008 kl. 23:16

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þórdís og Guðrún, komið með okkur inn í 21. öldina. Við erum ekki lengur hráefnisframleiðsluland. Við getum skapað verðmæti úr þekkingu og hugviti. Landbúnaður er ljómandi en það eru álbræðslur ekki. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 29.6.2008 kl. 00:13

7 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Hlynur. Ef engin eru hráefnin þá hvað? Af hverju ekki að virkja umhverfisvæna orku svo sem jarðhita??? Kröfluvirkjun hefur sýnt sitt ágæti sem umhverfisvænn valkostur..

Fallvötnin á hálendinu þar sem fáir hafa áhuga á að heimsækja (vegna vinda og kulda aðeins úr flugvélum) Kröfluvirkjun, eru ekki það verðmæt að þjóðin þurfi að tapa eignum sínum og svelta börnin sín til verndar þeim á hálendinu...

Hvers konar rugl er í kollinum á þyggjendum ríkisjötunnar .Af hverjuekki að virkja valkosti og fá hingað auðug fyrirtæki sem vantar orku til framleiðslu og við njótum góðs af um ókomna framtíð???

Þá sveltur enginn og enginn tapar húsnæði sínu, gott mál eða hvað?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.6.2008 kl. 16:18

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það er enginn að tala um að svelta börnin sín Guðrún, hvernig dettur þér það í hug?

Lítum á þjóð eins og Dani sem er ekki auðug af "hráefnum" en er samt ein ríkasta þjóð veraldar og hefur byggt upp auð á þekkingu og hönnun.

Virkjanir eru af hinu góða þegar þær eyðileggja ekki náttúruna. Virkjanir sem hafa í för með sér óafturkræfa eyðileggingu á náttúrunni eru hinsvegar ekki af hinu góða. Við eigum næga orku, þetta er bara spurning um að nýta hana skinsamlega.

Reyndar er þetta allt spurning um kosti sem við eigum og því ekki að velja fyrirtæki sem vilja nýta orkuna í nauðsynlega hluti sem menga lítið eða ekkert ? Við eigum hinsvegar ekki að selja orkuna okkar í hvað sem er, hergagnaiðnað eða drasl og mengun. Við höfum sem betur fer val.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 29.6.2008 kl. 17:54

9 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Já Hlynur...Veljum öflug erlend fyrirtæki sem vilja fjárfesta í fyrirtækjum sínum á íslenskri grund og kaupa umhverfisvæna orku af okkur, hvort sem orkan er fengin úr fallvötnunum eða jarðhita en það síðarnefnda vildi ég frekar virkja...Ekki má láta staðar numið nú í því að afla landsbyggðinni atvinnu-tæifæra, svo landsbyggðin leggist ekki í eyði, þar sem aflakvóta var stolið frá henni með vilja ríkisstjórnarinnar.

Reykvíkingar þurfa einnig að spá í hvaðan peningarnir koma og ekki geta allir lifað á ríkisjötunni þótt það væri einfaldast ef einhverjir halda að peningarnir vaxi á trjánum.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.6.2008 kl. 18:15

10 Smámynd: Hlynur Hallsson

Guðrún ég veit ekki hvað þú ert alltaf að tala um einhverja "ríkisjötu". Kannast ekki við þessa jötu þína. Landsbyggðin er sem betur fer ekki að leggjast í eyði en mun örugglega gera það ef umhverfið er eyðilagt og hlunkað álbræðslum um allt. Krafturinn kemur frá fólkinu sjálfu en ekki mengandi verksmiðjum. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 29.6.2008 kl. 18:32

11 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þú ert nú meiri rómantíkerinn Hlynur. Ég spurði hvað þetta græna væri og ég er nú viss um að það sér frekar þunnt slím. Þú ert að endurtaka sama barninginn og maður gat lesið í Þjóðviljanum árið 1965. Þá var heimurinn líka að farast, og þá var BNA líka kennt um allt. Lærið þið vinstri menn aldrei af mistökunum?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.6.2008 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband