Leita í fréttum mbl.is

Kynningarbæklingur frambjóðenda kominn á netið

Það er gott hversu margt nýtt og ferskt fólk gefur kost á sér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Til að gefa yfirlit um allt þetta fólk, hugsjónir þeirra, stefnu og bakgrunn hefur kosningastjórnin gefið út ljómandi bækling um alla frambjóðendur sem sendur verður í pósti til allra félaga í kjördæminu ásamt atkvæðaseðli. Það er einnig hægt að nálgast þennan bækling í PDF formi hér.

Þeir sem gerast félagar í Vg fyrir klukkan 17 mánudaginn 23. febrúar geta kosið í forvalinu. Hér er hægt að skrá sig.

Svo eru kynningarfundir í kosningamiðstöðvunum á Akureyri laugardaginn 21. feb. klukkan 15 og á Egilsstöðum sunnudaginn 22. feb. klukkan 15.


mbl.is Ingunn tekur þátt í forvali VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það er kraftur í ykkur Norðlendingum. Það er gott. Mér sýnist hlutir hér á Suðursvæði vera að fara af stað líka. Dálítið naumur tími finnst mér.

Þórbergur Torfason, 20.2.2009 kl. 10:17

2 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Til hamingju með þennan glæsilega bækling! Við förum í fullan gang hér í Reykjavík fljótlega (framboðsfrestur rennur út í dag). Það er klárlega í anda okkar stefnu að gefa öllum frambjóðendum sambærilegt tækifæri óháð efnahag til þess að kynna sig. Alltaf jafn sorglegt þegar forvöl og eða prófkjör fara út í auglýsingaherferðir. Gagni þér allt í haginn! Kveðja frá Ritara Reykjavíkurfélagsins.

Elín Sigurðardóttir, 20.2.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.