Leita í fréttum mbl.is

Tími til að breyta til hins betra

Það er bylting i loftinu. Friðsamleg bylting þar sem þúsundir hafa farið út á götu til að mótmæla vanhæfri ríkisstjórn. Mótmælin eru að skila árangri því jafnvel Ingibjörg Sólrún er að átta sig á því að fólkið sem hingað til hefur stutt Samfylkinguna er búið að fá nóg af þessari ríkisstjórn og 17 ára setu Sjálfstæðisflokksins við völdin. Fólk er búið að fá nóg af spillingunni.

Ég er stoltur af mótmælendum sem hafa mótmælt af krafti og hafnað ofbeldi og skemmdarverkum. Appelsínugulu mótmælin eru frábær og það er stemning um allt land. Þrátt fyrir slagveður mætti fólk á Ráðhústorgið á Akureyri í gær og söng og barði potta og pönnur. Fólk á öllum aldri.

Það þarf ekki táragas og piparúða. Ríkisstjórnin getur farið frá friðsamlega en það verður að gerast núna.

Ég hvet alla til að skoða síðuna Nýtt lýðveldi og skrifa undir áskorun um stjórnlagaþing. Höldum áfram að mótmæla við Valhöll, á Austurvelli, við stjórnarráðið, á Ráðhústorgi, Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi og um allt land. Tímar breytinga eru runnir upp, breytinga til hins betra!


mbl.is Appelsínugul mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ransu

Sæll Hlynur.

Það er óneitanlega einhver Úkraínsk stemmning í appelsínugulri byltingu.

PS.

Jónas Viðar tók sig vel út í Mogganum...

baráttuKveðja,

Ransu, 23.1.2009 kl. 16:36

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Fyrir mig er tími mótmælendafunda er liðinn og tími vinnufunda hafinn. Nú gildir að vinna í því hverju maður vill koma inn í stefnumál síns flokks eða vinna með nýjum framboðum. Mótmælendur hafa fengið valdið til að kjósa sér nýtt Alþingi  en það verður óttalega svipað nema við breytum þeim valkostum sem eru í boði. Það gerum við með því að taka þátt í þeirri vinnu sem það er að fá inn nýtt fólk á lista og með því að fá inn ný málefni í stefnuskrárnar.

Héðinn Björnsson, 23.1.2009 kl. 17:08

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Tek undir með Héðni

Þórbergur Torfason, 24.1.2009 kl. 02:51

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi ykkur vel í uppbyggingu landsins, með nýjar hugmyndir og leiðir.

KærleiksLjós frá konu í Lejrekotinu

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 07:42

5 Smámynd: Ransu

Héðinn og Þórbergur. Ef sama flokksræði verður áfram óbreytt og ekkert gerist annað en nýjar falskar yfirlýsingar frá nýju fólki í íklætt sömu flokksfötunum. Þá breytist ekkert nema útlitið.

Spilling innan flokkanna og framapot mun stjórna landinu áfram.

Vinnan þarf að fara í eitthvað en að fegra stefnumótun flokka.

www.nyttlydveldi.is

Ransu, 24.1.2009 kl. 16:20

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þurfum við ekki nýja flokka og nýtt fólk?

Arinbjörn Kúld, 25.1.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband