Leita í fréttum mbl.is

Glæsileg þátttaka í forvali Vg

 

Það eru góðar fréttar að svo margir gefi kost á sér í forvali Vg hér í Norðausturkjördæmi. Hópur af góðu fólki og sérstaklega ánægjulegt hvað margt ungt fólk ætlar að taka þátt. Mér sýnist dreifingin yfir allt kjördæmið sé einnig góð og þetta er fólk úr hinum ýmsu starfstéttum með fjölbreyttan bakgrunn. Það eru vissulega fleiri karlar en konur sem gefa kost á sér en það getur verið að það nýtist konunum betur. Ég ætla að minnsta kosti að kjósa fjórar konur og fjóra karla í átta efstu sætin. Hér er allur listinn.

Þetta er fyrsta forvalið sem fer af stað á landinu og þrátt fyrir skamman aðdraganda eru 21 í framboði. Þeir sem vilja ganga til liðs við Vinstri græn geta skráð sig hér. Það þarf að gera það fyrir mánudaginn 23. febrúar klukkan 17. Þá fær maður kynningarbækling og atkvæðaseðil sendan í pósti og kjörfundur fer fram laugardaginn 28. febrúar klukkan 10-22. 

Ég var að stofna stuðningshóp á Facebook og viðbrögðin eru afar góð. Takk fyrir það og bestu baráttukveðjur!


mbl.is 21 í forvali VG í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Ég er því miður með lögheimili í Reykjavík og get því ekki kosið þig! Hvet hinsvegar alla í NV til þess að gera það!

Elín Sigurðardóttir, 18.2.2009 kl. 11:37

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir það Elín. Það er samt NA = Norðaustur!)

Hlynur Hallsson, 18.2.2009 kl. 12:08

3 identicon

Þetta er stórkostleg þátttaka hjá Norð-Austrinu. Ég vona svo sannarlega að þér gangi allt í haginn í forvalinu og árétta að við eigum auðvitað að fá þrjá þingmenn úr kjördæminu. 

kv. Gunnar

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.